Bílar

Elon Musk dansar við opnun Giga verksmiðjunnar í Berlin

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Elon Musk, stofnandi og eigandi Tesla, er einn auðugasti maður heims.
Elon Musk, stofnandi og eigandi Tesla, er einn auðugasti maður heims. AP/Susan Walsh

Framkvæmdastjóri Tesla, Elon Must tók nokkur dansspor þegar fyrstu bílarnir fóru að rúlla út úr Gíga verksmiðju Telsa í Berlín. Kanslari Þýskalands, Olaf Scholz var viðstaddur en tók ekki sporið með Musk.

Musk hefur haft það fyrir vana að stíga nokkur dansspor þegar nýjar verksmiðjur opna. Engin undantekning varð á því í Berlín.

Eftirvæntingin og spennustigið var eðlilega hátt þar sem tveimur árum eftir að framkvæmdir hófust var kominn tími til að fagna fyrstu bílunum sem framleiddir eru í verksmiðjunni. Ýmsar áskoranir hafa komið upp við byggingu verksmiðjunnar.

Upprunalega átti að opna verksmiðjuna fyrir átta mánuðum síðan, en tafir vegna umhverfisvandamála, sem aðallega snéru að vatninu sem nota á í verksmiðjunni. Framvinda uppbyggingarinnar var hægari en búist var við. Nú er hún klár og kanslarinn Olaf Scholz sagði að „Opnun Tesla verksmiðjunnar með Elon Musk í Brandenburg er mikilvægt merki: Þýskaland er sterk staðsetning fyrir fjárfestingar í iðnaði. Það er svona sem við náum árangri í átt að kolefnishlutleysi og verðum leiðandi í byltingunni. Framtíðin er í rafvæddum samgöngum.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×