Heilbrigðisstarfsmenn - hvar eruð þið? Kolbrún Stígsdóttir, Sigríður Halla Magnúsdóttir og Heiða Ingimarsdóttir skrifa 22. mars 2022 08:31 Samtök um endómetríósu standa fyrir ráðstefnu 28. mars næstkomandi og ber hún heitið: Endó, ekki bara slæmir túrverkir: Ákall einstaklinga með endómetríósu um skilvirkari þjónustu. Helsta markmið ráðstefnunnar er að fræða heilbrigðisstarfsfólk á Íslandi um þennan flókna sjúkdóm og höfum við fengið til landsins sérhæfða endómetríósu sérfræðinga og fagfólk til að halda erindi. Sökum þess hve algengur sjúkdómurinn er þá koma erindi ráðstefnunnar okkur öllum við. En þó sérstaklega heilbrigðisstarfsfólki þar sem við höfum fengið þrjá vottaða endómetríósu sérfræðinga til að tala um sjúkdóminn í mismunandi líffærakerfum auk baráttufólks sem hefur unnið að vitundarvakningu um árabil. Áhugi heilbrigðisstarfsfólks á ráðstefnunni hefur því miður ekki verið mikill sem gefur til kynna að enn eigum við langt í land með að fá skilvirkari þjónustu, enda verðar allir að leggja hönd á plóg til þess að svo megi verða. Við spyrjum okkur af hverju þetta áhugaleysi heilbrigðisstarfsfólks á ráðstefnunni stafar? Við vitum að heilbrigðisráðuneytið og Embætti landslæknis hafa áhuga á ráðstefnunni okkar. Eins hafa allir þingflokkar tilnefnt aðila á ráðstefnuna. Samstaða utan úr heimi en hvar er áhuginn hér heima? Þegar við í stjórn Samtaka um endómetríósu vorum að skipuleggja ráðstefnuna þá kom í ljós að margir af helstu og færustu sérfræðingum í endómetríósu höfðu mikinn áhuga á að koma til landsins og halda erindi. Í sumum tilfellum hentaði tímasetningin ekki nógu vel og því eigum við inni loforð hjá enn fleira fagfólki vegna ráðstefna í framtíðinni. Við fundum það líka að vegna þess að við erum sjúklingasamtök þá voru ýmsir sérfræðingar frekar tilbúnir til að koma og halda erindi og það jafnvel með stuttum fyrirvara. Sem dæmi má nefna að tveir sérfræðingar voru tilbúnir að koma án nokkurs kostnaðar fyrir samtökin. Við sem sjúklingasamtök vitum betur en heilbrigðisstarfsfólk hvað það er í þjónustunni við okkur sem mætti laga. Það erum við sem eru að fá þjónustuna eða erum að kalla eftir henni og erum því marktækasti mælikvarðinn á þjónustustigið. Sérfræðiþekking á heimsmælikvarða á silfurfati Við hjá samtökunum höfum sýnt því vissan skilning að Ísland sé lítið og að við getum ekki átt sérfræðinga í öllu. Við getum samt sem áður ekki sýnt því skilning að nú þegar við flytjum inn færustu sérfræðinga í Evrópu láti sérfræðingarnir hér heima ekki sjá sig. Við skulum hafa það á hreinu að við erum að fá alla þá sérfræðinga sem eru vottaðir í endómetríósu í Evrópu á þessa einu ráðstefnu, til þess að miðla sínum fróðleik. Þegar stór hópur sjúklinga er farin að safna sér fyrir aðgerðum sem kosta fleiri hundruð þúsunda og eru ekki niðurgreiddar af íslenska ríkinu þá segir það sig sjálft að eitthvað mikið sé að þjónustunni sem ríkið á að veita. Það er ýmis vinna í gangi hjá heilbrigðisráðuneytinu sem mun vonandi skila sér í skilvirkari þjónustu. Við höfum miklar áhyggjur af því áhugaleysi sem við finnum fyrir hjá heilbrigðisstarfsstéttum enda þurfa sjúklingar með endómetríósíu á ólíkum heilbrigðisstarfsstéttum að halda. Því er mikilvægt að aðilar alls staðar úr heilbrigðisgeiranum nýti sér tækifærið sem ráðstefnan er til þess að auka skilning sinn á endómetríósu. Við þurfum á læknum, hjúkrunarfræðingum, sjúkraliðum, félagsráðgjöfum, sálfræðingum, sjúkraþjálfurum, iðjuþjálfurum, kynfræðingum, geislafræðingum, lyfjafræðingum, fíkniráðgjöfum og fleirum að halda. Þeir læknar sem við þurfum á að halda þurfa að halda eru heimilislæknar, kvensjúkdómalæknar, meltingalæknar, innkirtlalækna, nýrnalæknar, lungalæknar, taugalæknar, geðlæknar og háls-, nef- og eyrnalæknar. Sum okkar þurfa líka á því að halda að þroskaþjálfar, félagsliðar, tómstundafræðingar, kennarar og námsráðgjafar séu vel meðvitaðir um hvernig sjúkdómurinn okkar hefur áhrif á líf okkar. Við í stjórn Samtaka um endómetríósu skorum á fagfólk á Íslandi að skrá sig á ráðstefnuna okkar. Þau sem geta ekki gefið sér tíma til að mæta á staðinn geta keypt sér streymisaðgang sem verður virkur í nokkra daga að ráðstefnu lokinni. Höfundar eru: Kolbrún Stígsdóttir, formaður Samtaka um endómetríósu Sigríður Halla Magnúsdóttir, varaformaður Samtaka um endómetríósu Heiða Ingimarsdóttir, viðburðastjóri Endó: ekki bara slæmir túrverkir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Samtök um endómetríósu standa fyrir ráðstefnu 28. mars næstkomandi og ber hún heitið: Endó, ekki bara slæmir túrverkir: Ákall einstaklinga með endómetríósu um skilvirkari þjónustu. Helsta markmið ráðstefnunnar er að fræða heilbrigðisstarfsfólk á Íslandi um þennan flókna sjúkdóm og höfum við fengið til landsins sérhæfða endómetríósu sérfræðinga og fagfólk til að halda erindi. Sökum þess hve algengur sjúkdómurinn er þá koma erindi ráðstefnunnar okkur öllum við. En þó sérstaklega heilbrigðisstarfsfólki þar sem við höfum fengið þrjá vottaða endómetríósu sérfræðinga til að tala um sjúkdóminn í mismunandi líffærakerfum auk baráttufólks sem hefur unnið að vitundarvakningu um árabil. Áhugi heilbrigðisstarfsfólks á ráðstefnunni hefur því miður ekki verið mikill sem gefur til kynna að enn eigum við langt í land með að fá skilvirkari þjónustu, enda verðar allir að leggja hönd á plóg til þess að svo megi verða. Við spyrjum okkur af hverju þetta áhugaleysi heilbrigðisstarfsfólks á ráðstefnunni stafar? Við vitum að heilbrigðisráðuneytið og Embætti landslæknis hafa áhuga á ráðstefnunni okkar. Eins hafa allir þingflokkar tilnefnt aðila á ráðstefnuna. Samstaða utan úr heimi en hvar er áhuginn hér heima? Þegar við í stjórn Samtaka um endómetríósu vorum að skipuleggja ráðstefnuna þá kom í ljós að margir af helstu og færustu sérfræðingum í endómetríósu höfðu mikinn áhuga á að koma til landsins og halda erindi. Í sumum tilfellum hentaði tímasetningin ekki nógu vel og því eigum við inni loforð hjá enn fleira fagfólki vegna ráðstefna í framtíðinni. Við fundum það líka að vegna þess að við erum sjúklingasamtök þá voru ýmsir sérfræðingar frekar tilbúnir til að koma og halda erindi og það jafnvel með stuttum fyrirvara. Sem dæmi má nefna að tveir sérfræðingar voru tilbúnir að koma án nokkurs kostnaðar fyrir samtökin. Við sem sjúklingasamtök vitum betur en heilbrigðisstarfsfólk hvað það er í þjónustunni við okkur sem mætti laga. Það erum við sem eru að fá þjónustuna eða erum að kalla eftir henni og erum því marktækasti mælikvarðinn á þjónustustigið. Sérfræðiþekking á heimsmælikvarða á silfurfati Við hjá samtökunum höfum sýnt því vissan skilning að Ísland sé lítið og að við getum ekki átt sérfræðinga í öllu. Við getum samt sem áður ekki sýnt því skilning að nú þegar við flytjum inn færustu sérfræðinga í Evrópu láti sérfræðingarnir hér heima ekki sjá sig. Við skulum hafa það á hreinu að við erum að fá alla þá sérfræðinga sem eru vottaðir í endómetríósu í Evrópu á þessa einu ráðstefnu, til þess að miðla sínum fróðleik. Þegar stór hópur sjúklinga er farin að safna sér fyrir aðgerðum sem kosta fleiri hundruð þúsunda og eru ekki niðurgreiddar af íslenska ríkinu þá segir það sig sjálft að eitthvað mikið sé að þjónustunni sem ríkið á að veita. Það er ýmis vinna í gangi hjá heilbrigðisráðuneytinu sem mun vonandi skila sér í skilvirkari þjónustu. Við höfum miklar áhyggjur af því áhugaleysi sem við finnum fyrir hjá heilbrigðisstarfsstéttum enda þurfa sjúklingar með endómetríósíu á ólíkum heilbrigðisstarfsstéttum að halda. Því er mikilvægt að aðilar alls staðar úr heilbrigðisgeiranum nýti sér tækifærið sem ráðstefnan er til þess að auka skilning sinn á endómetríósu. Við þurfum á læknum, hjúkrunarfræðingum, sjúkraliðum, félagsráðgjöfum, sálfræðingum, sjúkraþjálfurum, iðjuþjálfurum, kynfræðingum, geislafræðingum, lyfjafræðingum, fíkniráðgjöfum og fleirum að halda. Þeir læknar sem við þurfum á að halda þurfa að halda eru heimilislæknar, kvensjúkdómalæknar, meltingalæknar, innkirtlalækna, nýrnalæknar, lungalæknar, taugalæknar, geðlæknar og háls-, nef- og eyrnalæknar. Sum okkar þurfa líka á því að halda að þroskaþjálfar, félagsliðar, tómstundafræðingar, kennarar og námsráðgjafar séu vel meðvitaðir um hvernig sjúkdómurinn okkar hefur áhrif á líf okkar. Við í stjórn Samtaka um endómetríósu skorum á fagfólk á Íslandi að skrá sig á ráðstefnuna okkar. Þau sem geta ekki gefið sér tíma til að mæta á staðinn geta keypt sér streymisaðgang sem verður virkur í nokkra daga að ráðstefnu lokinni. Höfundar eru: Kolbrún Stígsdóttir, formaður Samtaka um endómetríósu Sigríður Halla Magnúsdóttir, varaformaður Samtaka um endómetríósu Heiða Ingimarsdóttir, viðburðastjóri Endó: ekki bara slæmir túrverkir
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar