Þórarinn býður sig fram til formennsku í Starfsgreinasambandinu Árni Sæberg skrifar 21. mars 2022 17:34 Þórarinn vill verða formaður Starfsgreinasambandsins. Aðsend Þórarinn G. Sverrisson, formaður Öldunnar stéttarfélags, hefur ákveðið að gefa kost á sér til formennsku í Starfsgreinasambandi Íslands. Björn Snæbjörnsson lætur af starfi formanns að loknu þingi sambandsins í lok mánaðar. Á 8. þingi Starfsgreinasambandsins, sem fram fer í Hofi á Akureyri dagana 23. - 25. mars, verður kosið til formanns, varaformanns og framkvæmdastjórnar sambandsins. Ljóst er að kosið verður um nýjan formann eftir tólf ára setu fráfarandi formanns. Nú hafa tveir boðið sig fram, Þórarinn og Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. Þórarinn segist munu beita sér fyrir því að sætta ólík sjónarmið með virku sambandi við forystu allra félaga innan SGS. Þá leggur hann áherlsu á að raddir allra fái að heyrast og að tekið verði tillit til ólíkra sjónarmiða, með sátt og samráði. „Á sama hátt og við leggjum mikið upp úr því að hlustað sé á raddir smáþjóða í alþjóðlegu samstarfi, vil ég að tekið sé tillit til hagsmuna og sjónarmiða allra aðildarfélaga burtséð frá stærð þeirra og að sjálfsákvörðunarréttur einstakra félaga sé hafður í hávegum,“ segir hann. Þórarinn segir mikilvæg verkefni vera á döfinni, þar á meðal gerð kjarasamninga. í þeirri vinnu sé mikilvægt að aðildarfélög SGS stilli saman strengi sína og taki tillit hvert til annars. „Það þjónar engum tilgangi að við eyðum kröftunum í innbyrðis átök og gagnast engum nema viðsemjendum okkar,“ segir hann. „Ég vil leggja mitt af mörkum til þess að Starfsgreinasambandið sé það afl sem getur með samtakamættinum náð afgerandi árangri fyrir félagsmenn,“ segir Þórarinn Sverrisson, formaður Öldunnar, í lok fréttatilkynningar um framboð sitt til formennsku í Starfsgreinasambandinu. Stéttarfélög Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Á 8. þingi Starfsgreinasambandsins, sem fram fer í Hofi á Akureyri dagana 23. - 25. mars, verður kosið til formanns, varaformanns og framkvæmdastjórnar sambandsins. Ljóst er að kosið verður um nýjan formann eftir tólf ára setu fráfarandi formanns. Nú hafa tveir boðið sig fram, Þórarinn og Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. Þórarinn segist munu beita sér fyrir því að sætta ólík sjónarmið með virku sambandi við forystu allra félaga innan SGS. Þá leggur hann áherlsu á að raddir allra fái að heyrast og að tekið verði tillit til ólíkra sjónarmiða, með sátt og samráði. „Á sama hátt og við leggjum mikið upp úr því að hlustað sé á raddir smáþjóða í alþjóðlegu samstarfi, vil ég að tekið sé tillit til hagsmuna og sjónarmiða allra aðildarfélaga burtséð frá stærð þeirra og að sjálfsákvörðunarréttur einstakra félaga sé hafður í hávegum,“ segir hann. Þórarinn segir mikilvæg verkefni vera á döfinni, þar á meðal gerð kjarasamninga. í þeirri vinnu sé mikilvægt að aðildarfélög SGS stilli saman strengi sína og taki tillit hvert til annars. „Það þjónar engum tilgangi að við eyðum kröftunum í innbyrðis átök og gagnast engum nema viðsemjendum okkar,“ segir hann. „Ég vil leggja mitt af mörkum til þess að Starfsgreinasambandið sé það afl sem getur með samtakamættinum náð afgerandi árangri fyrir félagsmenn,“ segir Þórarinn Sverrisson, formaður Öldunnar, í lok fréttatilkynningar um framboð sitt til formennsku í Starfsgreinasambandinu.
Stéttarfélög Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira