Íþróttakennarar segja alveg óþarft að banna píptestin Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 25. mars 2022 18:17 Hulda Bjarkar íþróttakennari segir að frammistöðukvíði sé eðlilegur. Það skipti máli að láta börn yfirstíga hindranir, enda líði þeim betur fyrir vikið. Vísir/Vilhelm Íþróttakennari kveðst hissa á tilmælum Umboðsmanns barna sem vill banna svokölluð „píp-test“ í grunnskóla. Umboðsmaður vill helst banna prófin en íþróttakennarar segja bannið óþarft og telja áhyggjuefni að þeim sé ekki treyst fyrir íþróttakennslu. Píp-testin eru próf sem íþróttakennarar nota til að mæla þol nemenda. Prófið snýst um að nemendur hlaupi ákveðið margar ferðir og hraðinn eykst eftir því sem lengra líður á prófið. Krakkarnir hlaupa þar til þau geta ekki meir. Aðdraganda málsins má rekja til þess að umboðsmaður barna sendi bréf til mennta- og barnamálaráðuneytisins þar sem umboðsmaður lagði til að hætt yrði að framkvæma píp-test í grunnskólum á unglingastigi. Hún taldi prófin meðal annars geta verið kvíðavaldandi og í einhverjum tilfellum niðurlægjandi fyrir grunnskólabörn. Umboðsmaður segir að dæmi séu um að börn hafi ofreynt sig í prófunum. Þá þurfi nemendur, sem ekki ná að hlaupa salinn á enda á tilskyldum tíma, að setjast niður og fylgjast með þangað til aðeins einn standi eftir. Enginn neyddur í píptestin Hulda Bjarkar íþróttakennari var í viðtali í Reykjavík síðdegis fyrr í dag. Hún segir varhugavert að grípa rakleiðis til þess að banna hlutina, vegna upplifunar nokkurra nemenda. Enginn verði neyddur í slík próf. „Börn sem glíma með kvíða, við mætum þeim að sjálfsögðu. Við erum ekki að draga neinn á hárinu áfram eftir gólfinu. Ef það er einhver sem er með raunverulegan kvíða fyrir því að framkvæma þetta píptest, þá er sá nemandi að sjálfsögðu ekki að fara að gera það. Alveg eins og við myndum ekki neyða nokkurn mann í stærðfræðipróf sem væri ælandi úr kvíða,“ segir Hulda. Hún segir prófið henta vel til að mæla þol nemenda í samræmi við aðalnámskrá. Prófið sé staðlað og þannig sitji allir við sama borð. Hún harmar að íþróttakennurum sé ekki gefið meira traust til að meta hvaða aðferðir henti best til íþróttakennslu. „Það gleymist ofboðslega að gefa því verðskuldaða athygli að við förum í fimm ár í háskóla. Við eigum að lesa í aðstæður og við getum alveg lesið í aðstæður. Og það má alveg treysta okkur sem fagstétt að dæma þar á,“ segir hún. Börn þurfi að læra að takast á við mótlæti Hulda kveðst þó ekki vilja gera lítið úr upplifunum nemenda og bætir við að fleiri gætu hafa fundist prófin óþægileg. Hún segir að börn verði þó að læra að takast á við mótlæti; það þurfi ekki alltaf að vera bestur. „Það er einhver sem að mun æla eftir [fótbolta]æfingu af því hann er með svo mikið keppnisskap eða ætlaði sér svo mikið. Það eru bara tíu prósent barna sem eiga að vera framúrskarandi og restin á bara að falla í meðalnorm. Ef við hættum að fá tækifæri til að kenna börnum það, að það sé ekki í lagi að vera fyrstur, þá er ég rosalega hrædd um að við séum að fá samfélag þar sem allir bugast strax,“ segir Hulda. Reykjavík Íþróttir barna Grunnskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Píp-testin eru próf sem íþróttakennarar nota til að mæla þol nemenda. Prófið snýst um að nemendur hlaupi ákveðið margar ferðir og hraðinn eykst eftir því sem lengra líður á prófið. Krakkarnir hlaupa þar til þau geta ekki meir. Aðdraganda málsins má rekja til þess að umboðsmaður barna sendi bréf til mennta- og barnamálaráðuneytisins þar sem umboðsmaður lagði til að hætt yrði að framkvæma píp-test í grunnskólum á unglingastigi. Hún taldi prófin meðal annars geta verið kvíðavaldandi og í einhverjum tilfellum niðurlægjandi fyrir grunnskólabörn. Umboðsmaður segir að dæmi séu um að börn hafi ofreynt sig í prófunum. Þá þurfi nemendur, sem ekki ná að hlaupa salinn á enda á tilskyldum tíma, að setjast niður og fylgjast með þangað til aðeins einn standi eftir. Enginn neyddur í píptestin Hulda Bjarkar íþróttakennari var í viðtali í Reykjavík síðdegis fyrr í dag. Hún segir varhugavert að grípa rakleiðis til þess að banna hlutina, vegna upplifunar nokkurra nemenda. Enginn verði neyddur í slík próf. „Börn sem glíma með kvíða, við mætum þeim að sjálfsögðu. Við erum ekki að draga neinn á hárinu áfram eftir gólfinu. Ef það er einhver sem er með raunverulegan kvíða fyrir því að framkvæma þetta píptest, þá er sá nemandi að sjálfsögðu ekki að fara að gera það. Alveg eins og við myndum ekki neyða nokkurn mann í stærðfræðipróf sem væri ælandi úr kvíða,“ segir Hulda. Hún segir prófið henta vel til að mæla þol nemenda í samræmi við aðalnámskrá. Prófið sé staðlað og þannig sitji allir við sama borð. Hún harmar að íþróttakennurum sé ekki gefið meira traust til að meta hvaða aðferðir henti best til íþróttakennslu. „Það gleymist ofboðslega að gefa því verðskuldaða athygli að við förum í fimm ár í háskóla. Við eigum að lesa í aðstæður og við getum alveg lesið í aðstæður. Og það má alveg treysta okkur sem fagstétt að dæma þar á,“ segir hún. Börn þurfi að læra að takast á við mótlæti Hulda kveðst þó ekki vilja gera lítið úr upplifunum nemenda og bætir við að fleiri gætu hafa fundist prófin óþægileg. Hún segir að börn verði þó að læra að takast á við mótlæti; það þurfi ekki alltaf að vera bestur. „Það er einhver sem að mun æla eftir [fótbolta]æfingu af því hann er með svo mikið keppnisskap eða ætlaði sér svo mikið. Það eru bara tíu prósent barna sem eiga að vera framúrskarandi og restin á bara að falla í meðalnorm. Ef við hættum að fá tækifæri til að kenna börnum það, að það sé ekki í lagi að vera fyrstur, þá er ég rosalega hrædd um að við séum að fá samfélag þar sem allir bugast strax,“ segir Hulda.
Reykjavík Íþróttir barna Grunnskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira