Þetta staðfesta heimildir Lífsins. Birgitta Líf birti krúttlega mynd af þeim saman á Instagram í skíðaferðinni á Sauðarkróki í síðustu viku og ljómar hún af hamingju.
Hafa þau sést saman víða um borgina undanfarið, meðal annars á Bankastræti Club. Birgitta Líf verður þrítug á árinu en Enok er nokkrum árum yngri, fæddur árið 2001.
Birgitta Líf hefur haft í nógu að snúast undanfarið en hún er einnig umboðsmaður tónlistarmannsins Húgó, sem var valinn nýliði ársins á Hlustendaverðlaununum fyrr í mánuðinum.
