Víðtækar lokanir í miðbæ Reykjavíkur vegna Netflix-myndar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. mars 2022 11:05 Flóknustu tökurnar í kvikmyndinni munu meðal annars fara fram á Frakkastíg. Vísir/Vilhelm Tökur á Netflix-myndinni Heart of Stone eru fram undan hér á landi og verður fjölmörgum götum í miðbæ Reykjavíkur lokað í fjóra daga frá laugardeginum 2. apríl. Leifur B. Dagfinnsson, framleiðandi hjá TrueNorth, segir að kvikmyndin verði gríðarleg auglýsing fyrir Reykjavík og Íslands. Fréttablaðið greindi frá fyrirhuguðum lokunum í gær og Morgunblaðið segir frá því í dag að um sé að ræða Heart of Stone. Ísraelska leikkonan Gal Gadot fer með eitt aðalhlutverka í myndinni en hún sló í gegn sem Wonder Woman í Batman v Superman: Dawn of Justice. Meðal annarra leikara eru Jamie Dornan, Alia Bhatt, Sophie Okonedo, Matthias Schweighöfer, Jing Lusi og Paul Ready. Leifur segir í samtali við Morgunblaðið í dag að unnið hafi verið að verkefninu frá síðasta sumri þegar farið hafi verið í vettvangskannanir. Náið samstarf hafi verið við Reykjavíkurborg, Vegagerðina, lögregluyfirvöld og Hörpu. Alls verði um 600 manns í tökuliðinu og aukaleikarar á fjórða hundrað. Leifur segir umfangið nálgast það sem verið hafi þegar Flags of our Fathers, mynd Clint Eastwood, var skotin hér á landi. Þá lagði tökuliðið undir sig Sandvík á Reykjanesi en myndin var ein fjölmargra sem skotin var að hluta hér á landi á svipuðum tíma. Til að mynda Tomb Raider, Batman Begins og James Bond-myndin Die Another Day. Leifur upplýsir í viðtalinu við Morgunblaðið að hann hafi kynnst framleiðslufyrirtækinu Skydance, sem framleiðir Heart of Stone, við vinnslu á tveimur Mission Impossible myndum í Noregi. Reykjavíkurborg sagði í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins í gær að flóknustu tökurnar í byrjun apríl muni fara fram á Frakkastíg, Sæbraut og við Hörpu. „Á þessum stöðum mun þurfa að loka fyrir umferð í nokkrar klukkustundir í senn, en öll umferð leidd fram hjá með hjáleiðum. Hvert svæði verður opnað um leið og tökum þar lýkur,“ sagði í skriflegu svari Reykjavíkurborgar. Reykjavík Netflix Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Er endaþarmsörvun bara fyrir homma? Lífið Töpuðu dómsmáli vegna húss sem reyndist fullt af myglu Lífið Dóttir Sunnevu og Baltasars ber nafnið Kormákur Lífið Nær dauða en lífi eftir svæsna matareitrun á Michelin stað Lífið Teri Garr látin Lífið Héldu skírnarveislu á Hótel Borg Lífið Skagastelpan sem gerðist menntaskólakennari í Flórída Lífið Kenningin sem knúði valdaránstilraunina Lífið Bündchen 44 ára og ólétt Lífið Magnað að aðdáendur flúri textana á sig Lífið Fleiri fréttir Er endaþarmsörvun bara fyrir homma? Teri Garr látin Gerður í Blush gladdi konur í Köben Magnað að aðdáendur flúri textana á sig Dóttir Sunnevu og Baltasars ber nafnið Kormákur Kenningin sem knúði valdaránstilraunina Støre lét sig ekki vanta í Sundhöllina Bündchen 44 ára og ólétt Töpuðu dómsmáli vegna húss sem reyndist fullt af myglu Nær dauða en lífi eftir svæsna matareitrun á Michelin stað Skagastelpan sem gerðist menntaskólakennari í Flórída Nýfæddur sonur Gylfa og Alexöndru kominn með nafn Hryllilegar og gómsætar uppskriftir fyrir hrekkjavökuna Steindi skildi ekkert í dönsku á Barbie safni í Köben „Hvar annars staðar átti hjónaherbergið að vera en á sviðinu?“ Ragga Holm og Elma eignuðust dreng Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og hrekkjavaka Héldu skírnarveislu á Hótel Borg „Þau hlæja að þessum fíflagangi en mér er dauðans alvara“ Einhleypan: Góðmennska og húmor heillar Uppgötvaði frænkur á Íslandi í ferð til Srí Lanka „Mundu nafnið mitt því ég verð þekkt leikkona“ Krakkatían: Skólarapp, fótbolti og landafræði Þakklátur Grindvíkingum fyrir traustið Tungumál berst fyrir tilvist sinni í skógum Svíþjóðar Greip tækifærið og nýtur Parísar í botn Fréttatía vikunnar: Alþingi, tónlist og íþróttir Uppgefin á stressinu um miðnætti Edda Falak fagnar tveimur mánuðum sem móðir Hvaða stjórnmálaleiðtogi væri besti drykkjufélaginn? Sjá meira
Fréttablaðið greindi frá fyrirhuguðum lokunum í gær og Morgunblaðið segir frá því í dag að um sé að ræða Heart of Stone. Ísraelska leikkonan Gal Gadot fer með eitt aðalhlutverka í myndinni en hún sló í gegn sem Wonder Woman í Batman v Superman: Dawn of Justice. Meðal annarra leikara eru Jamie Dornan, Alia Bhatt, Sophie Okonedo, Matthias Schweighöfer, Jing Lusi og Paul Ready. Leifur segir í samtali við Morgunblaðið í dag að unnið hafi verið að verkefninu frá síðasta sumri þegar farið hafi verið í vettvangskannanir. Náið samstarf hafi verið við Reykjavíkurborg, Vegagerðina, lögregluyfirvöld og Hörpu. Alls verði um 600 manns í tökuliðinu og aukaleikarar á fjórða hundrað. Leifur segir umfangið nálgast það sem verið hafi þegar Flags of our Fathers, mynd Clint Eastwood, var skotin hér á landi. Þá lagði tökuliðið undir sig Sandvík á Reykjanesi en myndin var ein fjölmargra sem skotin var að hluta hér á landi á svipuðum tíma. Til að mynda Tomb Raider, Batman Begins og James Bond-myndin Die Another Day. Leifur upplýsir í viðtalinu við Morgunblaðið að hann hafi kynnst framleiðslufyrirtækinu Skydance, sem framleiðir Heart of Stone, við vinnslu á tveimur Mission Impossible myndum í Noregi. Reykjavíkurborg sagði í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins í gær að flóknustu tökurnar í byrjun apríl muni fara fram á Frakkastíg, Sæbraut og við Hörpu. „Á þessum stöðum mun þurfa að loka fyrir umferð í nokkrar klukkustundir í senn, en öll umferð leidd fram hjá með hjáleiðum. Hvert svæði verður opnað um leið og tökum þar lýkur,“ sagði í skriflegu svari Reykjavíkurborgar.
Reykjavík Netflix Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Er endaþarmsörvun bara fyrir homma? Lífið Töpuðu dómsmáli vegna húss sem reyndist fullt af myglu Lífið Dóttir Sunnevu og Baltasars ber nafnið Kormákur Lífið Nær dauða en lífi eftir svæsna matareitrun á Michelin stað Lífið Teri Garr látin Lífið Héldu skírnarveislu á Hótel Borg Lífið Skagastelpan sem gerðist menntaskólakennari í Flórída Lífið Kenningin sem knúði valdaránstilraunina Lífið Bündchen 44 ára og ólétt Lífið Magnað að aðdáendur flúri textana á sig Lífið Fleiri fréttir Er endaþarmsörvun bara fyrir homma? Teri Garr látin Gerður í Blush gladdi konur í Köben Magnað að aðdáendur flúri textana á sig Dóttir Sunnevu og Baltasars ber nafnið Kormákur Kenningin sem knúði valdaránstilraunina Støre lét sig ekki vanta í Sundhöllina Bündchen 44 ára og ólétt Töpuðu dómsmáli vegna húss sem reyndist fullt af myglu Nær dauða en lífi eftir svæsna matareitrun á Michelin stað Skagastelpan sem gerðist menntaskólakennari í Flórída Nýfæddur sonur Gylfa og Alexöndru kominn með nafn Hryllilegar og gómsætar uppskriftir fyrir hrekkjavökuna Steindi skildi ekkert í dönsku á Barbie safni í Köben „Hvar annars staðar átti hjónaherbergið að vera en á sviðinu?“ Ragga Holm og Elma eignuðust dreng Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og hrekkjavaka Héldu skírnarveislu á Hótel Borg „Þau hlæja að þessum fíflagangi en mér er dauðans alvara“ Einhleypan: Góðmennska og húmor heillar Uppgötvaði frænkur á Íslandi í ferð til Srí Lanka „Mundu nafnið mitt því ég verð þekkt leikkona“ Krakkatían: Skólarapp, fótbolti og landafræði Þakklátur Grindvíkingum fyrir traustið Tungumál berst fyrir tilvist sinni í skógum Svíþjóðar Greip tækifærið og nýtur Parísar í botn Fréttatía vikunnar: Alþingi, tónlist og íþróttir Uppgefin á stressinu um miðnætti Edda Falak fagnar tveimur mánuðum sem móðir Hvaða stjórnmálaleiðtogi væri besti drykkjufélaginn? Sjá meira