Viðskipti innlent

Lóa frá 66°Norður til Good Good

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Lóa og félagar hjá Good Good Brand sérhæfa sig í að bjóða uppá náttúrulega sætar lausnir. Fyrirtækið trúir því að sykur sé ein helsta ógn við heilsufarið fólks.
Lóa og félagar hjá Good Good Brand sérhæfa sig í að bjóða uppá náttúrulega sætar lausnir. Fyrirtækið trúir því að sykur sé ein helsta ógn við heilsufarið fólks. Good Good

Good Good hefur ráðið Lóu Fatou Einarsdóttur sem forstöðumann rekstrarsviðs í höfuðstöðvum fyrirtækisins í Reykjavík.

Lóa Fatou kemur frá 66°Norður þar sem hún hefur starfað undanfarin ár sem forstöðumaður rekstrarsviðs og var m.a. ábyrg fyrir samþættingu virðiskeðju félagsins ásamt rekstri vöruhúsa.

Áður starfaði hún sem sérfræðingur í gæða- og ferlamálum hjá Nóa Síríusi. Lóa Fatou er með M.Sc. í rekstrarverkfræði frá DTU Kaupmannahöfn og B.Sc. gráðu frá Háskólanum í Reykjavík.

„Good Good er ört stækkandi félag á hraðri og spennandi vegferð. Ég hef fylgst með fyrirtækinu frá upphafi og hlakka til að taka þátt í áframhaldandi uppbyggingu þess ásamt framúrskarandi hópi samstarfsfólks“ segir Lóa Fatou Einarsdóttir, nýráðinn forstöðumaður rekstrarsviðs hjá Good Good.

„Það að fá Lóu Fatou í okkar teymi er mikill fengur fyrir fyrirtækið. Verandi alþjóðlegt fyrirtæki, þar sem bæði birgjar og viðskiptavinir eru dreifðir að mestu í Evrópu og Norður Ameríku, er það lykilatriði að styrkja og efla ferla, tryggja sveigjanleika í rekstrinum, koma í veg fyrir sóun og hámarka verðmæti. Ráðning Fatou mun styrkja reksturinn okkar enn frekar og auka skilvirkni Good Good“, segir Garðar Stefánsson forstjóri Good Good.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×