Gagnrýnir áform um fækkun sýslumannsembætta Árni Sæberg skrifar 22. mars 2022 20:07 Líneik Anna Sævarsdóttir er þingmaður Framsóknarflokksins. Vísir/Vilhelm Þingmaður Framsóknar gagnrýnir harðlega fyrirætlanir dómsmálaráðherra að fækka sýslumannsembættum í eitt. „Það er jafn mikilvægt að geta hitt starfsmann sýslumannsembættis á Höfn, Vopnafirði, Stykkishólmi og í Kópavogi, til dæmis vegna viðkvæmra fjölskyldu- og erfðamála,“ segir hann. Líneik Anna Sævarsdóttir efast um ágæti áforma Jón Gunnarssonar dómsmálaráherra að fækka sýslumannsembættum úr níu í eitt og bendir á að hvergi sé minnst á þær róttæku breytingar í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Flokkur Líneikar, Framsóknarflokkurinn, er einmitt í ríkisstjórn með flokki dómsmálaráðherra, Sjálfstæðisflokknum. Þetta segir Líneik í skoðanagrein sem hún birti hér á Vísi í kvöld. Líneik Anna segir embætti sýslumanna vera gamalgrónar og traustar stofnanir sem gegna mikilvægu hlutverki í samfélaginu. Þeim hafi verið falið að fara með framkvæmdarvald ríkisins í héraði. „Engar aðrar stofnanir starfa á jafn víðtækum grundvelli og heyra verkefni þeirra undir flest fagráðuneyti Stjórnarráðsins. Þá má nefna að árið 2018 nýtti ríflega helmingur landsmanna sér þjónustu embættanna,“ segir hún. Frekar eiga að efla embættin en að fækka þeim Líneik Anna segir að stjórnvöld eigi frekar að leggj allt sitt púður í að innleiða rafræna stjórnsýslu svo unnt sé að færa fleiri stjórnsýsluverkefni til embætta sýslumanna um land allt. Með lögum árið 2015 var sýslumannsembættum fækkað úr 24 í níu og var lögunum ætlað að búa til öflugri þjónustustofnanir sem gætu tekið að sér aukin verkefni, að sögn Líneikar. „Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um samanburð á sýslumannsembættunum frá 2019 kom fram að þó áhersla Alþingis hafi verið að flytja fleiri verkefni til embættanna hafi það ekki raungerst þrátt fyrir að ráðuneytið hafi ítrekað ætlað í þá vinnu,“ segir hún. Auk þess hafi komið fram að ekki hafi verið nægilega vel staðið fjárhagslegum undirbúningi breytinganna og af þeim ástæðum hafi rekstur nýrra sýslumannsembætta ekki verið í samræmi við fjárheimildir fyrstu rekstrarárin. Innleiðing rafrænnar stjórnsýslu hafi verið hæg en ljóst sé að hún geti leitt til sparnaðar og aukinnar skilvirkni í rekstri og þjónustu við borgarana. Því eigi stjórnvöld núna að leggja allt sitt púður í að innleiða rafræna stjórnsýslu, og um leið nútímavæða, í sem flestum verkefnum og fara í markvissa vinnu við flutning fleiri stjórnsýsluverkefna til embættanna. Dreifing verkefna tryggi aðlaðandi starfsumhverfi Líneik segir að með sérhæfingu og dreifingu stjórnsýsluverkefna um landið sé hægt að tryggja aðlaðandi starfsumhverfi í sýslumannsembættum um land allt, þar sem staðbundinni þjónustu væri sinnt samhliða verkefnum á landsvísu. „Það er jafn mikilvægt að geta hitt starfsmann sýslumannsembættis á Höfn, Vopnafirði, Stykkishólmi og í Kópavogi, til dæmis vegna viðkvæmra fjölskyldu- og erfðamála. Því vill Líneik að stjórnvöld leggi áherslu á að efla embættin frekar en að breyta lögum til að fækka þeim. Það verði í fyrsta lagi eftir fjögur til sex ár sem Alþingi getur metið hvaða áhrif stafrænt Ísland hefur á framtíðarskipan framkvæmdarvalds og stjórnsýslu ríkisins í héraði. „Ljúkum verkefninu frá 2015, eflum sýslumannsembættin áður en stokkið er af stað í annan leiðangur. Nýsköpun í opinberri stjórnsýslu og samvinna eru leiðirnar að settu marki en ekki eitt sýslumannsembætti, staðsett á höfuðborgarsvæðinu, líkt og dómsmálaráðherra stefnir nú að,“ segir Líneik Anna að lokum. Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Fleiri fréttir Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Sjá meira
Líneik Anna Sævarsdóttir efast um ágæti áforma Jón Gunnarssonar dómsmálaráherra að fækka sýslumannsembættum úr níu í eitt og bendir á að hvergi sé minnst á þær róttæku breytingar í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Flokkur Líneikar, Framsóknarflokkurinn, er einmitt í ríkisstjórn með flokki dómsmálaráðherra, Sjálfstæðisflokknum. Þetta segir Líneik í skoðanagrein sem hún birti hér á Vísi í kvöld. Líneik Anna segir embætti sýslumanna vera gamalgrónar og traustar stofnanir sem gegna mikilvægu hlutverki í samfélaginu. Þeim hafi verið falið að fara með framkvæmdarvald ríkisins í héraði. „Engar aðrar stofnanir starfa á jafn víðtækum grundvelli og heyra verkefni þeirra undir flest fagráðuneyti Stjórnarráðsins. Þá má nefna að árið 2018 nýtti ríflega helmingur landsmanna sér þjónustu embættanna,“ segir hún. Frekar eiga að efla embættin en að fækka þeim Líneik Anna segir að stjórnvöld eigi frekar að leggj allt sitt púður í að innleiða rafræna stjórnsýslu svo unnt sé að færa fleiri stjórnsýsluverkefni til embætta sýslumanna um land allt. Með lögum árið 2015 var sýslumannsembættum fækkað úr 24 í níu og var lögunum ætlað að búa til öflugri þjónustustofnanir sem gætu tekið að sér aukin verkefni, að sögn Líneikar. „Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um samanburð á sýslumannsembættunum frá 2019 kom fram að þó áhersla Alþingis hafi verið að flytja fleiri verkefni til embættanna hafi það ekki raungerst þrátt fyrir að ráðuneytið hafi ítrekað ætlað í þá vinnu,“ segir hún. Auk þess hafi komið fram að ekki hafi verið nægilega vel staðið fjárhagslegum undirbúningi breytinganna og af þeim ástæðum hafi rekstur nýrra sýslumannsembætta ekki verið í samræmi við fjárheimildir fyrstu rekstrarárin. Innleiðing rafrænnar stjórnsýslu hafi verið hæg en ljóst sé að hún geti leitt til sparnaðar og aukinnar skilvirkni í rekstri og þjónustu við borgarana. Því eigi stjórnvöld núna að leggja allt sitt púður í að innleiða rafræna stjórnsýslu, og um leið nútímavæða, í sem flestum verkefnum og fara í markvissa vinnu við flutning fleiri stjórnsýsluverkefna til embættanna. Dreifing verkefna tryggi aðlaðandi starfsumhverfi Líneik segir að með sérhæfingu og dreifingu stjórnsýsluverkefna um landið sé hægt að tryggja aðlaðandi starfsumhverfi í sýslumannsembættum um land allt, þar sem staðbundinni þjónustu væri sinnt samhliða verkefnum á landsvísu. „Það er jafn mikilvægt að geta hitt starfsmann sýslumannsembættis á Höfn, Vopnafirði, Stykkishólmi og í Kópavogi, til dæmis vegna viðkvæmra fjölskyldu- og erfðamála. Því vill Líneik að stjórnvöld leggi áherslu á að efla embættin frekar en að breyta lögum til að fækka þeim. Það verði í fyrsta lagi eftir fjögur til sex ár sem Alþingi getur metið hvaða áhrif stafrænt Ísland hefur á framtíðarskipan framkvæmdarvalds og stjórnsýslu ríkisins í héraði. „Ljúkum verkefninu frá 2015, eflum sýslumannsembættin áður en stokkið er af stað í annan leiðangur. Nýsköpun í opinberri stjórnsýslu og samvinna eru leiðirnar að settu marki en ekki eitt sýslumannsembætti, staðsett á höfuðborgarsvæðinu, líkt og dómsmálaráðherra stefnir nú að,“ segir Líneik Anna að lokum.
Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Fleiri fréttir Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Sjá meira