Húseigandi á Sigló fær ekki sorphirðureikninginn felldan niður Atli Ísleifsson skrifar 29. mars 2022 08:02 Frá Siglufirði. Sveitarfélagið Fjallabyggð byggði málflutning sinn meðal annras á að gjaldtaka sorphirðugjalds væri lögmæt, óháð notkun fasteignarinnar. Vísir/Egill Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað kæru manns sem leitaði til nefndarinnar vegna ákvörðunar sveitarfélagsins Fjallabyggðar um að hafna beiðni hans um sleppa við að greiða reikning vegna sorphirðu. Maðurinn sagðist ekki þurfa á þjónustunni að halda þar sem hús hans á Siglufirði stæði autt. Maðurinn leitaði til bæjarráðs Fjallabyggðar í september síðastliðinn þar sem hann tíundaði í bréfi að hús hans hefði staðið autt í tæplega tvö ár og sömuleiðis væri ekki útlit fyrir að það yrði notað til dvalar næstu tvö árin. Þar sem húsið hefði staðið autt og yrði það áfram væri þjónusta bæjarins, sem fælist í sorphirðu, ekki nýtt. Maðurinn kannaði þá eftir upplýsingum um hvort mögulegt væri að fjarlægja sorptunnurnar og svo undanskilja gjaldið fyrir sorphirðu í næstu álagningu, eða þar til að að húsið yrði dvalarhæft og eigendur hússins myndu óska eftir eftir þjónustunni á nýjan leik. Synjuðu beiðninni Bæjarráð tók erindið til umfjöllunar í október, synjaði beiðninni og tilkynnti manninum ákvörðunina í tölvupósti. Ákvað hann svo að leita til úrskurðarnefndarinnar, en hann hafði þá verið gert að greiða rúmlega 47 þúsund krónur fyrir sorphirðu í álagningarseðli fasteignagjalda fyrir árið 2022. Kærandinn vildi meina að ósanngjarnt væri að innheimta þjónustugjald án þess að þjónusta væri veitt, en hann hafi þá þegar greitt skilvíslega í heilt ár án þess að þiggja umrædda þjónustu. Sveitarfélagið byggði hins vegar málflutning sinn á að gjaldtaka sorphirðugjalds væri lögmæt, óháð notkun fasteignarinnar. Jafna kostnað Í niðurstöðukafla úrskurðarins kemur fram að telja verði að kostnaðarliðir að baki sorphirðugjalds Fjallabyggðar, það er vegna gámasvæðis, sorphreinsunar og sorpurðunar, falli undir þá þætti sem sveitarfélögum sé skylt að innheimta gjald fyrir. „Þrátt fyrir að ekki liggi fyrir nákvæm gögn um útreikning gjaldsins frá árinu 2013 [sem álagning sorphirðugjaldsins byggi á] verður að líta til þess að ekki verður annað séð en að hann hafi bæði byggst á skynsamlegri áætlun og átt sér stað áður en ákvörðun um fjárhæðina var tekin,“ segir í niðurstöðukaflanum. Þá segir að ljóst sé að sveitarfélagið hafi valið að fara þá leið að jafna kostnaði vegna meðhöndlunar sorps með því að innheimta fast gjald á hverja fasteignareiningu miðað við fjölda sorpíláta og þjónustustig. Sveitarfélaginu hafi því verið rétt að synja beiðni mannsins um niðurfellingu sorphirðugjalds og fáist fyrirhugaður skortur á nýtingu hennar engu breytt þar um. Úrskurðarnefndin telur því að hafna verði kröfu kæranda um ógildingu hinnar kærðu ákvörðunar. Fjallabyggð Sveitarstjórnarmál Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Sjá meira
Maðurinn leitaði til bæjarráðs Fjallabyggðar í september síðastliðinn þar sem hann tíundaði í bréfi að hús hans hefði staðið autt í tæplega tvö ár og sömuleiðis væri ekki útlit fyrir að það yrði notað til dvalar næstu tvö árin. Þar sem húsið hefði staðið autt og yrði það áfram væri þjónusta bæjarins, sem fælist í sorphirðu, ekki nýtt. Maðurinn kannaði þá eftir upplýsingum um hvort mögulegt væri að fjarlægja sorptunnurnar og svo undanskilja gjaldið fyrir sorphirðu í næstu álagningu, eða þar til að að húsið yrði dvalarhæft og eigendur hússins myndu óska eftir eftir þjónustunni á nýjan leik. Synjuðu beiðninni Bæjarráð tók erindið til umfjöllunar í október, synjaði beiðninni og tilkynnti manninum ákvörðunina í tölvupósti. Ákvað hann svo að leita til úrskurðarnefndarinnar, en hann hafði þá verið gert að greiða rúmlega 47 þúsund krónur fyrir sorphirðu í álagningarseðli fasteignagjalda fyrir árið 2022. Kærandinn vildi meina að ósanngjarnt væri að innheimta þjónustugjald án þess að þjónusta væri veitt, en hann hafi þá þegar greitt skilvíslega í heilt ár án þess að þiggja umrædda þjónustu. Sveitarfélagið byggði hins vegar málflutning sinn á að gjaldtaka sorphirðugjalds væri lögmæt, óháð notkun fasteignarinnar. Jafna kostnað Í niðurstöðukafla úrskurðarins kemur fram að telja verði að kostnaðarliðir að baki sorphirðugjalds Fjallabyggðar, það er vegna gámasvæðis, sorphreinsunar og sorpurðunar, falli undir þá þætti sem sveitarfélögum sé skylt að innheimta gjald fyrir. „Þrátt fyrir að ekki liggi fyrir nákvæm gögn um útreikning gjaldsins frá árinu 2013 [sem álagning sorphirðugjaldsins byggi á] verður að líta til þess að ekki verður annað séð en að hann hafi bæði byggst á skynsamlegri áætlun og átt sér stað áður en ákvörðun um fjárhæðina var tekin,“ segir í niðurstöðukaflanum. Þá segir að ljóst sé að sveitarfélagið hafi valið að fara þá leið að jafna kostnaði vegna meðhöndlunar sorps með því að innheimta fast gjald á hverja fasteignareiningu miðað við fjölda sorpíláta og þjónustustig. Sveitarfélaginu hafi því verið rétt að synja beiðni mannsins um niðurfellingu sorphirðugjalds og fáist fyrirhugaður skortur á nýtingu hennar engu breytt þar um. Úrskurðarnefndin telur því að hafna verði kröfu kæranda um ógildingu hinnar kærðu ákvörðunar.
Fjallabyggð Sveitarstjórnarmál Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Sjá meira