Chris Rock sagði brandara um að Jada Pinkett minnti á karakterinn G.I. Jane sem Demi Moore lék í samnefndri bíómynd. Jada Pinkett er krúnurökuð en hún hefur talað opinberlega um að hún glími við hárlos.
Smith var nóg boðið, labbaði upp á svið og sló Rock sem virtist bregða töluvert.
Smith öskraði einnig á Rock:
„Láttu nafn konunnar minnar ekki koma út úr fokking munninum á þér“.
Þetta gæti hafa verið eitt óþægilegasta augnablik Óskarsins og verður áhugavert að sjá hverjir eftirmálarnir verða. Shawn Combs kom upp á svið í kjölfar átakanna og sagði að þeir Smith og Rock myndu leysa úr þessu saman eins og fjölskylda eftir útsendinguna.
Akademían sendi frá sér yfirlýsingu í kjölfarið þar sem fram kom að samtökin fordæmdu allt ofbeldi.
The Academy does not condone violence of any form.
— The Academy (@TheAcademy) March 28, 2022
Tonight we are delighted to celebrate our 94th Academy Awards winners, who deserve this moment of recognition from their peers and movie lovers around the world.
Will Smith var augnablikum síðar valinn besti leikari í aðalhlutverki fyrir King Richard. Smith, sem vann sín fyrstu Óskarsverðlaun, baðst afsökunar á atvikinu í ræðu sinni.
Þar sagðist hann vilja vera boðberi ástarinnar og minnti á mikilvægi þess að standa með fólkinu sínu. Eins og Richard sjálfur, faðir Serenu og Venus Williams tennissystranna gerði.
Hér má sjá samantekt yfir alla sigurvegara gærkvöldsins sem var í beinni útsendingu á Stöð 2.