Joe Biden Bandaríkjaforseti segir "augljósar vísbendingar" um að Vladímír Pútín Rússlandsforseti muni beita efnavopnum í stríði þess síðarnefnda í Úkraínu.
Þá verður rætt við forsætisráðherra sem segir koma til greina að Íslendingar auki framlög sín til NATO þegar komi að verkefnum eins og vörnum gegn netárásum.
Forsvarsmenn samtaka um endómetríósu afhentu heilbrigðisráðherra undirskriftarlista í morgun þar sem bættrar þjónustu í tengslum við sjúkdóminn er krafist. Við ræðum við formann samtakanna.