Hugvitsamlegar kjaraviðræður? Einar Mäntylä skrifar 29. mars 2022 08:02 „Allir vinna“ er markmið þar sem hagsmunir aðila fara saman og eru líklegir til að leiða til samninga sem halda til lengri tíma. Þá gildir að koma auga á tækfærin sem skila verðmætasköpun til beggja aðila. Tilgangur þessarar greinar er að benda aðilum vinnumarkaðarins á einmitt slíkt tækifæri sem gagnast báðum aðilum en hefur ekki verið hluti af kjarasamningum hingað til, svo undirrituðum sé kunnugt. Við lifum í þekkingarsamfélagi þar sem þekking og hugvit eru auðlind sem jafna má við kvótaeign innan sjávarútvegsins. Enn á það við að þeir fiska sem róa. Fyrirtæki sem meta hugvit til verðmæta og meðhöndla það sem slíkt vernda hugverkin og standa betur í samkeppni við fyrirtæki sem ekki sinna hugverkavernd. Atvinnurekendur sem hvetja starfsmenn sína til nýsköpunar efla og styrkja grundvöll fyrirtækisins í leiðinni. Samkvæmt landslögum ( nr. 72/2004) á vinnuveitandi, hvort sem um er að ræða ríkisstofnun eða einkafyrirtæki, rétt á uppfinningu starfsmanns og getur varið hana með einkaleyfisumsókn og tekur á sig kostnaðinn við einkaleyfaferlið en umbunar starfsmanninum. Í nútíma þekkingarsamfélagi er þetta fyrirkomulag sem ætti að gagnast bæði atvinnuveitandanum og starfsmanninum/uppfinningamanninum og bæta samkeppnishæfni fyrirtækisins, sem sagt, „allir vinna“. Virk hugverkavernd verður stöðugt mikilvægari fyrir verðmætasköpun í samfélaginu. Nýlega komu fram gögn sem sýna með sláandi skýrum hætti mikilvægi hugverkaverndar og hvernig það gagnast öllum, atvinnurekendum, eigendum, launþegum og samfélaginu. Evrópska einkaleyfastofan EPO birti skýrslu á síðasta ári þar sem könnuð voru yfir 127 þúsund fyrirtæki í öllum 28 meðlimalöndum EB. Þar voru fyrirtæki sem höfðu hugverk vernduð (einkaleyfi, vörumerki, hönnun) borin saman við fyrirtæki sem ekki áttu nein varin hugverk. Leiðrétt var fyrir þáttum eins og stærð, atvinnugrein og landi til þess að samanburðurinn gæfi sem réttasta mynd. Fyrrirtæki sem vernda hugverkin sín eru stærri, arðbærari og borga betri laun Munurinn var athyglisverður: Fyrirtæki sem eiga einhver hugverk eru að meðaltali 164% stærri (13,5 starfsmenn) en fyrirtæki í sama geira sem ekki eiga nein hugverk (5,1 starfsmaður) og fyrirtæki sem eiga einkaleyfi eða verndaða hönnun í viðkomandi geira eru áberandi stærri (um 465% stærri og með 29 starfsmenn). Tekjur fyrirtækis per starfsmann eru að meðaltali um 20% hærri hjá fyrirtækjum með einhver vernduð hugverk, tekjur fyrirtækis með einkaleyfi eru 36% hærri og með hönnunarvernd 32% hærri en fyrirtækja í sama geira sem ekki eiga slík vernduð hugverk. Laun starfsmanna fyrirtækja sem ekki hafa verndað hugverk eru 17,4% lægri en hjá fyrirtækjum sem eiga vörumerki, 29,7% lægri en hjá fyrirtækjum sem eiga skráða hönnun og heilum 52% lægri en hjá þeim fyrirtækjum sem eiga einkaleyfi. Í stuttu máli, fyrirtæki sem virða hugvit og vernda hugverkin sín með vörumerki, einkaleyfi, eða hönnunarvernd, eru einfaldlega stærri, arðbærari og borga betri laun. Hugverkavernd borgar sig ef marka má 127.199 fyrirtæki í Evrópu. Það ætti að vera sameiginlegt hagsmunamál aðila vinnumarkaðarins í komandi kjarasamningum að samningar hvetji sérstaklega til hugverkaverndar og nýsköpunar. Því þannig vinna allir, bæði atvinnurekendur og launþegar í þekkingarsamfélagi sem við viljum tilheyra. Höfundur er framkvæmdastjóri Auðnu tæknitorgs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Skoðun Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Sjá meira
„Allir vinna“ er markmið þar sem hagsmunir aðila fara saman og eru líklegir til að leiða til samninga sem halda til lengri tíma. Þá gildir að koma auga á tækfærin sem skila verðmætasköpun til beggja aðila. Tilgangur þessarar greinar er að benda aðilum vinnumarkaðarins á einmitt slíkt tækifæri sem gagnast báðum aðilum en hefur ekki verið hluti af kjarasamningum hingað til, svo undirrituðum sé kunnugt. Við lifum í þekkingarsamfélagi þar sem þekking og hugvit eru auðlind sem jafna má við kvótaeign innan sjávarútvegsins. Enn á það við að þeir fiska sem róa. Fyrirtæki sem meta hugvit til verðmæta og meðhöndla það sem slíkt vernda hugverkin og standa betur í samkeppni við fyrirtæki sem ekki sinna hugverkavernd. Atvinnurekendur sem hvetja starfsmenn sína til nýsköpunar efla og styrkja grundvöll fyrirtækisins í leiðinni. Samkvæmt landslögum ( nr. 72/2004) á vinnuveitandi, hvort sem um er að ræða ríkisstofnun eða einkafyrirtæki, rétt á uppfinningu starfsmanns og getur varið hana með einkaleyfisumsókn og tekur á sig kostnaðinn við einkaleyfaferlið en umbunar starfsmanninum. Í nútíma þekkingarsamfélagi er þetta fyrirkomulag sem ætti að gagnast bæði atvinnuveitandanum og starfsmanninum/uppfinningamanninum og bæta samkeppnishæfni fyrirtækisins, sem sagt, „allir vinna“. Virk hugverkavernd verður stöðugt mikilvægari fyrir verðmætasköpun í samfélaginu. Nýlega komu fram gögn sem sýna með sláandi skýrum hætti mikilvægi hugverkaverndar og hvernig það gagnast öllum, atvinnurekendum, eigendum, launþegum og samfélaginu. Evrópska einkaleyfastofan EPO birti skýrslu á síðasta ári þar sem könnuð voru yfir 127 þúsund fyrirtæki í öllum 28 meðlimalöndum EB. Þar voru fyrirtæki sem höfðu hugverk vernduð (einkaleyfi, vörumerki, hönnun) borin saman við fyrirtæki sem ekki áttu nein varin hugverk. Leiðrétt var fyrir þáttum eins og stærð, atvinnugrein og landi til þess að samanburðurinn gæfi sem réttasta mynd. Fyrrirtæki sem vernda hugverkin sín eru stærri, arðbærari og borga betri laun Munurinn var athyglisverður: Fyrirtæki sem eiga einhver hugverk eru að meðaltali 164% stærri (13,5 starfsmenn) en fyrirtæki í sama geira sem ekki eiga nein hugverk (5,1 starfsmaður) og fyrirtæki sem eiga einkaleyfi eða verndaða hönnun í viðkomandi geira eru áberandi stærri (um 465% stærri og með 29 starfsmenn). Tekjur fyrirtækis per starfsmann eru að meðaltali um 20% hærri hjá fyrirtækjum með einhver vernduð hugverk, tekjur fyrirtækis með einkaleyfi eru 36% hærri og með hönnunarvernd 32% hærri en fyrirtækja í sama geira sem ekki eiga slík vernduð hugverk. Laun starfsmanna fyrirtækja sem ekki hafa verndað hugverk eru 17,4% lægri en hjá fyrirtækjum sem eiga vörumerki, 29,7% lægri en hjá fyrirtækjum sem eiga skráða hönnun og heilum 52% lægri en hjá þeim fyrirtækjum sem eiga einkaleyfi. Í stuttu máli, fyrirtæki sem virða hugvit og vernda hugverkin sín með vörumerki, einkaleyfi, eða hönnunarvernd, eru einfaldlega stærri, arðbærari og borga betri laun. Hugverkavernd borgar sig ef marka má 127.199 fyrirtæki í Evrópu. Það ætti að vera sameiginlegt hagsmunamál aðila vinnumarkaðarins í komandi kjarasamningum að samningar hvetji sérstaklega til hugverkaverndar og nýsköpunar. Því þannig vinna allir, bæði atvinnurekendur og launþegar í þekkingarsamfélagi sem við viljum tilheyra. Höfundur er framkvæmdastjóri Auðnu tæknitorgs.
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar