Steinhissa á framkvæmdum í Tryggvagötu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. mars 2022 22:01 Anna Þorsteinsdóttir fyrir utan The Sushi Train í Tryggvagötu sem hún rekur ásamt bróður sínum. Framkvæmdirnar má sjá í bakgrunni. Vísir/Vilhelm Framkvæmdir við Tryggvagötu í Reykjavík eru þyrnir í augum eins íbúa götunnar, sem einnig rekur þar tvo veitingastaði. Hann segir að hvorki íbúar né rekstraraðilar hafi verið látnir vita af framkvæmdunum fyrr en eftir að þær hófust og er óánægður með Reykjavíkurborg. Systkinin Anna og Kristján Þorsteinsbörn reka tvo veitingastaði við Tryggvagötu, Osushi og Hungry Chef. Kristján, sem býr auk þess í götunni, segir að tilkynning vegna framkvæmdanna hafi ekki borist fyrr en tæpum tveimur vikum eftir upphaf þeirra. Hún hafi komið frá Veitum. „Þetta er allt hið furðulegasta mál,“ segir Kristján, sem segir framkvæmdirnar hafa neikvæð áhrif á rekstur hans, sem hafi verið nóg af upp á síðkastið vegna kórónuveirufaraldursins. Segir ósamræmi í upplýsingagjöf um verklok Kristján segir að í tölvupóstinum sem barst frá Veitum hafi verið vísað á tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar, þar sem fram hefði komið að framkvæmdum ætti að ljúka í sumar. Frá framkvæmdunum. Bláa húsið hýsir meðal annars Borgarbókasafnið í miðbænum.Vísir/vilhelm „Ég ræddi við verktakann hérna um daginn sem sagði að þeir hefðu til loka ágúst til að dunda sér í þessu. Ætli þetta verði þá ekki búið um jólin,“ segir Kristján og hlær við. Kristján furðar sig þá á vinnubrögðum borgarinnar, sem hann segir litlu hafa svarað um málið. „Fulltrúi húsfélagsins þar sem ég bý sendi pósta á Reykjavíkurborg og fleiri aðila og hefur fengið eitt svar, en annars hefur allt verið hundsað af hálfu borgarinnar. Það var einhver innan borgarinnar sem sagðist ætla að koma þessu á rétta fólkið, en það hefur síðan ekki svarað.“ Furðar sig á stöðumælavarðaskorti Annað vandamál sem Kristján segir framkvæmdirnar hafa í för með sér helgast af ólöglega lögðum bílum í götunni. „Tryggvagatan er lokuð. Þú getur beygt inn á hana en svo þegar þú kemur að enda götunnar er bara hola. Ég ræddi við bílastæðavörð hérna um þar síðustu helgi, því bílum var lagt hérna um allar trissur, alveg eins ólöglega og hægt er. Uppi á gangstéttum og allt,“ segir Kristján. Hann segir bílastæðavörðinn hafa gefið þær skýringar að ekki mætti sekta ökumenn sem legðu ólöglega í götunni, þar sem framkvæmdirnar væru ekki nægilega vel merktar. „Síðasta laugardag sá ég síðan konu sem var svoleiðis að drita út 10.000 króna miðum á bílana. Hún sagði að nú mætti sekta, því það væri búið að gera einhverjar breytingar. Síðan þá hefur ekki sést einn stöðumælavörður hérna,“ segir Kristján, sem er auðheyranlega þreyttur á því að bílar leggi ólöglega í götunni. Hann segir að slíkt hafi neikvæð áhrif á reksturinn, þar sem fólk leggi einfaldlega fyrir inngöngum og uppi á gangstéttum. „Þetta er svo furðulegt, einn daginn má sekta og hinn daginn má ekki sekta. Þeir eru ofsalega duglegir að sekta, það verður ekki af þessum borgarstarfsmönnum tekið. Þeir eru mjög duglegir. En núna bólar ekkert á þeim.“ Reykjavík Skipulag Veitingastaðir Mest lesið „Fólk er að deyja út af þessu“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Fleiri fréttir Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu „Fólk er að deyja út af þessu“ Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Sjá meira
Systkinin Anna og Kristján Þorsteinsbörn reka tvo veitingastaði við Tryggvagötu, Osushi og Hungry Chef. Kristján, sem býr auk þess í götunni, segir að tilkynning vegna framkvæmdanna hafi ekki borist fyrr en tæpum tveimur vikum eftir upphaf þeirra. Hún hafi komið frá Veitum. „Þetta er allt hið furðulegasta mál,“ segir Kristján, sem segir framkvæmdirnar hafa neikvæð áhrif á rekstur hans, sem hafi verið nóg af upp á síðkastið vegna kórónuveirufaraldursins. Segir ósamræmi í upplýsingagjöf um verklok Kristján segir að í tölvupóstinum sem barst frá Veitum hafi verið vísað á tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar, þar sem fram hefði komið að framkvæmdum ætti að ljúka í sumar. Frá framkvæmdunum. Bláa húsið hýsir meðal annars Borgarbókasafnið í miðbænum.Vísir/vilhelm „Ég ræddi við verktakann hérna um daginn sem sagði að þeir hefðu til loka ágúst til að dunda sér í þessu. Ætli þetta verði þá ekki búið um jólin,“ segir Kristján og hlær við. Kristján furðar sig þá á vinnubrögðum borgarinnar, sem hann segir litlu hafa svarað um málið. „Fulltrúi húsfélagsins þar sem ég bý sendi pósta á Reykjavíkurborg og fleiri aðila og hefur fengið eitt svar, en annars hefur allt verið hundsað af hálfu borgarinnar. Það var einhver innan borgarinnar sem sagðist ætla að koma þessu á rétta fólkið, en það hefur síðan ekki svarað.“ Furðar sig á stöðumælavarðaskorti Annað vandamál sem Kristján segir framkvæmdirnar hafa í för með sér helgast af ólöglega lögðum bílum í götunni. „Tryggvagatan er lokuð. Þú getur beygt inn á hana en svo þegar þú kemur að enda götunnar er bara hola. Ég ræddi við bílastæðavörð hérna um þar síðustu helgi, því bílum var lagt hérna um allar trissur, alveg eins ólöglega og hægt er. Uppi á gangstéttum og allt,“ segir Kristján. Hann segir bílastæðavörðinn hafa gefið þær skýringar að ekki mætti sekta ökumenn sem legðu ólöglega í götunni, þar sem framkvæmdirnar væru ekki nægilega vel merktar. „Síðasta laugardag sá ég síðan konu sem var svoleiðis að drita út 10.000 króna miðum á bílana. Hún sagði að nú mætti sekta, því það væri búið að gera einhverjar breytingar. Síðan þá hefur ekki sést einn stöðumælavörður hérna,“ segir Kristján, sem er auðheyranlega þreyttur á því að bílar leggi ólöglega í götunni. Hann segir að slíkt hafi neikvæð áhrif á reksturinn, þar sem fólk leggi einfaldlega fyrir inngöngum og uppi á gangstéttum. „Þetta er svo furðulegt, einn daginn má sekta og hinn daginn má ekki sekta. Þeir eru ofsalega duglegir að sekta, það verður ekki af þessum borgarstarfsmönnum tekið. Þeir eru mjög duglegir. En núna bólar ekkert á þeim.“
Reykjavík Skipulag Veitingastaðir Mest lesið „Fólk er að deyja út af þessu“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Fleiri fréttir Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu „Fólk er að deyja út af þessu“ Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Sjá meira