Segja verkefnastjórn og yfirsýn hafa brugðist við tilfærslu skimunar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 29. mars 2022 17:09 Starfshópurinn segir ljóst að heilbrigðiskerfið sé viðkvæmt gagnvart breytingum og endurskipulagningu og því hefði þurft að vanda sérstaklega vel til verka. Vísir/Getty Yfirsýn og verkefnastjórn hjá heilbrigðisráðuneytinu brást þegar framkvæmd leghálsskimunar var færð úr höndum Krabbameinsfélags Íslands og til nýrrar Samhæfingarmiðstöðvar krabbameina á vegum Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu starfshóps Læknafélags Íslands sem fjallar um breytingar á skipulagi og framkvæmd leghálskrabbameinsskimunar. Starfshópurinn fór yfir aðdraganda breytingarinnar en ekki er ofsögum sagt að heilbrigðisyfirvöld fái falleinkunn í skýrslunni. Starfshópurinn segir ljóst að heilbrigðiskerfið sé viðkvæmt gagnvart breytingum og endurskipulagningu og því hefði þurft að vanda sérstaklega vel til verka. Hópurinn segir að verulega hafi skort á víðtæku samráði og undirbúningi sem tilfærsla starfseminnar hefði kallað á. Tímasett verk- og kostnaðaráætlun hafi þá ekki verið gerð af hálfu forsvarsaðila hvorki heilsugæslu né heilbrigðisráðuneytisins. Breytingunum hafi þá verið stýrt af fáeinum starfsmönnum nýrrar Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimunar. Staðsetning, stjórnun og utanumhald hafi þá markast af skammtímalausnum innan heilsugæslunnar. Umtalsverð óvissa hafi því skapast vegna allra þeirra þátta ferlisins sem ekki hafði verið hugsað fyrir. Langur tími hafi til að mynda liðið á árinu 2021 þar til margar konur fengu svör um niðurstöðu skimunar. Ekki var gert áhættumat á því hvar veika punkta gæti verið að finna í yfirfærsluferlinu og ekki gert ráð fyrir tímabili þar sem bæði kerfin yrðu keyrð samtímis til að tryggja samfellu og að nýtt kerfi virkaði sem skyldi. Starfshópurinn segir að kostnaðaráætlun hafi verið ófullkomin og að ekki hafi verið gætt með réttum hætti að persónuvernd við flutning íslenskra lífsýna erlendis. Loks er það álit starfshópsins að stjórnunaraðilum í heilbrigðismálum landsins hefði mátt vera ljóst að þörf væri á vönduðum undirbúningi og lengri tíma fyrir svo umfangsmikið verkefni til að ekki yrði rof á þjónustu sem þegar var til staðar í gegnum leitarstarf Krabbameinsfélagsins. Starfshópurinn fer fram á það að atburðarás, líkt og þessi, endurtaki sig ekki þegar gera á umfangsmiklar breytingar í heilbrigðiskerfinu í framtíðinni. Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Heilsugæsla Tengdar fréttir Krabbameinsfélagið greiðir konu með banvænt krabbamein tugi milljóna Kona sem greindist með banvænt krabbamein fær greiddar tugi milljóna króna í bætur frá Krabbameinsfélaginu vegna mistaka við leghálsskimun. Þegar meinið loks uppgötvaðist var það ekki lengur skurðtækt. 9. desember 2021 23:00 Landlæknir áréttaði við heilsugæsluna að láta konur njóta vafans Öll leghálssýni sem fyrst voru sett til hliðar vegna gruns um ofskimum voru á endanum send til rannsóknar í Danmörku. Örfá einkennasýni voru þeirra á meðal. Þetta er meðal þess sem kemur fram í gögnum sem Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu sendi Embætti landlæknis í sumar og svörum þeirra við fyrirspurnum Vísis. 29. október 2021 07:30 Konur sem fóru í skimun í mars bíða enn svara Þær konur sem beðið hafa lengst eftir svörum vegna leghálsskimunar hafa beðið meira en fjóra mánuði. Konur sem fóru í skimun í lok mars eiga enn eftir að fá niðurstöðu. Þetta kemur fram í svörum Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu við fyrirspurn Vísis. 16. ágúst 2021 06:33 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri skýrslu starfshóps Læknafélags Íslands sem fjallar um breytingar á skipulagi og framkvæmd leghálskrabbameinsskimunar. Starfshópurinn fór yfir aðdraganda breytingarinnar en ekki er ofsögum sagt að heilbrigðisyfirvöld fái falleinkunn í skýrslunni. Starfshópurinn segir ljóst að heilbrigðiskerfið sé viðkvæmt gagnvart breytingum og endurskipulagningu og því hefði þurft að vanda sérstaklega vel til verka. Hópurinn segir að verulega hafi skort á víðtæku samráði og undirbúningi sem tilfærsla starfseminnar hefði kallað á. Tímasett verk- og kostnaðaráætlun hafi þá ekki verið gerð af hálfu forsvarsaðila hvorki heilsugæslu né heilbrigðisráðuneytisins. Breytingunum hafi þá verið stýrt af fáeinum starfsmönnum nýrrar Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimunar. Staðsetning, stjórnun og utanumhald hafi þá markast af skammtímalausnum innan heilsugæslunnar. Umtalsverð óvissa hafi því skapast vegna allra þeirra þátta ferlisins sem ekki hafði verið hugsað fyrir. Langur tími hafi til að mynda liðið á árinu 2021 þar til margar konur fengu svör um niðurstöðu skimunar. Ekki var gert áhættumat á því hvar veika punkta gæti verið að finna í yfirfærsluferlinu og ekki gert ráð fyrir tímabili þar sem bæði kerfin yrðu keyrð samtímis til að tryggja samfellu og að nýtt kerfi virkaði sem skyldi. Starfshópurinn segir að kostnaðaráætlun hafi verið ófullkomin og að ekki hafi verið gætt með réttum hætti að persónuvernd við flutning íslenskra lífsýna erlendis. Loks er það álit starfshópsins að stjórnunaraðilum í heilbrigðismálum landsins hefði mátt vera ljóst að þörf væri á vönduðum undirbúningi og lengri tíma fyrir svo umfangsmikið verkefni til að ekki yrði rof á þjónustu sem þegar var til staðar í gegnum leitarstarf Krabbameinsfélagsins. Starfshópurinn fer fram á það að atburðarás, líkt og þessi, endurtaki sig ekki þegar gera á umfangsmiklar breytingar í heilbrigðiskerfinu í framtíðinni.
Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Heilsugæsla Tengdar fréttir Krabbameinsfélagið greiðir konu með banvænt krabbamein tugi milljóna Kona sem greindist með banvænt krabbamein fær greiddar tugi milljóna króna í bætur frá Krabbameinsfélaginu vegna mistaka við leghálsskimun. Þegar meinið loks uppgötvaðist var það ekki lengur skurðtækt. 9. desember 2021 23:00 Landlæknir áréttaði við heilsugæsluna að láta konur njóta vafans Öll leghálssýni sem fyrst voru sett til hliðar vegna gruns um ofskimum voru á endanum send til rannsóknar í Danmörku. Örfá einkennasýni voru þeirra á meðal. Þetta er meðal þess sem kemur fram í gögnum sem Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu sendi Embætti landlæknis í sumar og svörum þeirra við fyrirspurnum Vísis. 29. október 2021 07:30 Konur sem fóru í skimun í mars bíða enn svara Þær konur sem beðið hafa lengst eftir svörum vegna leghálsskimunar hafa beðið meira en fjóra mánuði. Konur sem fóru í skimun í lok mars eiga enn eftir að fá niðurstöðu. Þetta kemur fram í svörum Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu við fyrirspurn Vísis. 16. ágúst 2021 06:33 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Krabbameinsfélagið greiðir konu með banvænt krabbamein tugi milljóna Kona sem greindist með banvænt krabbamein fær greiddar tugi milljóna króna í bætur frá Krabbameinsfélaginu vegna mistaka við leghálsskimun. Þegar meinið loks uppgötvaðist var það ekki lengur skurðtækt. 9. desember 2021 23:00
Landlæknir áréttaði við heilsugæsluna að láta konur njóta vafans Öll leghálssýni sem fyrst voru sett til hliðar vegna gruns um ofskimum voru á endanum send til rannsóknar í Danmörku. Örfá einkennasýni voru þeirra á meðal. Þetta er meðal þess sem kemur fram í gögnum sem Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu sendi Embætti landlæknis í sumar og svörum þeirra við fyrirspurnum Vísis. 29. október 2021 07:30
Konur sem fóru í skimun í mars bíða enn svara Þær konur sem beðið hafa lengst eftir svörum vegna leghálsskimunar hafa beðið meira en fjóra mánuði. Konur sem fóru í skimun í lok mars eiga enn eftir að fá niðurstöðu. Þetta kemur fram í svörum Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu við fyrirspurn Vísis. 16. ágúst 2021 06:33
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent