Alvarlegt að ráðherra rugli saman hugtökum Snorri Másson skrifar 27. mars 2022 13:51 Hafrún Elísa Sigurðarsdóttir er verkefnastjóri og sérfræðingur í skaðaminnkun hjá Rauða krossinum. Rauði krossinn Sérfræðingur í skaðaminnkun telur alvarlegt að ráðherrar vilji eins og því er lýst halda áfram að refsa fólki fyrir neyslu eiturlyfja. Úrræðaleysi í málaflokknum eigi ekki að standa í vegi fyrir afglæpavæðingu. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra velti því upp í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær að ef slakað yrði verulega á löggjöf um fíkniefni kynni það að stórauka aðgengi að efnunum, og þannig valda þróun sem væri mjög óæskileg. Hann vilji fara mjög varlega í að segja að fíkniefni séu lögleg á Íslandi. Á sama tíma er heilbrigðisráðherra í hans ríkisstjórn með frumvarp í vinnslu um afglæpavæðingu neysluskammta fíkniefna. Hart er brugðist við þessum ummælum ráðherra. Halldóra Mogensen þingmaður Pírata segir á Twitter að þau afhjúpi vanþekkingu á málaflokknum. Hafrún Elísa Sigurðardóttir, sérfræðingur í skaðaminnkun hjá Rauða krossnum, segir ráðherra rugla saman afglæpavæðingu og lögleiðingu. „Ég held að þetta sé mjög alvarlegt, að halda áfram að refsa fólki og eins og við sjáum hefur refsistefnan ekki neitt upp á sig og er bara hættuleg. Við viljum sjá breytingar á því,“ segir Hafrún Elísa. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins hefur sagst vilja treysta meðferðarúrræði áður en ráðist verði í afglæpavæðingu. „Ég er alveg sammála að það er mikið úrræðaleysi í þessum málaflokki á Íslandi og ég er alveg sammála að það þurfi að bæta úrræðin, en ég held að það ætti ekki að þurfa að standa í vegi fyrir að við getum afglæpavætt neysluskammta,“ segir Hafrún. Hafrún mælir með því að ráðherrarnir ræði við fórnarlömb refsistefnunnar til að kynnast áhrifum hennar. „Ég myndi hvetja ráðherrana til að kynna sér aðeins skaðaminnkandi hugmyndafræði og gagnreynda þekkingu og rannsóknir annars staðar í heiminum þar sem afglæpavæðing hefur verið tekin upp,“ segir Hafrún Elísa. 1. Að lögleiða felur í sér að setja reglur utan um vímuefnin. Að afnema refsistefnu stjórnvalda gagnvart vímuefnanotendum felur ekki í sér regluvæðingu. Nú er Bjarni að fletta ofan af vanþekkingu sinni með því að rugla saman afglæpavæðingu og lögleiðingu.https://t.co/WzpZs9bunG— Halldóra Mogensen (@Halldoramog) March 26, 2022 Fíkniefnabrot Heilbrigðismál Fíkn Tengdar fréttir Stefnir á að frumvarp um afglæpavæðingu verði á dagskrá í haust Heilbrigðisráðherra segir að frumvarp um afglæpavæðingu neysluskammta hafi verið sett á bið því að starfshópur sem fer fyrir málinu treystir sér ekki til að klára sín störf fyrir fyrsta apríl. Hann reiknar með að leggja fram betrumbætt frumvarp fyrir þingið í haust. Hann segist hlynntur refsileysi en að fíkniefni verði gerð upptæk finnist þau á fólki. 22. mars 2022 22:51 Mest lesið Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Konan er fundin Innlent Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Fleiri fréttir Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Lýsa eftir Amelíu Lilju sem hefur ekki sést í rúma viku Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra velti því upp í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær að ef slakað yrði verulega á löggjöf um fíkniefni kynni það að stórauka aðgengi að efnunum, og þannig valda þróun sem væri mjög óæskileg. Hann vilji fara mjög varlega í að segja að fíkniefni séu lögleg á Íslandi. Á sama tíma er heilbrigðisráðherra í hans ríkisstjórn með frumvarp í vinnslu um afglæpavæðingu neysluskammta fíkniefna. Hart er brugðist við þessum ummælum ráðherra. Halldóra Mogensen þingmaður Pírata segir á Twitter að þau afhjúpi vanþekkingu á málaflokknum. Hafrún Elísa Sigurðardóttir, sérfræðingur í skaðaminnkun hjá Rauða krossnum, segir ráðherra rugla saman afglæpavæðingu og lögleiðingu. „Ég held að þetta sé mjög alvarlegt, að halda áfram að refsa fólki og eins og við sjáum hefur refsistefnan ekki neitt upp á sig og er bara hættuleg. Við viljum sjá breytingar á því,“ segir Hafrún Elísa. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins hefur sagst vilja treysta meðferðarúrræði áður en ráðist verði í afglæpavæðingu. „Ég er alveg sammála að það er mikið úrræðaleysi í þessum málaflokki á Íslandi og ég er alveg sammála að það þurfi að bæta úrræðin, en ég held að það ætti ekki að þurfa að standa í vegi fyrir að við getum afglæpavætt neysluskammta,“ segir Hafrún. Hafrún mælir með því að ráðherrarnir ræði við fórnarlömb refsistefnunnar til að kynnast áhrifum hennar. „Ég myndi hvetja ráðherrana til að kynna sér aðeins skaðaminnkandi hugmyndafræði og gagnreynda þekkingu og rannsóknir annars staðar í heiminum þar sem afglæpavæðing hefur verið tekin upp,“ segir Hafrún Elísa. 1. Að lögleiða felur í sér að setja reglur utan um vímuefnin. Að afnema refsistefnu stjórnvalda gagnvart vímuefnanotendum felur ekki í sér regluvæðingu. Nú er Bjarni að fletta ofan af vanþekkingu sinni með því að rugla saman afglæpavæðingu og lögleiðingu.https://t.co/WzpZs9bunG— Halldóra Mogensen (@Halldoramog) March 26, 2022
Fíkniefnabrot Heilbrigðismál Fíkn Tengdar fréttir Stefnir á að frumvarp um afglæpavæðingu verði á dagskrá í haust Heilbrigðisráðherra segir að frumvarp um afglæpavæðingu neysluskammta hafi verið sett á bið því að starfshópur sem fer fyrir málinu treystir sér ekki til að klára sín störf fyrir fyrsta apríl. Hann reiknar með að leggja fram betrumbætt frumvarp fyrir þingið í haust. Hann segist hlynntur refsileysi en að fíkniefni verði gerð upptæk finnist þau á fólki. 22. mars 2022 22:51 Mest lesið Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Konan er fundin Innlent Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Fleiri fréttir Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Lýsa eftir Amelíu Lilju sem hefur ekki sést í rúma viku Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Sjá meira
Stefnir á að frumvarp um afglæpavæðingu verði á dagskrá í haust Heilbrigðisráðherra segir að frumvarp um afglæpavæðingu neysluskammta hafi verið sett á bið því að starfshópur sem fer fyrir málinu treystir sér ekki til að klára sín störf fyrir fyrsta apríl. Hann reiknar með að leggja fram betrumbætt frumvarp fyrir þingið í haust. Hann segist hlynntur refsileysi en að fíkniefni verði gerð upptæk finnist þau á fólki. 22. mars 2022 22:51