Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.

Í hádegisfréttum fjöllum við um ástandið í Úkraínu þar sem Rússar halda áfram að láta sprengjum rigna yfir borgir á borð við Maríupól.

Joe Biden Bandaríkjaforseti segir "augljósar vísbendingar" um að Vladímír Pútín Rússlandsforseti muni beita efnavopnum í stríði þess síðarnefnda í Úkraínu.

Þá verður rætt við forsætisráðherra sem segir koma til greina að Íslendingar auki framlög sín til NATO þegar komi að verkefnum eins og vörnum gegn netárásum.

Forsvarsmenn samtaka um endómetríósu afhentu heilbrigðisráðherra undirskriftarlista í morgun þar sem bættrar þjónustu í tengslum við sjúkdóminn er krafist. Við ræðum við formann samtakanna. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×