Var svipt sjálfræði fyrir níu árum
Dómari sagði forræðið ekki lengur þarft þar sem Amanda sé búin að uppfylla allar þær óskir sem dómstóllinn hafi gert til hennar síðustu ár. Móðir hennar fékk upphaflega tímabundið forræði en ári síðar fékk hún ótímabundið forræði sem hefur haldið sér til dagsins í gær.

Opnaði sig um andleg veikindi
Amanda komst í kast við lögin meðal annars fyrir það að keyra undir áhrifum og kveikja í innkeyrslu hjá ókunnugum aðila. Hún gaf einnig út yfirlýsingu á samfélagsmiðlum þar sem hún sagðist hafa verið að nota eiturlyf en hefur farið í meðferð síðan.
Einnig opnaði hún sig um andleg veikindi á Twitter reikningi sínum þar sem hún sagðist vera að fást við geðhvarfasýki og mikið þunglyndi. Hún nýtti einnig miðilinn til þess að ráðast á annað fólk eins og Rihönnu og Chrissy Teigen með ljótum athugasemdum.
Ásakaði pabba sinn á Twitter
Fyrir nokkrum árum kom Amanda fram á Twitter þar sem hún sakaði pabba sinn um kynferðislegt og andlegt ofbeldi. Stuttu síðar kom hún þá fram með aðra yfirlýsingu þar sem hún sagði að ekkert væri til í ásökununum og að örflaga í heilanum á henni hafi látið hana segja það.
„Pabbi minn gerði aldrei neitt af þessum hlutum. Örflögurnar í heilanum á mér létu mig segja þessa hluti en hann lét setja þessa örflögu í mig.“
Þakklát foreldrum sínum
Í dag segist Amanda vera búin að vinna vel í sér og sinni heilsu og er tilbúin að fá sjálfræðið aftur. Foreldrar hennar eru alsælir að heyra það og sína henni fullan stuðning og eru mjög stolt af dóttur sinni segir lögfræðingur foreldranna.
„Í kjölfar ákvörðun dómarans í dag að afturkalla sviptingu sjálfræðisins vil ég þakka aðdáendum mínum fyrir ástina og falleg orð á þessum tímum. Ég vil líka þakka lögræðingnum mínum og foreldrum mínum fyrir stuðninginn síðustu níu ár,“
sagði leikkonan. Síðustu ár hefur Amanda dregið sig úr sviðsljósinu og kláraði meðal annars gráðu í tískuskólanum FIDM.
FIDM graduate 2019 #fidmgraduation pic.twitter.com/KdFI5dPOdK
— amanda bynes (@amandabynes) June 25, 2019
Sótti um sjálfræði í febrúar
Hún sótti um sjálfræðið í febrúar og fékk það samþykkt í gær. Hún telur sig vera orðna heila á heilsu, búin að vinna mikið í sjálfri sér og að hún sé tilbúin að lifa og vinna sjálfstætt. Í dag er hún með unnusta sínum sem hún trúlofaðist á valentínusardaginn 2020 eftir að hafa kynnst í lok ársins áður.