Afgönskum konum bannað að fljúga án fylgdar karlmanna Eiður Þór Árnason skrifar 28. mars 2022 08:49 Talibanar hafa verið harðlega gagnrýndir fyrir nýju takmarkanirnar. Getty/Anadolu Agency Stjórn Talibana hefur tilkynnt flugfélögum í Afganistan að konur megi ekki fara um borð í flugvélar nema í fylgd með karlkyns ættingja. Bannið á bæði við um innanlands- og millilandaflug. Fréttastofan Reuters hefur þetta eftir tveimur ónafngreindum heimildarmönnum en nýju takmarkanirnar voru síðar staðfestar af flugmálayfirvöldum í Afganistan. Tilkynningin kemur skömmu eftir að Talibanar gengu á bak loforða sinna um að opna miðskóla fyrir stúlkur á ný. Sú ákvörðun hefur meðal annars verið fordæmd af mannúðarsamtökum og erlendum valdhöfum en skólarnir höfðu verið lokaðir frá því að Talibanar náðu völdum í ágúst í fyrra. Skólunum var skyndilega lokað á miðvikudag einungis nokkrum klukkustundum eftir að skólastarf hófst þar að nýju. Bandaríkjamenn afbókuðu á föstudag fyrirhugaðan fund með afgönskum ráðamönnum um efnahagsmál vegna lokunar skólanna. Vísað frá á flugvellinum Heimildarmenn Reuters, sem voru ekki nafngreindir af öryggisástæðum, segja að stjórnvöld hafi sent bréf til flugfélaga á laugardag þar sem þau voru upplýst um nýju takmarkanirnar. Reuters hefur eftir heimildarmönnunum að konur sem hafi verið búnar að bóka flugmiða yrði leyft að ferðast á sunnudag og mánudag. Þrátt fyrir það hafi einhverjum konum með farmiða verið vísað frá á alþjóðaflugvellinum í Kabúl á laugardag. Talsmaður Talibanastjórnarinnar hafði áður sagt að konur sem færu erlendis vegna náms ættu að vera í fylgd karlkyns ættingja. Óljóst er á þessu stigi máls hvort undantekningar séu frá nýju takmörkunum, vegna neyðartilvika eða í tilfelli kvenna sem eiga enga karlkyns ættingja í landinu. Sömuleiðis er óljóst hvort bannið nái til kvenna með tvöfaldan ríkisborgararétt. Afganistan Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Fréttastofan Reuters hefur þetta eftir tveimur ónafngreindum heimildarmönnum en nýju takmarkanirnar voru síðar staðfestar af flugmálayfirvöldum í Afganistan. Tilkynningin kemur skömmu eftir að Talibanar gengu á bak loforða sinna um að opna miðskóla fyrir stúlkur á ný. Sú ákvörðun hefur meðal annars verið fordæmd af mannúðarsamtökum og erlendum valdhöfum en skólarnir höfðu verið lokaðir frá því að Talibanar náðu völdum í ágúst í fyrra. Skólunum var skyndilega lokað á miðvikudag einungis nokkrum klukkustundum eftir að skólastarf hófst þar að nýju. Bandaríkjamenn afbókuðu á föstudag fyrirhugaðan fund með afgönskum ráðamönnum um efnahagsmál vegna lokunar skólanna. Vísað frá á flugvellinum Heimildarmenn Reuters, sem voru ekki nafngreindir af öryggisástæðum, segja að stjórnvöld hafi sent bréf til flugfélaga á laugardag þar sem þau voru upplýst um nýju takmarkanirnar. Reuters hefur eftir heimildarmönnunum að konur sem hafi verið búnar að bóka flugmiða yrði leyft að ferðast á sunnudag og mánudag. Þrátt fyrir það hafi einhverjum konum með farmiða verið vísað frá á alþjóðaflugvellinum í Kabúl á laugardag. Talsmaður Talibanastjórnarinnar hafði áður sagt að konur sem færu erlendis vegna náms ættu að vera í fylgd karlkyns ættingja. Óljóst er á þessu stigi máls hvort undantekningar séu frá nýju takmörkunum, vegna neyðartilvika eða í tilfelli kvenna sem eiga enga karlkyns ættingja í landinu. Sömuleiðis er óljóst hvort bannið nái til kvenna með tvöfaldan ríkisborgararétt.
Afganistan Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira