Olíuverð lækkar vegna Covid-takmarkana í Sjanghæ Atli Ísleifsson skrifar 28. mars 2022 07:45 Útgöngubannið er til að reyna að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. AP Töluverðar lækkanir urðu á olíuverði á Asíumörkuðum við opnun þeirra í nótt og er lækkunin rakin til þeirrar ákvörðunar kínverskra stjórnvalda að setja útgöngubann í stórborginni Sjanghæ. Útgöngubannið er til að reyna að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar og hófst það í morgun með því að austurhluta borgarinnar var lokað. Á föstudaginn kemur svo röðin að vesturhluta borgarinnar en alls búa um 25 milljónir manna í borginni, sem er viðskiptamiðstöð Kína. Kórónuveiran hefur verið í uppsveiflu í borginni síðustu vikur en hingað til hafa yfirvöld þráast við að beita jafn hörðum aðgerðum þar eins og þau hafa gert annarsstaðar í landinu, í ljósi mikilvægis borgarinnar fyrir viðskiptalífið. Brent-hráolían lækkaði um fjóra dollara á tunnuna við opnun markaða en þrátt fyrir þá skörpu lækkun er olíuverð þó enn í hæstu hæðum, eða um áttatíu prósent hærra en það var fyrir ári, sem rekja má að miklu leyti til stríðsins í Úkraínu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kína Bensín og olía Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Bilun hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Útgöngubannið er til að reyna að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar og hófst það í morgun með því að austurhluta borgarinnar var lokað. Á föstudaginn kemur svo röðin að vesturhluta borgarinnar en alls búa um 25 milljónir manna í borginni, sem er viðskiptamiðstöð Kína. Kórónuveiran hefur verið í uppsveiflu í borginni síðustu vikur en hingað til hafa yfirvöld þráast við að beita jafn hörðum aðgerðum þar eins og þau hafa gert annarsstaðar í landinu, í ljósi mikilvægis borgarinnar fyrir viðskiptalífið. Brent-hráolían lækkaði um fjóra dollara á tunnuna við opnun markaða en þrátt fyrir þá skörpu lækkun er olíuverð þó enn í hæstu hæðum, eða um áttatíu prósent hærra en það var fyrir ári, sem rekja má að miklu leyti til stríðsins í Úkraínu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kína Bensín og olía Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Bilun hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira