Víðtækar lokanir í miðbæ Reykjavíkur vegna Netflix-myndar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. mars 2022 11:05 Flóknustu tökurnar í kvikmyndinni munu meðal annars fara fram á Frakkastíg. Vísir/Vilhelm Tökur á Netflix-myndinni Heart of Stone eru fram undan hér á landi og verður fjölmörgum götum í miðbæ Reykjavíkur lokað í fjóra daga frá laugardeginum 2. apríl. Leifur B. Dagfinnsson, framleiðandi hjá TrueNorth, segir að kvikmyndin verði gríðarleg auglýsing fyrir Reykjavík og Íslands. Fréttablaðið greindi frá fyrirhuguðum lokunum í gær og Morgunblaðið segir frá því í dag að um sé að ræða Heart of Stone. Ísraelska leikkonan Gal Gadot fer með eitt aðalhlutverka í myndinni en hún sló í gegn sem Wonder Woman í Batman v Superman: Dawn of Justice. Meðal annarra leikara eru Jamie Dornan, Alia Bhatt, Sophie Okonedo, Matthias Schweighöfer, Jing Lusi og Paul Ready. Leifur segir í samtali við Morgunblaðið í dag að unnið hafi verið að verkefninu frá síðasta sumri þegar farið hafi verið í vettvangskannanir. Náið samstarf hafi verið við Reykjavíkurborg, Vegagerðina, lögregluyfirvöld og Hörpu. Alls verði um 600 manns í tökuliðinu og aukaleikarar á fjórða hundrað. Leifur segir umfangið nálgast það sem verið hafi þegar Flags of our Fathers, mynd Clint Eastwood, var skotin hér á landi. Þá lagði tökuliðið undir sig Sandvík á Reykjanesi en myndin var ein fjölmargra sem skotin var að hluta hér á landi á svipuðum tíma. Til að mynda Tomb Raider, Batman Begins og James Bond-myndin Die Another Day. Leifur upplýsir í viðtalinu við Morgunblaðið að hann hafi kynnst framleiðslufyrirtækinu Skydance, sem framleiðir Heart of Stone, við vinnslu á tveimur Mission Impossible myndum í Noregi. Reykjavíkurborg sagði í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins í gær að flóknustu tökurnar í byrjun apríl muni fara fram á Frakkastíg, Sæbraut og við Hörpu. „Á þessum stöðum mun þurfa að loka fyrir umferð í nokkrar klukkustundir í senn, en öll umferð leidd fram hjá með hjáleiðum. Hvert svæði verður opnað um leið og tökum þar lýkur,“ sagði í skriflegu svari Reykjavíkurborgar. Reykjavík Netflix Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Lífið Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Lífið Fleiri fréttir Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Bitist um miða á ball vinstri sinnaðs ábreiðubands Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi „Sorgleg þróun“ Líf og fjör í teiti 66°Norður í Kaupmannahöfn „Fann það á mér að það væri of mikil fórn“ Kanye og Censori séu við það að skilja Öðruvísi hugmyndir fyrir Valentínusardaginn Blár hvalur í kveðjugjöf „Geta tveir einstaklingar með svona ólíka lífssýn átt í hjónabandi?“ Russell Brand stefnt vegna kynferðislegrar áreitni Eyþór Wöhler hefur fundið ástina Björn Hlynur og Rakel slettu úr klaufunum Breytti lúxusíbúð frá 1985 í Efstaleitinu í risastóra lúxussvítu Von Trier lagður inn á hjúkrunarheimili Eldri borgarar á hraðstefnumóti í Bíó paradís Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja „Ég gerði ein mistök, eða tvö“ Sjá meira
Fréttablaðið greindi frá fyrirhuguðum lokunum í gær og Morgunblaðið segir frá því í dag að um sé að ræða Heart of Stone. Ísraelska leikkonan Gal Gadot fer með eitt aðalhlutverka í myndinni en hún sló í gegn sem Wonder Woman í Batman v Superman: Dawn of Justice. Meðal annarra leikara eru Jamie Dornan, Alia Bhatt, Sophie Okonedo, Matthias Schweighöfer, Jing Lusi og Paul Ready. Leifur segir í samtali við Morgunblaðið í dag að unnið hafi verið að verkefninu frá síðasta sumri þegar farið hafi verið í vettvangskannanir. Náið samstarf hafi verið við Reykjavíkurborg, Vegagerðina, lögregluyfirvöld og Hörpu. Alls verði um 600 manns í tökuliðinu og aukaleikarar á fjórða hundrað. Leifur segir umfangið nálgast það sem verið hafi þegar Flags of our Fathers, mynd Clint Eastwood, var skotin hér á landi. Þá lagði tökuliðið undir sig Sandvík á Reykjanesi en myndin var ein fjölmargra sem skotin var að hluta hér á landi á svipuðum tíma. Til að mynda Tomb Raider, Batman Begins og James Bond-myndin Die Another Day. Leifur upplýsir í viðtalinu við Morgunblaðið að hann hafi kynnst framleiðslufyrirtækinu Skydance, sem framleiðir Heart of Stone, við vinnslu á tveimur Mission Impossible myndum í Noregi. Reykjavíkurborg sagði í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins í gær að flóknustu tökurnar í byrjun apríl muni fara fram á Frakkastíg, Sæbraut og við Hörpu. „Á þessum stöðum mun þurfa að loka fyrir umferð í nokkrar klukkustundir í senn, en öll umferð leidd fram hjá með hjáleiðum. Hvert svæði verður opnað um leið og tökum þar lýkur,“ sagði í skriflegu svari Reykjavíkurborgar.
Reykjavík Netflix Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Lífið Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Lífið Fleiri fréttir Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Bitist um miða á ball vinstri sinnaðs ábreiðubands Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi „Sorgleg þróun“ Líf og fjör í teiti 66°Norður í Kaupmannahöfn „Fann það á mér að það væri of mikil fórn“ Kanye og Censori séu við það að skilja Öðruvísi hugmyndir fyrir Valentínusardaginn Blár hvalur í kveðjugjöf „Geta tveir einstaklingar með svona ólíka lífssýn átt í hjónabandi?“ Russell Brand stefnt vegna kynferðislegrar áreitni Eyþór Wöhler hefur fundið ástina Björn Hlynur og Rakel slettu úr klaufunum Breytti lúxusíbúð frá 1985 í Efstaleitinu í risastóra lúxussvítu Von Trier lagður inn á hjúkrunarheimili Eldri borgarar á hraðstefnumóti í Bíó paradís Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja „Ég gerði ein mistök, eða tvö“ Sjá meira