Pamelu Anderson lúkkið sem er að gera allt vitlaust Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 14. apríl 2022 07:00 Eftir að þættirnir Pam & Tommy voru sýndir fyrr á árinu hefur útlit hinnar goðsagnakenndu Pamelu Anderson orðið sérstaklega eftirsóknarvert. Örþunnar augabrúnir tíunda áratugarins voru trend sem við töldum okkur vera búin að kveðja fyrir fullt og allt. Augabrúnirnar eru sérkenni goðsagnarinnar Pamelu Anderson. Eftir að þættirnir Pam & Tommy slógu í gegn fyrr á árinu komu þunnu augabrúnirnar með ótrúlega endurkomu sem enginn sá fyrir. Hulu þáttaröðin Pam & Tommy var frumsýnd í febrúar og fór lokaþátturinn í loftið fyrir mánuði síðan. Í þáttunum var fylgst með stormasömu ástarsambandi leikkonunnar Pamelu Anderson og Mötley Crüe trommarans Tommy Lee. Það er leikkonan Lily James sem fer með hlutverk Pamelu og leikarinn Sebastian Stan sem bregður sér í hlutverk Tommy. Leikgervahönnuðum þáttanna tekst að breyta þeim í Pam og Tommy á hreint undraverðan hátt. Leikgerva-, hár- og förðunarteymi þáttanna Pam & Tommy tókst með undaverðum hætti að breyta leikkonunni Lily James í Baywatch-stjörnuna Pamelu Anderson.Getty/Karwai Tang - Erin Simkin/HULU Lily James sagði frá því í viðtali við tímaritið Glamour að það hafi tekið fjóra klukkutíma fyrir hár- og förðunarteymið að breyta henni í Pamelu fyrir hverjar tökur. Ásamt varablýantinum, dökku augnförðuninni og ljósu hárinu, eru örþunnar augabrúnirnar burðarstólpi þegar kemur að því að ná útliti Pamelu. Pamela Anderson er þekkt fyrir að vera ein mesta kynbomba tíunda áratugarins. Eftir vinsældir Pam & Tommy þáttanna hefur útlit hennar orðið eftirsóknarvert á nýjan leik - þar á meðal augabrúnirnar sem við ætluðum aldrei aftur að skarta. Förðunarfræðingar keppast nú um að endurgera förðun Pamelu. Förðunarfræðingurinn- og TikTok stjarnan Embla Wigum er ein þeirra. @emblawigum Pamela Anderson inspired makeup omg i actually kinda looove this makeup using @nyxcosmeticsnordics Be My Lover - La Bouche TikTok-stjarnan Danielle Macran spreytti sig einnig á Pamelu förðuninni og hafa rúmlega milljón manns horft á kennslumyndbandið. @daniellemarcan #pamelaanderson Be My Lover - La Bouche Þá hefur verið búinn til sérstakur „filter“ á samfélagsmiðlinum TikTok þar sem notendur geta mátað útlit Pamelu án þess að taka upp förðunarbursta eða plokkara. @sunnevaeinars Reply to @sigridurr Be My Lover - La Bouche Sá „filter“ hefur notið gríðarlega vinsælda og virðist það freista margra að draga fram plokkarann. Hann gæti þó verið aftarlega í skápnum hjá mörgum, þar sem þykkar og náttúrulegar augabrúnir hafa verið mest áberandi síðustu ár og margir hverjir hafa fjárfest í augabrúnameðferðum á borð við „microblade“ eða „brow lift“. Sjá: Allt sem þú þarft að vita um sápuaugabrúnir Augabrúnatískan hefur verið miklum breytingum á síðustu misserum. „Þessar þunnu og vel snyrtu augabrúnir geta haft birtandi áhrif á allt augnsvæðið,“ segir förðunarfræðingurinn Troy Surratt í viðtali við tískutímaritið Vogue. Hann segir að jafnframt geti slíkar augabrúnir skapað aukið rými fyrir ýktar augnfarðanir. En hið fræga Pamelu Anderson útlit inniheldur einmitt dökka og mikla augnförðun. Surrat tekur þó fram að of skarpar augabrúnir geti gefið andlitinu hvasst yfirbragð. Þunnar augabrúnir voru afar áberandi á tíunda áratugnum og tók það marga fjölmörg ár að endurheimta sínar náttúrulegu augabrúnir eftir þessa tísku.Getty/Jeff Kravitz-Frank Micelotta-Vinnie Zuffante-Jeff Kravitz „Ég hef hjálpað þúsundum kvenna að endurheimta sínar náttúrulegu augabrúnir eftir tíunda áratuginn og ég veit hvaða skaða það getur valdið að ofplokka brúnirnar. Þess vegna mæli ég sterklega gegn því að fólk noti plokkarann ef það vill prófa sig áfram með þetta útlit,“ segir Kristie Streicher, einn færasti augabrúnasérfræðingur í Los Angeles. Þess í stað mælir hún með því að fólk móti augabrúnirnar með því að greiða þær niður og klípa hárin saman. Ef augabrúnirnar eru mjög þykkar, þá mælir hún frekar með því að nota svokallaða augabrúnahnífa í stað plokkara. Með því sé ekki verið að valda hársekkjunum varanlegum skaða. Ljósa hárið, þunnar augabrúnirnar og dökkur varablýanturinn eru sérkenni kynbombunnar Pamelu Anderson.Getty/Mitchell Gerber Þeir förðunarfræðingar sem hafa endurgert Pamelu förðunina hafa verið að nota límstifti til þess að líma sínar náttúrulegu brúnir niður. Þau sem eru með þykkar augabrúnir gætu þurft að fara nokkrar umferðir með límstiftinu. Eftir að límið hefur þornað er púðrað yfir allt svæðið áður en brúnirnar eru huldar með hyljara. Því næst er hægt að teikna nýjar augabrúnir á. Hægt er að sjá þessa aðferð í myndbandinu hér að neðan þar sem förðunarfræðingurinn og samfélagsmiðlastjarnan Jean Watts endurgerir útlit Pamelu. Tíska og hönnun Hollywood Tengdar fréttir Pamela Anderson fer af ströndinni á Broadway Pamela Anderson ætlar að stíga á svið á Broadway í fyrsta skipti þar sem hún mun leika Roxie Hart í söngleiknum Chicago. Leikkonan er spennt fyrir því að fara með hlutverkið þar sem hún mun leika, syngja og dansa. 8. mars 2022 22:01 Pam & Tommy: Magni-ficent sjónvarp! Sem lífstíðar Stjörnustríðs fanatíker átti ég seint von á að ég tæki Mötley Crüe og Baywatch fram yfir Star Wars, en s.l. miðvikudag komu samtímis inn á Disney+/STAR nýir þættir af The Book of Boba Fett og Pam & Tommy. Það er skemmst frá því að segja að ég horfði á Pam & Tommy fyrst. 13. febrúar 2022 10:47 Allt sem þú þarft að vita um sápuaugabrúnir Hver einasti áratugur á sitt eigið augabrúna trend. Svokallaðar sápuaugabrúnir eða Soap brows hafa komið inn eins og stormur síðastliðið árið. 12. apríl 2021 17:30 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Fleiri fréttir Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Sjá meira
Hulu þáttaröðin Pam & Tommy var frumsýnd í febrúar og fór lokaþátturinn í loftið fyrir mánuði síðan. Í þáttunum var fylgst með stormasömu ástarsambandi leikkonunnar Pamelu Anderson og Mötley Crüe trommarans Tommy Lee. Það er leikkonan Lily James sem fer með hlutverk Pamelu og leikarinn Sebastian Stan sem bregður sér í hlutverk Tommy. Leikgervahönnuðum þáttanna tekst að breyta þeim í Pam og Tommy á hreint undraverðan hátt. Leikgerva-, hár- og förðunarteymi þáttanna Pam & Tommy tókst með undaverðum hætti að breyta leikkonunni Lily James í Baywatch-stjörnuna Pamelu Anderson.Getty/Karwai Tang - Erin Simkin/HULU Lily James sagði frá því í viðtali við tímaritið Glamour að það hafi tekið fjóra klukkutíma fyrir hár- og förðunarteymið að breyta henni í Pamelu fyrir hverjar tökur. Ásamt varablýantinum, dökku augnförðuninni og ljósu hárinu, eru örþunnar augabrúnirnar burðarstólpi þegar kemur að því að ná útliti Pamelu. Pamela Anderson er þekkt fyrir að vera ein mesta kynbomba tíunda áratugarins. Eftir vinsældir Pam & Tommy þáttanna hefur útlit hennar orðið eftirsóknarvert á nýjan leik - þar á meðal augabrúnirnar sem við ætluðum aldrei aftur að skarta. Förðunarfræðingar keppast nú um að endurgera förðun Pamelu. Förðunarfræðingurinn- og TikTok stjarnan Embla Wigum er ein þeirra. @emblawigum Pamela Anderson inspired makeup omg i actually kinda looove this makeup using @nyxcosmeticsnordics Be My Lover - La Bouche TikTok-stjarnan Danielle Macran spreytti sig einnig á Pamelu förðuninni og hafa rúmlega milljón manns horft á kennslumyndbandið. @daniellemarcan #pamelaanderson Be My Lover - La Bouche Þá hefur verið búinn til sérstakur „filter“ á samfélagsmiðlinum TikTok þar sem notendur geta mátað útlit Pamelu án þess að taka upp förðunarbursta eða plokkara. @sunnevaeinars Reply to @sigridurr Be My Lover - La Bouche Sá „filter“ hefur notið gríðarlega vinsælda og virðist það freista margra að draga fram plokkarann. Hann gæti þó verið aftarlega í skápnum hjá mörgum, þar sem þykkar og náttúrulegar augabrúnir hafa verið mest áberandi síðustu ár og margir hverjir hafa fjárfest í augabrúnameðferðum á borð við „microblade“ eða „brow lift“. Sjá: Allt sem þú þarft að vita um sápuaugabrúnir Augabrúnatískan hefur verið miklum breytingum á síðustu misserum. „Þessar þunnu og vel snyrtu augabrúnir geta haft birtandi áhrif á allt augnsvæðið,“ segir förðunarfræðingurinn Troy Surratt í viðtali við tískutímaritið Vogue. Hann segir að jafnframt geti slíkar augabrúnir skapað aukið rými fyrir ýktar augnfarðanir. En hið fræga Pamelu Anderson útlit inniheldur einmitt dökka og mikla augnförðun. Surrat tekur þó fram að of skarpar augabrúnir geti gefið andlitinu hvasst yfirbragð. Þunnar augabrúnir voru afar áberandi á tíunda áratugnum og tók það marga fjölmörg ár að endurheimta sínar náttúrulegu augabrúnir eftir þessa tísku.Getty/Jeff Kravitz-Frank Micelotta-Vinnie Zuffante-Jeff Kravitz „Ég hef hjálpað þúsundum kvenna að endurheimta sínar náttúrulegu augabrúnir eftir tíunda áratuginn og ég veit hvaða skaða það getur valdið að ofplokka brúnirnar. Þess vegna mæli ég sterklega gegn því að fólk noti plokkarann ef það vill prófa sig áfram með þetta útlit,“ segir Kristie Streicher, einn færasti augabrúnasérfræðingur í Los Angeles. Þess í stað mælir hún með því að fólk móti augabrúnirnar með því að greiða þær niður og klípa hárin saman. Ef augabrúnirnar eru mjög þykkar, þá mælir hún frekar með því að nota svokallaða augabrúnahnífa í stað plokkara. Með því sé ekki verið að valda hársekkjunum varanlegum skaða. Ljósa hárið, þunnar augabrúnirnar og dökkur varablýanturinn eru sérkenni kynbombunnar Pamelu Anderson.Getty/Mitchell Gerber Þeir förðunarfræðingar sem hafa endurgert Pamelu förðunina hafa verið að nota límstifti til þess að líma sínar náttúrulegu brúnir niður. Þau sem eru með þykkar augabrúnir gætu þurft að fara nokkrar umferðir með límstiftinu. Eftir að límið hefur þornað er púðrað yfir allt svæðið áður en brúnirnar eru huldar með hyljara. Því næst er hægt að teikna nýjar augabrúnir á. Hægt er að sjá þessa aðferð í myndbandinu hér að neðan þar sem förðunarfræðingurinn og samfélagsmiðlastjarnan Jean Watts endurgerir útlit Pamelu.
Tíska og hönnun Hollywood Tengdar fréttir Pamela Anderson fer af ströndinni á Broadway Pamela Anderson ætlar að stíga á svið á Broadway í fyrsta skipti þar sem hún mun leika Roxie Hart í söngleiknum Chicago. Leikkonan er spennt fyrir því að fara með hlutverkið þar sem hún mun leika, syngja og dansa. 8. mars 2022 22:01 Pam & Tommy: Magni-ficent sjónvarp! Sem lífstíðar Stjörnustríðs fanatíker átti ég seint von á að ég tæki Mötley Crüe og Baywatch fram yfir Star Wars, en s.l. miðvikudag komu samtímis inn á Disney+/STAR nýir þættir af The Book of Boba Fett og Pam & Tommy. Það er skemmst frá því að segja að ég horfði á Pam & Tommy fyrst. 13. febrúar 2022 10:47 Allt sem þú þarft að vita um sápuaugabrúnir Hver einasti áratugur á sitt eigið augabrúna trend. Svokallaðar sápuaugabrúnir eða Soap brows hafa komið inn eins og stormur síðastliðið árið. 12. apríl 2021 17:30 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Fleiri fréttir Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Sjá meira
Pamela Anderson fer af ströndinni á Broadway Pamela Anderson ætlar að stíga á svið á Broadway í fyrsta skipti þar sem hún mun leika Roxie Hart í söngleiknum Chicago. Leikkonan er spennt fyrir því að fara með hlutverkið þar sem hún mun leika, syngja og dansa. 8. mars 2022 22:01
Pam & Tommy: Magni-ficent sjónvarp! Sem lífstíðar Stjörnustríðs fanatíker átti ég seint von á að ég tæki Mötley Crüe og Baywatch fram yfir Star Wars, en s.l. miðvikudag komu samtímis inn á Disney+/STAR nýir þættir af The Book of Boba Fett og Pam & Tommy. Það er skemmst frá því að segja að ég horfði á Pam & Tommy fyrst. 13. febrúar 2022 10:47
Allt sem þú þarft að vita um sápuaugabrúnir Hver einasti áratugur á sitt eigið augabrúna trend. Svokallaðar sápuaugabrúnir eða Soap brows hafa komið inn eins og stormur síðastliðið árið. 12. apríl 2021 17:30