Lægstbjóðandi vonast til að byrja í Teigsskógi í vor Kristján Már Unnarsson skrifar 22. mars 2022 21:14 Óskar Sigvaldason, framkvæmdastjóri Borgarverks, í Gufudalssveit haustið 2020. Fjær sést yfir á Hallsteinsnes og í Teigsskóg. Egill Aðalsteinsson Tilboð í umdeilda vegagerð um Teigsskóg voru opnuð í dag. Lægsta boð reyndist um tvöhundruð milljónum króna undir kostnaðaráætlun, kom frá Borgarverki og hljóðar upp á ríflega 1,2 milljarða króna. Í fréttum Stöðvar 2 var rifjað upp að það var Borgarverk sem hóf endurnýjun Vestfjarðavegar um Gufudalssveit haustið 2020 með sjö kílómetra kafla í Gufufirði. Þverun Þorskafjarðar hófst svo síðastliðið vor en þann hluta annast Suðurverk en Eykt smíðar sjálfa brúna. Og í dag voru tilboð opnuð hjá Vegagerðinni í lagningu ellefu kílómetra kafla um Teigsskóg. Lægsta boðið, frá Borgarverki, var upp á 1.235 milljónir króna eða 86 prósent af áætluðum verktakakostnaði upp á 1.430 milljónir króna. Tilboð Norðurtaks og Skútabergs frá Akureyri var litlu hærra. Tilboð Suðurverks og Íslenskra aðalverktaka reyndust hins vegar bæði yfir áætlun. Fjögur tilboð bárust í verkið. Tvö reyndust undir áætluðum verktakakostnaði.Grafík/Kristján Jónsson „Þetta leggst mjög vel í okkur. Mér líst mjög vel á þetta verk. Þetta á eftir að verða skemmtilegt,“ segir lægstbjóðandinn Óskar Sigvaldason, framkvæmdastjóri Borgarverks. -Hvenær sjáið þið fyrir ykkur, ef þið fáið verkið, að þið munið byrja? „Það er í raun og veru bara eftir tvo þrjá mánuði, eitthvað svoleiðis. Það mun taka svona mánuð að ganga frá samningum. Og svo þarf að græja tæki vestur.“ Og kveðst ekki í vafa um að þeir fái verkið. „Verkið er upp á tólfhundruð milljónir. Fyrirtækið veltir á ári nærri fjórfalt þeirri upphæð. Þannig að ég tel okkur ráða auðveldlega við þetta,“ segir Óskar. Borgarverksmenn að störfum í Gufudalssveit haustið 2020. Fjær sést yfir á Hallsteinsnes.Egill Aðalsteinsson Þessi áfangi nær milli Hallsteinsness og Þórisstaða í utanverðum Þorskafirði og á hann að klárast haustið 2023. Óskar gerir ráð fyrir að vera með 15 til 20 manns að jafnaði í verkinu og að vinnubúðir verði á Hallsteinsnesi. -Þú býst ekki við að það verði fólk sem hlekki sig við ýturnar hjá ykkur? „Nei, nei. Ég held að sá tími sé liðinn. Það er búið að ákveða að fara í verkið og þá einhenda sér allir um það - vona ég,“ svarar framkvæmdastjóri Borgarverks. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Teigsskógur Vegagerð Reykhólahreppur Samgöngur Tengdar fréttir Borgarverk bauð lægst í Teigsskóg Borgarverk ehf. í Borgarnesi átti lægsta boð í vegagerð um Teigsskóg en tilboðsfrestur rann út klukkan 14 í dag. Tilboð Borgarverks er upp á 1.235 milljónir króna og reyndist 86,3 prósent af áætluðum verktakakostnaði, sem var upp á 1.431 milljón króna. 22. mars 2022 14:58 Byrjaðir á fyrsta áfanga vegar um Gufudalssveit Vinna er hafin við sjö kílómetra vegagerð í Gufudalssveit en þetta er fyrsti áfangi hins umdeilda Teigsskógarvegar. Í sveitinni er því fagnað að verkið skuli hafið. Myndir frá vegagerðinni mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. 20. nóvember 2020 23:00 Borgarverk fellst á ákvörðun Vegagerðar um Dynjandisheiði „Við gerum ekki athugasemdir við ákvörðunina. Ákvörðunin er rétt miðað við forsendur útboðsins,“ segir Óskar Sigvaldason, framkvæmdastjóri Borgarverks ehf., um þá ákvörðun Vegagerðarinnar að hafna tilboði fyrirtækisins í fyrsta áfanga Dynjandisheiðar. 6. september 2020 18:12 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var rifjað upp að það var Borgarverk sem hóf endurnýjun Vestfjarðavegar um Gufudalssveit haustið 2020 með sjö kílómetra kafla í Gufufirði. Þverun Þorskafjarðar hófst svo síðastliðið vor en þann hluta annast Suðurverk en Eykt smíðar sjálfa brúna. Og í dag voru tilboð opnuð hjá Vegagerðinni í lagningu ellefu kílómetra kafla um Teigsskóg. Lægsta boðið, frá Borgarverki, var upp á 1.235 milljónir króna eða 86 prósent af áætluðum verktakakostnaði upp á 1.430 milljónir króna. Tilboð Norðurtaks og Skútabergs frá Akureyri var litlu hærra. Tilboð Suðurverks og Íslenskra aðalverktaka reyndust hins vegar bæði yfir áætlun. Fjögur tilboð bárust í verkið. Tvö reyndust undir áætluðum verktakakostnaði.Grafík/Kristján Jónsson „Þetta leggst mjög vel í okkur. Mér líst mjög vel á þetta verk. Þetta á eftir að verða skemmtilegt,“ segir lægstbjóðandinn Óskar Sigvaldason, framkvæmdastjóri Borgarverks. -Hvenær sjáið þið fyrir ykkur, ef þið fáið verkið, að þið munið byrja? „Það er í raun og veru bara eftir tvo þrjá mánuði, eitthvað svoleiðis. Það mun taka svona mánuð að ganga frá samningum. Og svo þarf að græja tæki vestur.“ Og kveðst ekki í vafa um að þeir fái verkið. „Verkið er upp á tólfhundruð milljónir. Fyrirtækið veltir á ári nærri fjórfalt þeirri upphæð. Þannig að ég tel okkur ráða auðveldlega við þetta,“ segir Óskar. Borgarverksmenn að störfum í Gufudalssveit haustið 2020. Fjær sést yfir á Hallsteinsnes.Egill Aðalsteinsson Þessi áfangi nær milli Hallsteinsness og Þórisstaða í utanverðum Þorskafirði og á hann að klárast haustið 2023. Óskar gerir ráð fyrir að vera með 15 til 20 manns að jafnaði í verkinu og að vinnubúðir verði á Hallsteinsnesi. -Þú býst ekki við að það verði fólk sem hlekki sig við ýturnar hjá ykkur? „Nei, nei. Ég held að sá tími sé liðinn. Það er búið að ákveða að fara í verkið og þá einhenda sér allir um það - vona ég,“ svarar framkvæmdastjóri Borgarverks. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Teigsskógur Vegagerð Reykhólahreppur Samgöngur Tengdar fréttir Borgarverk bauð lægst í Teigsskóg Borgarverk ehf. í Borgarnesi átti lægsta boð í vegagerð um Teigsskóg en tilboðsfrestur rann út klukkan 14 í dag. Tilboð Borgarverks er upp á 1.235 milljónir króna og reyndist 86,3 prósent af áætluðum verktakakostnaði, sem var upp á 1.431 milljón króna. 22. mars 2022 14:58 Byrjaðir á fyrsta áfanga vegar um Gufudalssveit Vinna er hafin við sjö kílómetra vegagerð í Gufudalssveit en þetta er fyrsti áfangi hins umdeilda Teigsskógarvegar. Í sveitinni er því fagnað að verkið skuli hafið. Myndir frá vegagerðinni mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. 20. nóvember 2020 23:00 Borgarverk fellst á ákvörðun Vegagerðar um Dynjandisheiði „Við gerum ekki athugasemdir við ákvörðunina. Ákvörðunin er rétt miðað við forsendur útboðsins,“ segir Óskar Sigvaldason, framkvæmdastjóri Borgarverks ehf., um þá ákvörðun Vegagerðarinnar að hafna tilboði fyrirtækisins í fyrsta áfanga Dynjandisheiðar. 6. september 2020 18:12 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Borgarverk bauð lægst í Teigsskóg Borgarverk ehf. í Borgarnesi átti lægsta boð í vegagerð um Teigsskóg en tilboðsfrestur rann út klukkan 14 í dag. Tilboð Borgarverks er upp á 1.235 milljónir króna og reyndist 86,3 prósent af áætluðum verktakakostnaði, sem var upp á 1.431 milljón króna. 22. mars 2022 14:58
Byrjaðir á fyrsta áfanga vegar um Gufudalssveit Vinna er hafin við sjö kílómetra vegagerð í Gufudalssveit en þetta er fyrsti áfangi hins umdeilda Teigsskógarvegar. Í sveitinni er því fagnað að verkið skuli hafið. Myndir frá vegagerðinni mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. 20. nóvember 2020 23:00
Borgarverk fellst á ákvörðun Vegagerðar um Dynjandisheiði „Við gerum ekki athugasemdir við ákvörðunina. Ákvörðunin er rétt miðað við forsendur útboðsins,“ segir Óskar Sigvaldason, framkvæmdastjóri Borgarverks ehf., um þá ákvörðun Vegagerðarinnar að hafna tilboði fyrirtækisins í fyrsta áfanga Dynjandisheiðar. 6. september 2020 18:12