Lágt útsvar hækkar ráðstöfunartekjur heimilanna Gunnar Valur Gíslason skrifar 30. mars 2022 08:31 Ársreikningur Garðabæjar 2021 lagður fram Ársreikningur Garðabæjar vegna ársins 2021 var lagður fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn 17. mars sl. Rekstrarniðurstaða ársins var góð, einkum þegar horft er til víðtækra efnahagslegra áhrifa Covid-19 heimsfaraldursins á þjóðfélagið okkar undanfarin tvö ár. Við framlagningu ársreikninga sveitarfélaganna er vert að velta fyrir sér hvernig sveitarfélögin nýta sér heimildir til álagningar skatta á íbúa sína. Af tólf stærstu sveitarfélögum landsins leggur aðeins Garðabær á verulega lægra útsvar en hámarksheimild kveður á um, eða 13,70% og leyfir þar með íbúum sínum að halda eftir umtalsvert stærri hluta tekna sinna. Bæjarsjóður skilaði rúmlega 400 m.kr. hagnaði 2021 Fjárhagsstaða bæjarsjóðs Garðabæjar er sterk. Sú sterka staða byggist fyrst og fremst á ráðdeild í rekstri og festu við stjórn fjármála bæjarins í gegnum tíðina. A-hluti bæjarsjóðs skilaði neikvæðum rekstrarafgangi á árinu 2021 sem nam 60 milljónum króna en samstæða A- og B-hluta skilaði hagnaði upp á 408 milljónir króna. Rétt er að geta þess að á árinu 2021 var færð til gjalda í rekstrarreikningi bæjarsjóðs aukaleg hækkun á lífeyrisskuldbindingum Garðabæjar sem nam um 600 milljónum króna. Þessi einskiptis hækkun sem byggir að hluta til á breyttum forsendum um lífaldur Íslendinga leiddi til samsvarandi lækkunar rekstrarafgangs á árinu 2021. Hækkunin hefur hins vegar engin áhrif á peningalega stöðu bæjarsjóðs í árslok 2021. Drjúgur peningalegur afgangur Veltufé frá rekstri er ein mikilvægasta kennitalan í rekstri sveitarfélaga. Þetta er fjárhæðin sem afgangs verður þegar búið er að greiða allan rekstrarkostnað og alla vexti af lánum bæjarins. Veltufé frá rekstri bæjarsjóðs á árinu 2021 var um 3.117 milljónir króna. Samanlagt veltufé frá rekstri bæjarsjóðs Garðabæjar síðastliðin fjögur ár, 2018-2021, nam tæpum 10.000milljónum króna. Á sama tíma hafa Garðbæingar búið við lægsta útsvarið á höfuðborgarsvæðinu. Mikið fjárfest í innviðum Fjárfesting í varanlegum rekstrarfjármunum á árinu 2021 nam 4.780 milljónum króna og á síðustu fjórum árum, 2018-2021, hefur bæjarsjóður Garðabæjar fjárfest í varanlegum rekstrarfjármunum fyrir um 15.000 milljónir króna. Uppbygging skóla og íþróttamannvirkja í bænum hefur þar vegið langsamlega þyngst. Í árslok 2021 voru langtímaskuldir Garðabæjar í hlutfalli við veltufé frá rekstri mælt í árum 4,8 ár en var 5,1 ár í árslok 2020. Þetta sýnir að þrátt fyrir mjög mikla fjárfestingu í innviðum á síðasta ári jókst fjárhagslegur styrkur bæjarsjóðs Garðabæjar til uppbyggingar innviða enn á árinu 2021. Þessi góða staða kemur sér vel. Uppbygging íbúðarsvæða er í fullum gangi og mikil þörf verður á áframhaldandi fjárfestingu í innviðum bæjarins á næstu árum. Lágir skattar skipta miklu máli Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ hafa í gegnum tíðina lagt megin áherslu á styrka fjármálastjórn og stöðugleika í fjármálum bæjarins. Þannig hefur verið lagður grunnur að lágum sköttum á bæjarbúa. Um margra ára skeið hefur álagningarhlutfall útsvars í Garðabæ verið langlægst meðal stærri sveitarfélaga landsins eða 13,70% á meðan mörg þeirra leggja á hámarksútsvar 14,52%. Mismunurinn er 0,82% sem bæjarstjórn Garðabæjar lætur íbúana njóta. Sé gengið út frá áætluðum 105 milljarða króna útsvarsstofni Garðabæjar 2022 verður heildar skattsparnaður Garðbæinga af útsvari í ár, miðað við ef hámarksútsvar væri lagt á útsvarsgreiðendur í bænum, um 850 milljónir króna. Árlegar ráðstöfunartekjur heimila í Garðabæ hækka sem þessu nemur. Á heilu kjörtímabili eru þetta þrjú þúsund og fjögur hundruð milljónir króna – fyrir heimilin í Garðabæ. Höfundur er verkfræðingur og MBA, bæjarfulltrúi og formaður menningar- og safnanefndar Garðabæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Garðabær Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Sjá meira
Ársreikningur Garðabæjar 2021 lagður fram Ársreikningur Garðabæjar vegna ársins 2021 var lagður fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn 17. mars sl. Rekstrarniðurstaða ársins var góð, einkum þegar horft er til víðtækra efnahagslegra áhrifa Covid-19 heimsfaraldursins á þjóðfélagið okkar undanfarin tvö ár. Við framlagningu ársreikninga sveitarfélaganna er vert að velta fyrir sér hvernig sveitarfélögin nýta sér heimildir til álagningar skatta á íbúa sína. Af tólf stærstu sveitarfélögum landsins leggur aðeins Garðabær á verulega lægra útsvar en hámarksheimild kveður á um, eða 13,70% og leyfir þar með íbúum sínum að halda eftir umtalsvert stærri hluta tekna sinna. Bæjarsjóður skilaði rúmlega 400 m.kr. hagnaði 2021 Fjárhagsstaða bæjarsjóðs Garðabæjar er sterk. Sú sterka staða byggist fyrst og fremst á ráðdeild í rekstri og festu við stjórn fjármála bæjarins í gegnum tíðina. A-hluti bæjarsjóðs skilaði neikvæðum rekstrarafgangi á árinu 2021 sem nam 60 milljónum króna en samstæða A- og B-hluta skilaði hagnaði upp á 408 milljónir króna. Rétt er að geta þess að á árinu 2021 var færð til gjalda í rekstrarreikningi bæjarsjóðs aukaleg hækkun á lífeyrisskuldbindingum Garðabæjar sem nam um 600 milljónum króna. Þessi einskiptis hækkun sem byggir að hluta til á breyttum forsendum um lífaldur Íslendinga leiddi til samsvarandi lækkunar rekstrarafgangs á árinu 2021. Hækkunin hefur hins vegar engin áhrif á peningalega stöðu bæjarsjóðs í árslok 2021. Drjúgur peningalegur afgangur Veltufé frá rekstri er ein mikilvægasta kennitalan í rekstri sveitarfélaga. Þetta er fjárhæðin sem afgangs verður þegar búið er að greiða allan rekstrarkostnað og alla vexti af lánum bæjarins. Veltufé frá rekstri bæjarsjóðs á árinu 2021 var um 3.117 milljónir króna. Samanlagt veltufé frá rekstri bæjarsjóðs Garðabæjar síðastliðin fjögur ár, 2018-2021, nam tæpum 10.000milljónum króna. Á sama tíma hafa Garðbæingar búið við lægsta útsvarið á höfuðborgarsvæðinu. Mikið fjárfest í innviðum Fjárfesting í varanlegum rekstrarfjármunum á árinu 2021 nam 4.780 milljónum króna og á síðustu fjórum árum, 2018-2021, hefur bæjarsjóður Garðabæjar fjárfest í varanlegum rekstrarfjármunum fyrir um 15.000 milljónir króna. Uppbygging skóla og íþróttamannvirkja í bænum hefur þar vegið langsamlega þyngst. Í árslok 2021 voru langtímaskuldir Garðabæjar í hlutfalli við veltufé frá rekstri mælt í árum 4,8 ár en var 5,1 ár í árslok 2020. Þetta sýnir að þrátt fyrir mjög mikla fjárfestingu í innviðum á síðasta ári jókst fjárhagslegur styrkur bæjarsjóðs Garðabæjar til uppbyggingar innviða enn á árinu 2021. Þessi góða staða kemur sér vel. Uppbygging íbúðarsvæða er í fullum gangi og mikil þörf verður á áframhaldandi fjárfestingu í innviðum bæjarins á næstu árum. Lágir skattar skipta miklu máli Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ hafa í gegnum tíðina lagt megin áherslu á styrka fjármálastjórn og stöðugleika í fjármálum bæjarins. Þannig hefur verið lagður grunnur að lágum sköttum á bæjarbúa. Um margra ára skeið hefur álagningarhlutfall útsvars í Garðabæ verið langlægst meðal stærri sveitarfélaga landsins eða 13,70% á meðan mörg þeirra leggja á hámarksútsvar 14,52%. Mismunurinn er 0,82% sem bæjarstjórn Garðabæjar lætur íbúana njóta. Sé gengið út frá áætluðum 105 milljarða króna útsvarsstofni Garðabæjar 2022 verður heildar skattsparnaður Garðbæinga af útsvari í ár, miðað við ef hámarksútsvar væri lagt á útsvarsgreiðendur í bænum, um 850 milljónir króna. Árlegar ráðstöfunartekjur heimila í Garðabæ hækka sem þessu nemur. Á heilu kjörtímabili eru þetta þrjú þúsund og fjögur hundruð milljónir króna – fyrir heimilin í Garðabæ. Höfundur er verkfræðingur og MBA, bæjarfulltrúi og formaður menningar- og safnanefndar Garðabæjar.
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar