Alvarlegt að ráðherra rugli saman hugtökum Snorri Másson skrifar 27. mars 2022 13:51 Hafrún Elísa Sigurðarsdóttir er verkefnastjóri og sérfræðingur í skaðaminnkun hjá Rauða krossinum. Rauði krossinn Sérfræðingur í skaðaminnkun telur alvarlegt að ráðherrar vilji eins og því er lýst halda áfram að refsa fólki fyrir neyslu eiturlyfja. Úrræðaleysi í málaflokknum eigi ekki að standa í vegi fyrir afglæpavæðingu. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra velti því upp í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær að ef slakað yrði verulega á löggjöf um fíkniefni kynni það að stórauka aðgengi að efnunum, og þannig valda þróun sem væri mjög óæskileg. Hann vilji fara mjög varlega í að segja að fíkniefni séu lögleg á Íslandi. Á sama tíma er heilbrigðisráðherra í hans ríkisstjórn með frumvarp í vinnslu um afglæpavæðingu neysluskammta fíkniefna. Hart er brugðist við þessum ummælum ráðherra. Halldóra Mogensen þingmaður Pírata segir á Twitter að þau afhjúpi vanþekkingu á málaflokknum. Hafrún Elísa Sigurðardóttir, sérfræðingur í skaðaminnkun hjá Rauða krossnum, segir ráðherra rugla saman afglæpavæðingu og lögleiðingu. „Ég held að þetta sé mjög alvarlegt, að halda áfram að refsa fólki og eins og við sjáum hefur refsistefnan ekki neitt upp á sig og er bara hættuleg. Við viljum sjá breytingar á því,“ segir Hafrún Elísa. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins hefur sagst vilja treysta meðferðarúrræði áður en ráðist verði í afglæpavæðingu. „Ég er alveg sammála að það er mikið úrræðaleysi í þessum málaflokki á Íslandi og ég er alveg sammála að það þurfi að bæta úrræðin, en ég held að það ætti ekki að þurfa að standa í vegi fyrir að við getum afglæpavætt neysluskammta,“ segir Hafrún. Hafrún mælir með því að ráðherrarnir ræði við fórnarlömb refsistefnunnar til að kynnast áhrifum hennar. „Ég myndi hvetja ráðherrana til að kynna sér aðeins skaðaminnkandi hugmyndafræði og gagnreynda þekkingu og rannsóknir annars staðar í heiminum þar sem afglæpavæðing hefur verið tekin upp,“ segir Hafrún Elísa. 1. Að lögleiða felur í sér að setja reglur utan um vímuefnin. Að afnema refsistefnu stjórnvalda gagnvart vímuefnanotendum felur ekki í sér regluvæðingu. Nú er Bjarni að fletta ofan af vanþekkingu sinni með því að rugla saman afglæpavæðingu og lögleiðingu.https://t.co/WzpZs9bunG— Halldóra Mogensen (@Halldoramog) March 26, 2022 Fíkniefnabrot Heilbrigðismál Fíkn Tengdar fréttir Stefnir á að frumvarp um afglæpavæðingu verði á dagskrá í haust Heilbrigðisráðherra segir að frumvarp um afglæpavæðingu neysluskammta hafi verið sett á bið því að starfshópur sem fer fyrir málinu treystir sér ekki til að klára sín störf fyrir fyrsta apríl. Hann reiknar með að leggja fram betrumbætt frumvarp fyrir þingið í haust. Hann segist hlynntur refsileysi en að fíkniefni verði gerð upptæk finnist þau á fólki. 22. mars 2022 22:51 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra velti því upp í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær að ef slakað yrði verulega á löggjöf um fíkniefni kynni það að stórauka aðgengi að efnunum, og þannig valda þróun sem væri mjög óæskileg. Hann vilji fara mjög varlega í að segja að fíkniefni séu lögleg á Íslandi. Á sama tíma er heilbrigðisráðherra í hans ríkisstjórn með frumvarp í vinnslu um afglæpavæðingu neysluskammta fíkniefna. Hart er brugðist við þessum ummælum ráðherra. Halldóra Mogensen þingmaður Pírata segir á Twitter að þau afhjúpi vanþekkingu á málaflokknum. Hafrún Elísa Sigurðardóttir, sérfræðingur í skaðaminnkun hjá Rauða krossnum, segir ráðherra rugla saman afglæpavæðingu og lögleiðingu. „Ég held að þetta sé mjög alvarlegt, að halda áfram að refsa fólki og eins og við sjáum hefur refsistefnan ekki neitt upp á sig og er bara hættuleg. Við viljum sjá breytingar á því,“ segir Hafrún Elísa. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins hefur sagst vilja treysta meðferðarúrræði áður en ráðist verði í afglæpavæðingu. „Ég er alveg sammála að það er mikið úrræðaleysi í þessum málaflokki á Íslandi og ég er alveg sammála að það þurfi að bæta úrræðin, en ég held að það ætti ekki að þurfa að standa í vegi fyrir að við getum afglæpavætt neysluskammta,“ segir Hafrún. Hafrún mælir með því að ráðherrarnir ræði við fórnarlömb refsistefnunnar til að kynnast áhrifum hennar. „Ég myndi hvetja ráðherrana til að kynna sér aðeins skaðaminnkandi hugmyndafræði og gagnreynda þekkingu og rannsóknir annars staðar í heiminum þar sem afglæpavæðing hefur verið tekin upp,“ segir Hafrún Elísa. 1. Að lögleiða felur í sér að setja reglur utan um vímuefnin. Að afnema refsistefnu stjórnvalda gagnvart vímuefnanotendum felur ekki í sér regluvæðingu. Nú er Bjarni að fletta ofan af vanþekkingu sinni með því að rugla saman afglæpavæðingu og lögleiðingu.https://t.co/WzpZs9bunG— Halldóra Mogensen (@Halldoramog) March 26, 2022
Fíkniefnabrot Heilbrigðismál Fíkn Tengdar fréttir Stefnir á að frumvarp um afglæpavæðingu verði á dagskrá í haust Heilbrigðisráðherra segir að frumvarp um afglæpavæðingu neysluskammta hafi verið sett á bið því að starfshópur sem fer fyrir málinu treystir sér ekki til að klára sín störf fyrir fyrsta apríl. Hann reiknar með að leggja fram betrumbætt frumvarp fyrir þingið í haust. Hann segist hlynntur refsileysi en að fíkniefni verði gerð upptæk finnist þau á fólki. 22. mars 2022 22:51 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti Sjá meira
Stefnir á að frumvarp um afglæpavæðingu verði á dagskrá í haust Heilbrigðisráðherra segir að frumvarp um afglæpavæðingu neysluskammta hafi verið sett á bið því að starfshópur sem fer fyrir málinu treystir sér ekki til að klára sín störf fyrir fyrsta apríl. Hann reiknar með að leggja fram betrumbætt frumvarp fyrir þingið í haust. Hann segist hlynntur refsileysi en að fíkniefni verði gerð upptæk finnist þau á fólki. 22. mars 2022 22:51