Tíu atriði um fæðuöryggi Ólafur Stephensen skrifar 24. mars 2022 13:00 Ísland á fæðuöryggi sitt undir sem frjálsustum heimsviðskiptum og friði. Við þær aðstæður getur Ísland, eins og önnur ríki, flutt inn þau matvæli sem það framleiðir ekki sjálft, og aðföng til innlendrar framleiðslu. Þegar styrjöld ríkir í okkar heimsálfu er eðlilegt að fólk beini sjónum að fæðuörygginu og hvort það sé mögulega í hættu. Innrás Rússlands í Úkraínu og viðskiptaþvinganir, sem Rússland hefur verið beitt í framhaldinu, hafa áhrif á framboð og verðlag á matvöru. Rússland og Úkraína eru þannig í hópi stærstu útflytjenda heims á kornmeti og sólblómaolíu. Rússland er einn helzti útflytjandi hráefna til áburðarframleiðslu. Þessi hráefni hafa því hækkað gífurlega í verði undanfarnar vikur. Hömlur á sölu Rússa á olíu og gasi hafa þegar þrýst mjög upp verði á jarðefnaeldsneyti og annarri orku í Evrópulöndum. Þetta hefur áhrif á matvælaframleiðslu, ekki bara á Íslandi heldur í mörgum öðrum ríkjum heims, þar með töldum þeim sem við flytjum inn matvörur frá. Hér á landi eru stærstu hagsmunirnir, sem eru undir, auðvitað í sjávarútveginum sem er langstærsta matvælaframleiðslugrein landsins. Hagsmunir neytenda ættu líka að taka mikið pláss í umræðunni. Engu að síður hefur athyglin helzt beinzt að stöðu landbúnaðarins. Sú grein mun vissulega þurfa að taka á sig miklar hækkanir á fóðri, áburði og eldsneyti. Þær bætast ofan á miklar hækkanir, sem eru til komnar vegna röskunar á aðfangakeðjum vegna kórónuveirufaraldursins. Áhyggjur talsmanna landbúnaðarins af þessari stöðu eru vel skiljanlegar og þeim verður tíðrætt um hvernig eigi að tryggja fæðuöryggi þjóðarinnar. Meðal annars hefur verið kallað eftir stuðningi stjórnvalda við landbúnaðinn svo hann geti sinnt framleiðslu afurða sinna. Rétt er að hafa nokkur atriði í huga þegar rætt er um fæðuöryggi Íslands. 1. Óraskaðir flutningar og nægt framboðStríðið í Úkraínu hefur ekki breytt því að flutningar til landsins eru óraskaðir og innflutningsfyrirtæki hafa getað tryggt nóg framboð bæði af matvöru og aðföngum til innlendrar matvælaframleiðslu. Hins vegar eru miklar verðhækkanir á ýmsum vörum fyrirsjáanlegar. 2. Við verðum aldrei sjálfum okkur nóg Ísland er ekki sjálfu sér nægt um matvörur og verður aldrei. Hnattstaða og náttúra landsins gerir hvorki mögulegt né hagkvæmt að framleiða hér ýmsan mat sem við þurfum. Auk þess er innlend matvælaframleiðsla mjög háð innfluttum aðföngum; hráefnum, umbúðum, fóðri, áburði, vélum, eldsneyti, byggingarefni og þannig mætti áfram telja. 3. Það er ekki nóg að auka innlenda framleiðsluAf því leiðir í þriðja lagi að jafnvel þótt við aukum hlutfall innlendrar matvælaframleiðslu, eins og margir tala nú fyrir og er að mörgu leyti æskilegt, tryggir það ekki óbreytta innlenda framleiðslu ef samgöngur rofna vegna ófriðar. Innfluttu matvörurnar og aðföng til innlendrar matvælaframleiðslu koma til landsins með sömu skipunum. Hins vegar er ástæða til að ræða hvort gera eigi ráðstafanir til að auka birgðir á óvissutímum. Það á þá jafnt við um innfluttar matvörur og aðföng til innlendu framleiðslunnar. 4. Algjör sjálfbærni er hvorki skynsamleg né hagkvæmÞað er ekki skynsamlegt fyrir neitt ríki heims – og allra sízt lítið, opið hagkerfi eins og það íslenzka – að stefna að því að verða sjálfbært um alla skapaða hluti, þar á meðal mat. Hagkvæmasta nýting auðlinda og annarra framleiðsluþátta næst með því að ríki framleiði til eigin þarfa og útflutnings það sem þau geta framleitt með hagkvæmari hætti en aðrir, en flytji inn það sem aðrir framleiða á hagkvæmari vísu. Styrjöldin í Úkraínu markar ekki endalok frjálsra heimsviðskipta eða afturhvarf til sjálfsþurftabúskapar ríkja heims. 5. Eigum við sjálf að borða allan fiskinn?Þetta leiðir í fimmta lagi hugann að stöðu íslenzks sjávarútvegs, sem er ein af undirstöðuútflutningsgreinum landsins og framleiðir margfalt meira en Íslendingar geta sjálfir torgað af sjávarfangi. Það væri alveg afleitt fyrir íslenzkan sjávarútveg ef löndin sem hafa keypt íslenzkan fisk einsettu sér að verða sjálfbær í þágu fæðuöryggis. 6. Verum raunsæMargar frábærar hugmyndir hafa komið fram um eflingu innlendrar matvælaframleiðslu, sem ástæða er til að skoða. Ísland ætti t.d. að geta aukið verulega framleiðslu sína á grænmeti með hagkvæmum hætti. En það þarf að hafa í huga að breytingar taka tíma og nauðsynlegt er að gæta raunsæis. Forsætisráðherrann okkar nefndi til dæmis í ræðu á búnaðarþingi í fyrra að yfir 90% af blómkáli sem Íslendingar neyttu væri innflutt, en hæglega væri hægt að rækta það allt hér. Þá gleymdist líklega að uppskerutími blómkáls á Íslandi er aðeins fáeinar vikur, geymsluþolið takmarkað og ólíklegt að innlend framleiðsla geti annað eftirspurn allt árið. 7. Ekki nota fæðuöryggi til að réttlæta höft og hömlur Við þurfum að koma umræðunni um fæðuöryggi upp úr því fari að hugtakinu sé aðallega flaggað þegar á að fara að réttlæta samkeppnishömlur og höft á milliríkjaviðskipti. Stjórnmálamenn verða að gæta sín að falla ekki í þá gryfju að nota ástandið í heimsmálum sem afsökun fyrir því að fallast á kröfur sérhagsmunaafla um hækkun tolla á innfluttar matvörur eða undanþágur frá samkeppnislögum. Varðandi síðarnefnda atriðið eru nægar heimildir í núgildandi lögum til samstarfs og samruna fyrirtækja, svo lengi sem það gagnast neytendum. Þegar menn segja að greinar í innlendri matvælaframleiðslu þurfi undanþágur frá þeim lögum, eru þeir um leið að segja að samstarf og samruni fyrirtækja sé ekki í þágu neytenda. 8. Á verðbólgutímum á að lækka tollaViðskiptahöft og tollar eru alls ekki góð leið til að tryggja fæðuöryggi, því að þau hækka verðið á matvöru. Á tímum þegar verðbólgan er hærri en við höfum séð um langt árabil, er ástæða til að lækka tolla og auðvelda milliríkjaviðskipti, frekar en að stjórnvöld láti plata sig til að gera breytingar sem valda verðhækkunum eins og gerðist þegar fyrirkomulagi á útboði tollkvóta var breytt að kröfu hagsmunaaðila í landbúnaði. 9. Styrkir eru skynsamlegri en viðskiptahindranirTelji menn nauðsynlegt að styðja við innlenda matvælaframleiðslu er skynsamlegra að gera það með beinum styrkjum eins og hafa t.d. þegar verið samþykktir vegna hækkunar áburðarverðs til bænda, en að beita samkeppnishömlum og viðskiptahindrunum. Stuðningurinn er þá annars vegar gegnsær og uppi á borðinu og hins vegar tímabundinn, í stað þess að verið sé að skemma gangverk markaðsviðskipta til frambúðar. 10. Gætum jafnræðisÍ tíunda lagi hlýtur að þurfa að gæta jafnræðis, eigi að bæta innlendum framleiðendum upp hækkanir á aðföngum. Aðföng fjölmargra matvælafyrirtækja, ekki eingöngu þeirra sem starfa í landbúnaði, eru líkleg til að hækka í verði. Ef t.d. korn hækkar stórlega, af hverju ætti að styrkja bændur en ekki bakara? Rétt er að hafa í huga að ef áburður og orka hækka í verði hefur það áhrif bæði á verð innlendra búvara og innfluttra – og þær innfluttu hækka mögulega meira í verði vegna þess að erlendir framleiðendur hafa ekki sama aðgang að endurnýjanlegri orku og þeir innlendu. Það er þarft og gott að taka umræðuna um fæðuöryggi. Matvælaráðuneytið fylgist nú reglulega með stöðunni og hvort ófriðurinn í álfunni hafi áhrif á flutninga, framboð eða verð matvöru. Nú þegar á reynir eykst vonandi skilningur á að fæðuöryggi er of mikilvægt til að leyfa sérhagsmunahópum að nota það sem afsökun fyrir að skara eld að eigin köku. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Matvælaframleiðsla Mest lesið Halldór 26.04.2025 Halldór Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Sjá meira
Ísland á fæðuöryggi sitt undir sem frjálsustum heimsviðskiptum og friði. Við þær aðstæður getur Ísland, eins og önnur ríki, flutt inn þau matvæli sem það framleiðir ekki sjálft, og aðföng til innlendrar framleiðslu. Þegar styrjöld ríkir í okkar heimsálfu er eðlilegt að fólk beini sjónum að fæðuörygginu og hvort það sé mögulega í hættu. Innrás Rússlands í Úkraínu og viðskiptaþvinganir, sem Rússland hefur verið beitt í framhaldinu, hafa áhrif á framboð og verðlag á matvöru. Rússland og Úkraína eru þannig í hópi stærstu útflytjenda heims á kornmeti og sólblómaolíu. Rússland er einn helzti útflytjandi hráefna til áburðarframleiðslu. Þessi hráefni hafa því hækkað gífurlega í verði undanfarnar vikur. Hömlur á sölu Rússa á olíu og gasi hafa þegar þrýst mjög upp verði á jarðefnaeldsneyti og annarri orku í Evrópulöndum. Þetta hefur áhrif á matvælaframleiðslu, ekki bara á Íslandi heldur í mörgum öðrum ríkjum heims, þar með töldum þeim sem við flytjum inn matvörur frá. Hér á landi eru stærstu hagsmunirnir, sem eru undir, auðvitað í sjávarútveginum sem er langstærsta matvælaframleiðslugrein landsins. Hagsmunir neytenda ættu líka að taka mikið pláss í umræðunni. Engu að síður hefur athyglin helzt beinzt að stöðu landbúnaðarins. Sú grein mun vissulega þurfa að taka á sig miklar hækkanir á fóðri, áburði og eldsneyti. Þær bætast ofan á miklar hækkanir, sem eru til komnar vegna röskunar á aðfangakeðjum vegna kórónuveirufaraldursins. Áhyggjur talsmanna landbúnaðarins af þessari stöðu eru vel skiljanlegar og þeim verður tíðrætt um hvernig eigi að tryggja fæðuöryggi þjóðarinnar. Meðal annars hefur verið kallað eftir stuðningi stjórnvalda við landbúnaðinn svo hann geti sinnt framleiðslu afurða sinna. Rétt er að hafa nokkur atriði í huga þegar rætt er um fæðuöryggi Íslands. 1. Óraskaðir flutningar og nægt framboðStríðið í Úkraínu hefur ekki breytt því að flutningar til landsins eru óraskaðir og innflutningsfyrirtæki hafa getað tryggt nóg framboð bæði af matvöru og aðföngum til innlendrar matvælaframleiðslu. Hins vegar eru miklar verðhækkanir á ýmsum vörum fyrirsjáanlegar. 2. Við verðum aldrei sjálfum okkur nóg Ísland er ekki sjálfu sér nægt um matvörur og verður aldrei. Hnattstaða og náttúra landsins gerir hvorki mögulegt né hagkvæmt að framleiða hér ýmsan mat sem við þurfum. Auk þess er innlend matvælaframleiðsla mjög háð innfluttum aðföngum; hráefnum, umbúðum, fóðri, áburði, vélum, eldsneyti, byggingarefni og þannig mætti áfram telja. 3. Það er ekki nóg að auka innlenda framleiðsluAf því leiðir í þriðja lagi að jafnvel þótt við aukum hlutfall innlendrar matvælaframleiðslu, eins og margir tala nú fyrir og er að mörgu leyti æskilegt, tryggir það ekki óbreytta innlenda framleiðslu ef samgöngur rofna vegna ófriðar. Innfluttu matvörurnar og aðföng til innlendrar matvælaframleiðslu koma til landsins með sömu skipunum. Hins vegar er ástæða til að ræða hvort gera eigi ráðstafanir til að auka birgðir á óvissutímum. Það á þá jafnt við um innfluttar matvörur og aðföng til innlendu framleiðslunnar. 4. Algjör sjálfbærni er hvorki skynsamleg né hagkvæmÞað er ekki skynsamlegt fyrir neitt ríki heims – og allra sízt lítið, opið hagkerfi eins og það íslenzka – að stefna að því að verða sjálfbært um alla skapaða hluti, þar á meðal mat. Hagkvæmasta nýting auðlinda og annarra framleiðsluþátta næst með því að ríki framleiði til eigin þarfa og útflutnings það sem þau geta framleitt með hagkvæmari hætti en aðrir, en flytji inn það sem aðrir framleiða á hagkvæmari vísu. Styrjöldin í Úkraínu markar ekki endalok frjálsra heimsviðskipta eða afturhvarf til sjálfsþurftabúskapar ríkja heims. 5. Eigum við sjálf að borða allan fiskinn?Þetta leiðir í fimmta lagi hugann að stöðu íslenzks sjávarútvegs, sem er ein af undirstöðuútflutningsgreinum landsins og framleiðir margfalt meira en Íslendingar geta sjálfir torgað af sjávarfangi. Það væri alveg afleitt fyrir íslenzkan sjávarútveg ef löndin sem hafa keypt íslenzkan fisk einsettu sér að verða sjálfbær í þágu fæðuöryggis. 6. Verum raunsæMargar frábærar hugmyndir hafa komið fram um eflingu innlendrar matvælaframleiðslu, sem ástæða er til að skoða. Ísland ætti t.d. að geta aukið verulega framleiðslu sína á grænmeti með hagkvæmum hætti. En það þarf að hafa í huga að breytingar taka tíma og nauðsynlegt er að gæta raunsæis. Forsætisráðherrann okkar nefndi til dæmis í ræðu á búnaðarþingi í fyrra að yfir 90% af blómkáli sem Íslendingar neyttu væri innflutt, en hæglega væri hægt að rækta það allt hér. Þá gleymdist líklega að uppskerutími blómkáls á Íslandi er aðeins fáeinar vikur, geymsluþolið takmarkað og ólíklegt að innlend framleiðsla geti annað eftirspurn allt árið. 7. Ekki nota fæðuöryggi til að réttlæta höft og hömlur Við þurfum að koma umræðunni um fæðuöryggi upp úr því fari að hugtakinu sé aðallega flaggað þegar á að fara að réttlæta samkeppnishömlur og höft á milliríkjaviðskipti. Stjórnmálamenn verða að gæta sín að falla ekki í þá gryfju að nota ástandið í heimsmálum sem afsökun fyrir því að fallast á kröfur sérhagsmunaafla um hækkun tolla á innfluttar matvörur eða undanþágur frá samkeppnislögum. Varðandi síðarnefnda atriðið eru nægar heimildir í núgildandi lögum til samstarfs og samruna fyrirtækja, svo lengi sem það gagnast neytendum. Þegar menn segja að greinar í innlendri matvælaframleiðslu þurfi undanþágur frá þeim lögum, eru þeir um leið að segja að samstarf og samruni fyrirtækja sé ekki í þágu neytenda. 8. Á verðbólgutímum á að lækka tollaViðskiptahöft og tollar eru alls ekki góð leið til að tryggja fæðuöryggi, því að þau hækka verðið á matvöru. Á tímum þegar verðbólgan er hærri en við höfum séð um langt árabil, er ástæða til að lækka tolla og auðvelda milliríkjaviðskipti, frekar en að stjórnvöld láti plata sig til að gera breytingar sem valda verðhækkunum eins og gerðist þegar fyrirkomulagi á útboði tollkvóta var breytt að kröfu hagsmunaaðila í landbúnaði. 9. Styrkir eru skynsamlegri en viðskiptahindranirTelji menn nauðsynlegt að styðja við innlenda matvælaframleiðslu er skynsamlegra að gera það með beinum styrkjum eins og hafa t.d. þegar verið samþykktir vegna hækkunar áburðarverðs til bænda, en að beita samkeppnishömlum og viðskiptahindrunum. Stuðningurinn er þá annars vegar gegnsær og uppi á borðinu og hins vegar tímabundinn, í stað þess að verið sé að skemma gangverk markaðsviðskipta til frambúðar. 10. Gætum jafnræðisÍ tíunda lagi hlýtur að þurfa að gæta jafnræðis, eigi að bæta innlendum framleiðendum upp hækkanir á aðföngum. Aðföng fjölmargra matvælafyrirtækja, ekki eingöngu þeirra sem starfa í landbúnaði, eru líkleg til að hækka í verði. Ef t.d. korn hækkar stórlega, af hverju ætti að styrkja bændur en ekki bakara? Rétt er að hafa í huga að ef áburður og orka hækka í verði hefur það áhrif bæði á verð innlendra búvara og innfluttra – og þær innfluttu hækka mögulega meira í verði vegna þess að erlendir framleiðendur hafa ekki sama aðgang að endurnýjanlegri orku og þeir innlendu. Það er þarft og gott að taka umræðuna um fæðuöryggi. Matvælaráðuneytið fylgist nú reglulega með stöðunni og hvort ófriðurinn í álfunni hafi áhrif á flutninga, framboð eða verð matvöru. Nú þegar á reynir eykst vonandi skilningur á að fæðuöryggi er of mikilvægt til að leyfa sérhagsmunahópum að nota það sem afsökun fyrir að skara eld að eigin köku. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar