Íslenskt hagkerfi er að verða hugverkadrifið Hópur fulltrúa í Hugverkaráði Samtaka iðnaðarins skrifar 24. mars 2022 08:45 Ísland er ríkt af auðlindum og verðmætasköpun og útflutningur þjóðarinnar hefur síðustu áratugi fyrst og fremst byggt á atvinnugreinum sem hafa takmarkaða vaxtamöguleika og byggja á auðlindanýtingu, líkt og sjávarútvegi, stóriðju og ferðaþjónustu. Þessar útflutningsstoðir hafa tryggt góð lífsgæði fyrir Íslendinga en það er ekki hægt að horfa framhjá því að einkenni auðlindahagkerfis eru miklar sveiflur og ófyrirsjáanleiki. Þetta hefur einmitt alla tíð einkennt hagsögu Íslands. Í fyrsta sinn í sögu þjóðarinnar kann þetta að vera að breytast. Ferðamönnum fækkaði um 81% á milli áranna 2019 og 2020, ásamt ferðaþjónustunni drógust nær allir aðrir útfluningsliðir saman eða stóðu í stað milli ára. Þess vegna kom það mörgum á óvart að það var afgangur af utanríkisverslun samkvæmt tölum Hagstofunnar á fjórða ársfjórðungi árið 2020. Ástæðan fyrir þessu var einföld. Það var undantekning í útflutningsliðunum. Líkt og aðalhagfræðingur Arion Banka komst að orði í fréttabréfi til fjárfesta á þeim tíma var þetta: „ekki vegna þrautseigju ferðaþjónustunnar, heldur vegna hugverkaútflutnings sem geystist inn eins og riddari á hvítum hesti.“ Gjöld fyrir notkun hugverka jukust samkvæmt Hagstofunni um 13% á milli ára í þessum mikla samdrætti sem átti sér stað um víða veröld og augljóst var að nýr keppandi væri kominn í hagkerfið. Hugverkaiðnaður hefur nú fest sig í sessi sem fjórða stoðin í útflutningi þjóðarbúsins en útflutningstekjur hugverkaiðnaðar námu tæpum 16% af útflutningstekjum Íslands árið 2020. Fjölgun starfsfólks, fjárfesting og veltutölur hugverkaiðnaðar árið 2021 benda til þess að þessi vöxtur hafi haldið áfram það ár. Ef litið er til áætlana hugverkafyrirtækja og mannaflaþarfar er ljóst að vaxtatækifærin eru mikil. Hugverkastoðin er öðruvísi, hún sveiflujafnar á móti auðlindahagkerfinu, hún getur skalað sig nær óendanlega til vaxtar jafnt á heimamarkaði sem erlendis, yfirgnæfandi meirihluti tekna hennar eru í formi útflutnings og í hugverkaiðnaði verða til hálauna- háverðmæta störf. Með öðrum orðum, vöxtur hugverkastoðarinnar eru gríðarlega jákvæðar fréttir fyrir Íslendinga og ætti að byggja kröftuglega undir lífsgæði okkar til lengri tíma. Þess vegna voru það stórar fréttir og sannkallað tímamótaskref þegar nýr ráðherra hugverkaiðnaðar á Íslandi, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, tilkynnti nýverið sýn sína um að hugverkaiðnaður verði stærsta útflutningsstoð þjóðarinnar. Markmið Áslaugar er svo sannarlega metnaðarfullt, en ráðherrann tíundar ýmsar áskoranir og sóknartækifæri þar sem hún vill beita sér á næstu árum. Ber þar hæst að nefna tvo þætti og er gagnlegt að fara aðeins yfir bakgrunn þeirra áskorana. Mikið kapphlaup er nú í gangi um tvær auðlindir á meðal efnahagslega þróaðra ríkja; hugverk og hæfileika. Fyrra kapphlaupið snýr að því að ná verðmætum hugverkum (e. Intellectual Property), tekjunum af þeim og starfamyndun til heimaríkis. Seinna kapphlaupið snýr að því að ná sérfræðingunum sem þarf til að geta viðhaldið, þróað og byggt ný hugverkaverkefni. Ráðherra iðnaðar og nýsköpunar minnist í þessum efnum á tvö mikilvæg forgangsatriði sem stjórnvöld hyggjast beita sér fyrir. Það fyrra snýr að því að byggja upp og viðhalda heimsklassa umhverfi til rannsókna- og þróunar; kjarna nýsköpunar. Í því tilliti er endurgreiðslukerfi stjórnvalda á rannsókna- og þróunarkostnaði fyrirtækja stærsta og mikilvægasta fjárfestingin ásamt mikilvægu stuðningskerfi nýsköpunar í gegnum Rannís. Seinna atriðið er að efla mannauðinn á Íslandi bæði með innlendri uppbyggingu en líka með því að liðka fyrir komu erlendra sérfræðinga, sem þekkingarmargfaldara fyrir íslenskt samfélag og efnahagslíf. Hugverkaráð SI fagnar metnaðarfullum áætlunum ráðherra í þessum efnum og telur að forgangsatriði Áslaugar séu rétt metin. Áslaug hefur stillt upp í sókn og það er til mikils að vinna fyrir íslenskt samfélag ef sá sóknarleikur gengur eftir. Hugverkaráð SI óskar nýjum ráðherra góðs gengis í sínum störfum. Höfundar eiga sæti í Hugverkaráði Samtaka iðnaðarins. Alexander Picchietti, Verne Global Fida Abu Libdeh, GeoSilica Iceland Inga Lind Karlsdóttir, Skot productions Jóhann Þór Jónsson, AtNorth Lilja Ósk Snorradóttir, Pegasus Reynir Scheving, Zymetech Róbert Helgason, Kot Soffía Kristín Þórðardóttir, Origo Tryggvi Hjaltason, formaður Hugverkaráðs, CCP Vigdís Tinna Sigurvaldadóttir, Marel Þorgeir Frímann Óðinsson, Directive Games North Þóra Björg Magnúsdóttir, Coripharma Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nýsköpun Mest lesið Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Sjá meira
Ísland er ríkt af auðlindum og verðmætasköpun og útflutningur þjóðarinnar hefur síðustu áratugi fyrst og fremst byggt á atvinnugreinum sem hafa takmarkaða vaxtamöguleika og byggja á auðlindanýtingu, líkt og sjávarútvegi, stóriðju og ferðaþjónustu. Þessar útflutningsstoðir hafa tryggt góð lífsgæði fyrir Íslendinga en það er ekki hægt að horfa framhjá því að einkenni auðlindahagkerfis eru miklar sveiflur og ófyrirsjáanleiki. Þetta hefur einmitt alla tíð einkennt hagsögu Íslands. Í fyrsta sinn í sögu þjóðarinnar kann þetta að vera að breytast. Ferðamönnum fækkaði um 81% á milli áranna 2019 og 2020, ásamt ferðaþjónustunni drógust nær allir aðrir útfluningsliðir saman eða stóðu í stað milli ára. Þess vegna kom það mörgum á óvart að það var afgangur af utanríkisverslun samkvæmt tölum Hagstofunnar á fjórða ársfjórðungi árið 2020. Ástæðan fyrir þessu var einföld. Það var undantekning í útflutningsliðunum. Líkt og aðalhagfræðingur Arion Banka komst að orði í fréttabréfi til fjárfesta á þeim tíma var þetta: „ekki vegna þrautseigju ferðaþjónustunnar, heldur vegna hugverkaútflutnings sem geystist inn eins og riddari á hvítum hesti.“ Gjöld fyrir notkun hugverka jukust samkvæmt Hagstofunni um 13% á milli ára í þessum mikla samdrætti sem átti sér stað um víða veröld og augljóst var að nýr keppandi væri kominn í hagkerfið. Hugverkaiðnaður hefur nú fest sig í sessi sem fjórða stoðin í útflutningi þjóðarbúsins en útflutningstekjur hugverkaiðnaðar námu tæpum 16% af útflutningstekjum Íslands árið 2020. Fjölgun starfsfólks, fjárfesting og veltutölur hugverkaiðnaðar árið 2021 benda til þess að þessi vöxtur hafi haldið áfram það ár. Ef litið er til áætlana hugverkafyrirtækja og mannaflaþarfar er ljóst að vaxtatækifærin eru mikil. Hugverkastoðin er öðruvísi, hún sveiflujafnar á móti auðlindahagkerfinu, hún getur skalað sig nær óendanlega til vaxtar jafnt á heimamarkaði sem erlendis, yfirgnæfandi meirihluti tekna hennar eru í formi útflutnings og í hugverkaiðnaði verða til hálauna- háverðmæta störf. Með öðrum orðum, vöxtur hugverkastoðarinnar eru gríðarlega jákvæðar fréttir fyrir Íslendinga og ætti að byggja kröftuglega undir lífsgæði okkar til lengri tíma. Þess vegna voru það stórar fréttir og sannkallað tímamótaskref þegar nýr ráðherra hugverkaiðnaðar á Íslandi, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, tilkynnti nýverið sýn sína um að hugverkaiðnaður verði stærsta útflutningsstoð þjóðarinnar. Markmið Áslaugar er svo sannarlega metnaðarfullt, en ráðherrann tíundar ýmsar áskoranir og sóknartækifæri þar sem hún vill beita sér á næstu árum. Ber þar hæst að nefna tvo þætti og er gagnlegt að fara aðeins yfir bakgrunn þeirra áskorana. Mikið kapphlaup er nú í gangi um tvær auðlindir á meðal efnahagslega þróaðra ríkja; hugverk og hæfileika. Fyrra kapphlaupið snýr að því að ná verðmætum hugverkum (e. Intellectual Property), tekjunum af þeim og starfamyndun til heimaríkis. Seinna kapphlaupið snýr að því að ná sérfræðingunum sem þarf til að geta viðhaldið, þróað og byggt ný hugverkaverkefni. Ráðherra iðnaðar og nýsköpunar minnist í þessum efnum á tvö mikilvæg forgangsatriði sem stjórnvöld hyggjast beita sér fyrir. Það fyrra snýr að því að byggja upp og viðhalda heimsklassa umhverfi til rannsókna- og þróunar; kjarna nýsköpunar. Í því tilliti er endurgreiðslukerfi stjórnvalda á rannsókna- og þróunarkostnaði fyrirtækja stærsta og mikilvægasta fjárfestingin ásamt mikilvægu stuðningskerfi nýsköpunar í gegnum Rannís. Seinna atriðið er að efla mannauðinn á Íslandi bæði með innlendri uppbyggingu en líka með því að liðka fyrir komu erlendra sérfræðinga, sem þekkingarmargfaldara fyrir íslenskt samfélag og efnahagslíf. Hugverkaráð SI fagnar metnaðarfullum áætlunum ráðherra í þessum efnum og telur að forgangsatriði Áslaugar séu rétt metin. Áslaug hefur stillt upp í sókn og það er til mikils að vinna fyrir íslenskt samfélag ef sá sóknarleikur gengur eftir. Hugverkaráð SI óskar nýjum ráðherra góðs gengis í sínum störfum. Höfundar eiga sæti í Hugverkaráði Samtaka iðnaðarins. Alexander Picchietti, Verne Global Fida Abu Libdeh, GeoSilica Iceland Inga Lind Karlsdóttir, Skot productions Jóhann Þór Jónsson, AtNorth Lilja Ósk Snorradóttir, Pegasus Reynir Scheving, Zymetech Róbert Helgason, Kot Soffía Kristín Þórðardóttir, Origo Tryggvi Hjaltason, formaður Hugverkaráðs, CCP Vigdís Tinna Sigurvaldadóttir, Marel Þorgeir Frímann Óðinsson, Directive Games North Þóra Björg Magnúsdóttir, Coripharma
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar