Vottaður sérfræðingur, hvað þýðir það? Sigríður Halla Magnúsdóttir skrifar 28. mars 2022 08:30 Undanfarna mánuði hafa Samtök um endómetríósu og sjúklingar með sjúkdóminn reynt að vekja athygli á sjúkdómnum og mikilvægi þess að við séum meðhöndluð af vottuðum sérfræðingum. En hvað þýðir vottaður sérfræðingur? Hinn almenni leikmaður heldur eflaust að kvensjúkdómalæknir ætti að þekkja vel til endómetríósu enda sérfræðimenntaður læknir í kvensjúkdómum. Það er hins vegar ekki raunin þegar kemur að endómetríósu. Að þekkja allar birtingamyndir sjúkdómsins og gera aðgerðir sem krefjast þess að skera burt endómetríósufrumur sem hafa komið sér fyrir á röngum stöðum, krefst mikillar þjálfunar. Þegar nægri þekkingu er náð þarf að viðhalda henni með því að framkvæma að lágmarki 12 aðgerðir á endómetríósu á ári. Hjá lækni sem starfar sem almennur kvensjúkdóma,- og fæðingalæknir er erfitt að verða við þeim kröfum. Þjónustan við fólk með endómetríósu hefur lengi verið slæm víða og hafa margir kvartað undan því að fá lítinn eða jafnvel engan létti eftir aðgerðir. Dr. Saeid Gholami varð þess var og ákvað að búa til sérstakt vottunarferli til þess að sporna við þessu vandamáli. Með vottunarferlinu vildi hann fækka þeim tilfellum þar sem fólk færi í aðgerðir hjá læknum óreyndum í sjúkdómnum. Vottunarferlið er blint á báða vegu sem þýðir að umsækjandi veit ekki hverjir fara yfir sína umsókn og þeir sérfræðingar sem meta hana vita ekki hver umsækjandinn er. Þegar læknir sækir um vottun þarf hann að skila inn starfsferilskrá, kynningu á eigin starfsreglum hvað varðar meðhöndlun á sjúkdómnum og þremur myndböndum úr mismunandi aðgerðum. Hvert myndband þarf að sýna heila aðgerð og hafi verið átt við myndbandið á einhvern hátt er það ekki tekið gilt. Að auki þarf umsækjandi að skila inn aðgerðarlýsingum og niðurstöðum vefjarannsóknar fyrir hverja aðgerð. Þrír sérfræðingar fara svo yfir aðgerðirnar og dæma meðal annars hvernig skurðtækni er notuð og hvort læknirinn nái að fjarlægja allar endómetríósu frumur án þess að skemma heilbrigða vefi í kring. Frammistaða umsækjanda er metin með sérstökum spurningalista á bilinu 1-10. Til þess að fá vottun þarf umsækjandi að fá að lágmarki 7 í einkunn fyrir hvert skref sem tekið er í öllum aðgerðunum. Það hefur varla farið framhjá neinum sem fylgist með baráttu okkar hjá Samtökum um endómetríósu og sjúklingum með endómetríósu að Jón Ívar Einarsson hefur hlotið vottun sem sérfræðingur í endómetríósu og er farinn að bjóða upp á aðgerðir á Klíníkinni. Enn sem komið er geta sjúklingar ekki fengið þessar aðgerðir niðurgreiddar af Sjúkratryggingum en við höfum fulla trú á að nú verði gerðar breytingar þar á. Það á enginn að þurfa að greiða fúlgu fjár úr eigin vasa til þess að lifa verkjalitlu lífi. Ég skora á alla þá sem starfa í heilbrigðisþjónustu að kynna sér sjúkdóminn því hann kemur öllum við. Eins og staðan er í dag er ekki hægt að segja við séum að njóta heilbrigðisþjónustu, við búum því miður við þjónustuskort og því verður ekki breytt fyrr en allir þeir sem veita heilbrigðisþjónustu eru tilbúnir til að fræðast um endómetríósu. Það eru mannréttindi en ekki forréttindi að fá fullnægjandi læknisþjónustu. Höfundur er varaformaður Samtaka um endómetríósu, greindist með sjúkdóminn 38 ára gömul, þurfti að leita erlendis til að fá frekari greiningu og gengur enn á veggi innan heilbrigðiskerfisins. Hér (www.icarebetter.com) er hægt að lesa betur um ferlið og þá sérfræðinga sem hlotið hafa vottun í sjúkdómnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kvenheilsa Mest lesið Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Sjá meira
Undanfarna mánuði hafa Samtök um endómetríósu og sjúklingar með sjúkdóminn reynt að vekja athygli á sjúkdómnum og mikilvægi þess að við séum meðhöndluð af vottuðum sérfræðingum. En hvað þýðir vottaður sérfræðingur? Hinn almenni leikmaður heldur eflaust að kvensjúkdómalæknir ætti að þekkja vel til endómetríósu enda sérfræðimenntaður læknir í kvensjúkdómum. Það er hins vegar ekki raunin þegar kemur að endómetríósu. Að þekkja allar birtingamyndir sjúkdómsins og gera aðgerðir sem krefjast þess að skera burt endómetríósufrumur sem hafa komið sér fyrir á röngum stöðum, krefst mikillar þjálfunar. Þegar nægri þekkingu er náð þarf að viðhalda henni með því að framkvæma að lágmarki 12 aðgerðir á endómetríósu á ári. Hjá lækni sem starfar sem almennur kvensjúkdóma,- og fæðingalæknir er erfitt að verða við þeim kröfum. Þjónustan við fólk með endómetríósu hefur lengi verið slæm víða og hafa margir kvartað undan því að fá lítinn eða jafnvel engan létti eftir aðgerðir. Dr. Saeid Gholami varð þess var og ákvað að búa til sérstakt vottunarferli til þess að sporna við þessu vandamáli. Með vottunarferlinu vildi hann fækka þeim tilfellum þar sem fólk færi í aðgerðir hjá læknum óreyndum í sjúkdómnum. Vottunarferlið er blint á báða vegu sem þýðir að umsækjandi veit ekki hverjir fara yfir sína umsókn og þeir sérfræðingar sem meta hana vita ekki hver umsækjandinn er. Þegar læknir sækir um vottun þarf hann að skila inn starfsferilskrá, kynningu á eigin starfsreglum hvað varðar meðhöndlun á sjúkdómnum og þremur myndböndum úr mismunandi aðgerðum. Hvert myndband þarf að sýna heila aðgerð og hafi verið átt við myndbandið á einhvern hátt er það ekki tekið gilt. Að auki þarf umsækjandi að skila inn aðgerðarlýsingum og niðurstöðum vefjarannsóknar fyrir hverja aðgerð. Þrír sérfræðingar fara svo yfir aðgerðirnar og dæma meðal annars hvernig skurðtækni er notuð og hvort læknirinn nái að fjarlægja allar endómetríósu frumur án þess að skemma heilbrigða vefi í kring. Frammistaða umsækjanda er metin með sérstökum spurningalista á bilinu 1-10. Til þess að fá vottun þarf umsækjandi að fá að lágmarki 7 í einkunn fyrir hvert skref sem tekið er í öllum aðgerðunum. Það hefur varla farið framhjá neinum sem fylgist með baráttu okkar hjá Samtökum um endómetríósu og sjúklingum með endómetríósu að Jón Ívar Einarsson hefur hlotið vottun sem sérfræðingur í endómetríósu og er farinn að bjóða upp á aðgerðir á Klíníkinni. Enn sem komið er geta sjúklingar ekki fengið þessar aðgerðir niðurgreiddar af Sjúkratryggingum en við höfum fulla trú á að nú verði gerðar breytingar þar á. Það á enginn að þurfa að greiða fúlgu fjár úr eigin vasa til þess að lifa verkjalitlu lífi. Ég skora á alla þá sem starfa í heilbrigðisþjónustu að kynna sér sjúkdóminn því hann kemur öllum við. Eins og staðan er í dag er ekki hægt að segja við séum að njóta heilbrigðisþjónustu, við búum því miður við þjónustuskort og því verður ekki breytt fyrr en allir þeir sem veita heilbrigðisþjónustu eru tilbúnir til að fræðast um endómetríósu. Það eru mannréttindi en ekki forréttindi að fá fullnægjandi læknisþjónustu. Höfundur er varaformaður Samtaka um endómetríósu, greindist með sjúkdóminn 38 ára gömul, þurfti að leita erlendis til að fá frekari greiningu og gengur enn á veggi innan heilbrigðiskerfisins. Hér (www.icarebetter.com) er hægt að lesa betur um ferlið og þá sérfræðinga sem hlotið hafa vottun í sjúkdómnum.
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun