Tæplega þrjú þúsund manns leiti daglega til heilsugæslu vegna flensu Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 23. mars 2022 20:05 Óskar Reykdalsson forstjóri heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu segir fólk smita mest þegar það er lasið. Vísir/Vilhelm Forstjóri heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu segir öndunarfærasýkingar virkilega áberandi í samfélaginu þessa dagana. Milli tvö og þrjú þúsund manns leiti daglega á heilsugæslu, ýmist vegna hita, hósta og almennra kvefeinkenna. Óskar Reykdalsson, forstjóri heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu, var í viðtali í Reykjavík síðdegis fyrr í dag. Hann segir að mikið hafi verið haft samband við heilsugæsluna síðustu daga og árlega inflúensan virðist ganga yfir samfélagið af fullum krafti. „Inflúensan er svolítið svona hröð veikindi, maður fær háan hita, höfuðverk, vöðvaverki og beinverki sem að koma tiltölulega snögglega. Á meðan að flestar öndunarsýkingar aðrar koma svona hægar inn,“ segir Óskar. Best að halda sig heima Óskar segir að bólusetningar gegn inflúensu hafi hafist í haust en keyptir voru 95 þúsund skammtar til landsins. Bólusettir séu nú um 68 þúsund manns og Óskar segir að nóg sé til af bóluefni: „Maður er í sjálfu sér ekkert of seinn að fara í inflúensubólusetningu á meðan maður er ekki útsettur fyrir smiti.“ Óskar mælir með því að fólk haldi sig heima ef það er veikt, sama hver ástæðan sé. Ef veikindin eru hefðbundin, og fólk finnur ekki fyrir alvarlegum veikindaeinkennum, er einfaldlega best að halda sig til hlés og hvílast. Inflúensan smitist með úðasmiti og snertismiti, líkt og kórónuveiran, og fólk sé mest smitandi á meðan það er lasið. „Langoftast er þetta bara þannig að maður lætur þetta ganga yfir. Fólk er svona meðvitaðra um sýkingar núna, þannig að við sjáum að það er mjög mikið álag á öllum vaktstöðvum og þá sérstaklega held ég vegna þess að fólk er bara svo meðvitað um sýkingar. Það er oft að leita álits á einkennum, hvort þetta sé eitthvað alvarlegt,“ segir Óskar. Með alvarlegum veikindum á hann við meðvitundarskerðingu, mikla erfiðleika við öndun eða önnur óhefðbundin flensueinkenni. Milli tvö og þrjú þúsund hafi samband Óskar segir að heilbrigðiskerfið finni vel fyrir inflúensunni. „Við erum að taka bara á upplýsingamiðstöðinni að afgreiða 1300-1500 manns á dag og það er fyrir utan allar heilsugæslustöðvar á landinu og 1700 númerið. Þannig að fólk með öndunarfærasýkingar er að hringja til okkar og hafa samband við heilsugæsluna í landinu - örugglega tvö eða þrjú þúsund manns á dag,“ segir Óskar. Ráðin til almennings eru einföld: „Fara varlega, fara vel með sig þegar maður veikist. Maður drekkur vatn og hvílir sig og það þýðir ekkert að reyna á sig eða pína sig í vinnu þegar maður er lasinn. Það er bara að jafna sig og þá gengur þetta yfir í langflestum tilvikum.“ Hér er hægt að hlusta á viðtalið við Óskar Reykdal. Heilbrigðismál Heilsugæsla Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Óskar Reykdalsson, forstjóri heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu, var í viðtali í Reykjavík síðdegis fyrr í dag. Hann segir að mikið hafi verið haft samband við heilsugæsluna síðustu daga og árlega inflúensan virðist ganga yfir samfélagið af fullum krafti. „Inflúensan er svolítið svona hröð veikindi, maður fær háan hita, höfuðverk, vöðvaverki og beinverki sem að koma tiltölulega snögglega. Á meðan að flestar öndunarsýkingar aðrar koma svona hægar inn,“ segir Óskar. Best að halda sig heima Óskar segir að bólusetningar gegn inflúensu hafi hafist í haust en keyptir voru 95 þúsund skammtar til landsins. Bólusettir séu nú um 68 þúsund manns og Óskar segir að nóg sé til af bóluefni: „Maður er í sjálfu sér ekkert of seinn að fara í inflúensubólusetningu á meðan maður er ekki útsettur fyrir smiti.“ Óskar mælir með því að fólk haldi sig heima ef það er veikt, sama hver ástæðan sé. Ef veikindin eru hefðbundin, og fólk finnur ekki fyrir alvarlegum veikindaeinkennum, er einfaldlega best að halda sig til hlés og hvílast. Inflúensan smitist með úðasmiti og snertismiti, líkt og kórónuveiran, og fólk sé mest smitandi á meðan það er lasið. „Langoftast er þetta bara þannig að maður lætur þetta ganga yfir. Fólk er svona meðvitaðra um sýkingar núna, þannig að við sjáum að það er mjög mikið álag á öllum vaktstöðvum og þá sérstaklega held ég vegna þess að fólk er bara svo meðvitað um sýkingar. Það er oft að leita álits á einkennum, hvort þetta sé eitthvað alvarlegt,“ segir Óskar. Með alvarlegum veikindum á hann við meðvitundarskerðingu, mikla erfiðleika við öndun eða önnur óhefðbundin flensueinkenni. Milli tvö og þrjú þúsund hafi samband Óskar segir að heilbrigðiskerfið finni vel fyrir inflúensunni. „Við erum að taka bara á upplýsingamiðstöðinni að afgreiða 1300-1500 manns á dag og það er fyrir utan allar heilsugæslustöðvar á landinu og 1700 númerið. Þannig að fólk með öndunarfærasýkingar er að hringja til okkar og hafa samband við heilsugæsluna í landinu - örugglega tvö eða þrjú þúsund manns á dag,“ segir Óskar. Ráðin til almennings eru einföld: „Fara varlega, fara vel með sig þegar maður veikist. Maður drekkur vatn og hvílir sig og það þýðir ekkert að reyna á sig eða pína sig í vinnu þegar maður er lasinn. Það er bara að jafna sig og þá gengur þetta yfir í langflestum tilvikum.“ Hér er hægt að hlusta á viðtalið við Óskar Reykdal.
Heilbrigðismál Heilsugæsla Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira