Arnar svimaði að hlaupa á eftir Xavi og Iniesta Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. mars 2022 09:31 Arnar Þór Viðarsson á ágætis minningar frá leikjum gegn Spánverjum. getty/Alex Nicodim Á blaðamannafundi í gær rifjaði Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, hvernig það var að spila gegn spænsku snillingunum Xavi og Andrés Iniesta. Ísland mætir Spáni í vináttulandsleik á Riazor í A Coruna klukkan 18:45 í kvöld. Þetta verður í fyrsta sinn sem Arnar stýrir íslenska landsliðinu gegn Spáni. Hann mætti hins vegar spænska liðinu tvisvar sem leikmaður, í undankeppni EM 2008. Á blaðamannafundi í gær var Arnar spurður út í hvernig það hafi verið að mæta Spánverjum sem leikmaður. „Það er svo langt síðan. Ég er orðinn svo gamall. Þegar þú fékkst tækifæri sem leikmaður að spila gegn mönnum eins og Xavi og Iniesta voru það stóru augnablikin á ferlinum. Fyrir lið eins og Ísland og leikmann frá Íslandi var þetta draumur að rætast. En við vildum líka ná úrslitum,“ sagði Arnar. Spánn vann nauman sigur á Íslandi í fyrri leiknum í undankeppni EM 2008, 1-0. Iniesta skoraði mark Spánverja níu mínútum fyrir leikslok. Seinni leikurinn á Laugardalsvellinum endaði með 1-1 jafntefli. Emil Hallfreðsson skoraði mark Íslendinga með flugskalla eftir fyrirgjöf Jóhannesar Karls Guðjónsson, núverandi aðstoðarþjálfara íslenska liðsins. en Iniesta jafnaði fyrir Spánverja. Tvö af fjórtán landsliðsmörkum Iniestas komu gegn Íslandi. „Þetta minnir mig líka sem þjálfara á að það er mögulegt að ná úrslitum gegn heimsklassa leikmönnum og heimsklassa liðum,“ sagði Arnar. „Ég man samt ekki mikið eftir leikjunum nema að mig svimaði svolítið að hlaupa á eftir Xavi og Iniesta,“ sagði Arnar. Hann var þó ekki eini leikmaðurinn sem var ringlaður við að spila gegn þessum mögnuðu fótboltamönnum. Leikur Íslands og Spánn hefst klukkan 18:45 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Aðeins fjórir eldri leikmenn en Birkir hafa skorað fyrir íslenska landsliðið Birkir Bjarnason tryggði íslenska karlalandsliðinu jafntefli á móti Finnlandi um helgina með sínu fimmtánda landsliðsmarki. 28. mars 2022 12:00 A Albert Guðmundsson verður að öllum líkindum með íslenska fótboltalandsliðinu þegar það mætir því spænska í vináttulandsleik á morgun. 28. mars 2022 11:14 lbert líklega með á morgun en engin áhætta tekin með Andra Albert Guðmundsson verður að öllum líkindum með íslenska fótboltalandsliðinu þegar það mætir því spænska í vináttulandsleik á morgun. 28. mars 2022 11:14 Mest lesið Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti Antony búinn að skora jafn oft fyrir Betis og United á tímabilinu Fótbolti Keflavík í vandræðum: „Vörnin hélt áfram að vera léleg og varð eiginlega verri“ Körfubolti Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íslenski boltinn Þýski handboltinn hafinn aftur eftir HM: Elvar og félagar héldu uppteknum hætti Handbolti Mark Hákons fékk ekki að standa og Lille tapaði gegn botnliðinu Fótbolti Jafntefli niðurstaðan í nágrannatoppslag Fótbolti Brighton sneri við eftir að hafa lent snemma undir Enski boltinn „Ég bjóst ekki við þessu í hálfleik“ Handbolti Willum og félagar úr leik eftir svekkjandi tap gegn Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Antony búinn að skora jafn oft fyrir Betis og United á tímabilinu Brighton sneri við eftir að hafa lent snemma undir Jafntefli niðurstaðan í nágrannatoppslag Mark Hákons fékk ekki að standa og Lille tapaði gegn botnliðinu Willum og félagar úr leik eftir svekkjandi tap gegn Newcastle Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Stefán og félagar áfram í FA bikarnum eftir vítaspyrnukeppni Sjóðheitur Jón Daði gaf fyrstu stoðsendinguna Þrenna hjá Patrick og ferna hjá Unni Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Maguire hetja United í bikarnum Andri Lucas skoraði í kvöld ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Svekkjandi töpuð stig hjá Sveindísi og félögum Cristiano Ronaldo farinn að skora á fimmtugsaldri Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sjá meira
Ísland mætir Spáni í vináttulandsleik á Riazor í A Coruna klukkan 18:45 í kvöld. Þetta verður í fyrsta sinn sem Arnar stýrir íslenska landsliðinu gegn Spáni. Hann mætti hins vegar spænska liðinu tvisvar sem leikmaður, í undankeppni EM 2008. Á blaðamannafundi í gær var Arnar spurður út í hvernig það hafi verið að mæta Spánverjum sem leikmaður. „Það er svo langt síðan. Ég er orðinn svo gamall. Þegar þú fékkst tækifæri sem leikmaður að spila gegn mönnum eins og Xavi og Iniesta voru það stóru augnablikin á ferlinum. Fyrir lið eins og Ísland og leikmann frá Íslandi var þetta draumur að rætast. En við vildum líka ná úrslitum,“ sagði Arnar. Spánn vann nauman sigur á Íslandi í fyrri leiknum í undankeppni EM 2008, 1-0. Iniesta skoraði mark Spánverja níu mínútum fyrir leikslok. Seinni leikurinn á Laugardalsvellinum endaði með 1-1 jafntefli. Emil Hallfreðsson skoraði mark Íslendinga með flugskalla eftir fyrirgjöf Jóhannesar Karls Guðjónsson, núverandi aðstoðarþjálfara íslenska liðsins. en Iniesta jafnaði fyrir Spánverja. Tvö af fjórtán landsliðsmörkum Iniestas komu gegn Íslandi. „Þetta minnir mig líka sem þjálfara á að það er mögulegt að ná úrslitum gegn heimsklassa leikmönnum og heimsklassa liðum,“ sagði Arnar. „Ég man samt ekki mikið eftir leikjunum nema að mig svimaði svolítið að hlaupa á eftir Xavi og Iniesta,“ sagði Arnar. Hann var þó ekki eini leikmaðurinn sem var ringlaður við að spila gegn þessum mögnuðu fótboltamönnum. Leikur Íslands og Spánn hefst klukkan 18:45 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.
Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Aðeins fjórir eldri leikmenn en Birkir hafa skorað fyrir íslenska landsliðið Birkir Bjarnason tryggði íslenska karlalandsliðinu jafntefli á móti Finnlandi um helgina með sínu fimmtánda landsliðsmarki. 28. mars 2022 12:00 A Albert Guðmundsson verður að öllum líkindum með íslenska fótboltalandsliðinu þegar það mætir því spænska í vináttulandsleik á morgun. 28. mars 2022 11:14 lbert líklega með á morgun en engin áhætta tekin með Andra Albert Guðmundsson verður að öllum líkindum með íslenska fótboltalandsliðinu þegar það mætir því spænska í vináttulandsleik á morgun. 28. mars 2022 11:14 Mest lesið Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti Antony búinn að skora jafn oft fyrir Betis og United á tímabilinu Fótbolti Keflavík í vandræðum: „Vörnin hélt áfram að vera léleg og varð eiginlega verri“ Körfubolti Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íslenski boltinn Þýski handboltinn hafinn aftur eftir HM: Elvar og félagar héldu uppteknum hætti Handbolti Mark Hákons fékk ekki að standa og Lille tapaði gegn botnliðinu Fótbolti Jafntefli niðurstaðan í nágrannatoppslag Fótbolti Brighton sneri við eftir að hafa lent snemma undir Enski boltinn „Ég bjóst ekki við þessu í hálfleik“ Handbolti Willum og félagar úr leik eftir svekkjandi tap gegn Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Antony búinn að skora jafn oft fyrir Betis og United á tímabilinu Brighton sneri við eftir að hafa lent snemma undir Jafntefli niðurstaðan í nágrannatoppslag Mark Hákons fékk ekki að standa og Lille tapaði gegn botnliðinu Willum og félagar úr leik eftir svekkjandi tap gegn Newcastle Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Stefán og félagar áfram í FA bikarnum eftir vítaspyrnukeppni Sjóðheitur Jón Daði gaf fyrstu stoðsendinguna Þrenna hjá Patrick og ferna hjá Unni Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Maguire hetja United í bikarnum Andri Lucas skoraði í kvöld ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Svekkjandi töpuð stig hjá Sveindísi og félögum Cristiano Ronaldo farinn að skora á fimmtugsaldri Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sjá meira
Aðeins fjórir eldri leikmenn en Birkir hafa skorað fyrir íslenska landsliðið Birkir Bjarnason tryggði íslenska karlalandsliðinu jafntefli á móti Finnlandi um helgina með sínu fimmtánda landsliðsmarki. 28. mars 2022 12:00
A Albert Guðmundsson verður að öllum líkindum með íslenska fótboltalandsliðinu þegar það mætir því spænska í vináttulandsleik á morgun. 28. mars 2022 11:14
lbert líklega með á morgun en engin áhætta tekin með Andra Albert Guðmundsson verður að öllum líkindum með íslenska fótboltalandsliðinu þegar það mætir því spænska í vináttulandsleik á morgun. 28. mars 2022 11:14