Þyngdi dóm vegna árásar á fyrrverandi kærustu Atli Ísleifsson skrifar 31. mars 2022 07:38 Dómurinn féll í gær. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur þyngdi í gær dóm yfir manni sem hafði veist að fyrrverandi kærustu á heimili hennar í maí 2018, ýtt henni þannig að hún féll niður stiga, tekið í hár hennar, skallað hana í höfuðið og tekið hana kverkataki. Hæstiréttur taldi árásina falla undir ákvæði um brot í nánu sambandi en ekki minniháttar líkamsárás líkt og gert var í dómi Landsréttar. Hæstiréttur dæmdi manninn í tíu mánaða fangelsi, en skal fullnustu refsingarinnar frestað vegna tafa á meðferð málsins, haldi maðurinn almennt skilorð í tvö ár. Landsréttur hafði áður dæmt manninn í þriggja mánaða fangelsi, en hann hafði verið sýknaður í héraði. Í dómi sínum vísaði Hæstiréttur til þess að brotaþoli þyrfti ekki að verða fyrir beinum eða sjáanlegum líkamsáverkum eða öðru tjóni svo um væri að ræða brot í nánu sambandi. Slíkt gæti þó komið til skoðunar við mat á grófleika brots. „Áverkar hefðu verið víðs vegar um líkama brotaþola þótt hver um sig hefði ekki talist verulegur. Þá væri ljóst að hún hefði hlotið áverka vegna fallsins og hefði sú háttsemi ákærða verið einkar alvarleg. Árásin hefði í heild sinni verið til þess fallin að vekja mikla ógn hjá brotaþola en jafnframt væri fram komið að hún hefði orðið fyrir andlegu áfalli vegna árásarinnar. Hæstiréttur taldi að ákærði hefði með atlögunni á alvarlegan hátt og með ofbeldi ógnað heilsu brotaþola og velferð. Var refsing ákærða þyngd og ákveðin fangelsi í tíu mánuði en fullnustu hennar frestað meðal annars vegna tafa á meðferð málsins,“ segir á síðu Hæstaréttar. Það var ríkissaksóknari sem óskaði leyfi Hæstaréttar til áfrýjunar málsins. Fékkst það samþykkt þar sem dómurinn taldi að dómur í málinu myndi hafa verulega almenna þýðingu í skilningi laga um meðferð sakamála. Heimilisofbeldi Dómsmál Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira
Hæstiréttur taldi árásina falla undir ákvæði um brot í nánu sambandi en ekki minniháttar líkamsárás líkt og gert var í dómi Landsréttar. Hæstiréttur dæmdi manninn í tíu mánaða fangelsi, en skal fullnustu refsingarinnar frestað vegna tafa á meðferð málsins, haldi maðurinn almennt skilorð í tvö ár. Landsréttur hafði áður dæmt manninn í þriggja mánaða fangelsi, en hann hafði verið sýknaður í héraði. Í dómi sínum vísaði Hæstiréttur til þess að brotaþoli þyrfti ekki að verða fyrir beinum eða sjáanlegum líkamsáverkum eða öðru tjóni svo um væri að ræða brot í nánu sambandi. Slíkt gæti þó komið til skoðunar við mat á grófleika brots. „Áverkar hefðu verið víðs vegar um líkama brotaþola þótt hver um sig hefði ekki talist verulegur. Þá væri ljóst að hún hefði hlotið áverka vegna fallsins og hefði sú háttsemi ákærða verið einkar alvarleg. Árásin hefði í heild sinni verið til þess fallin að vekja mikla ógn hjá brotaþola en jafnframt væri fram komið að hún hefði orðið fyrir andlegu áfalli vegna árásarinnar. Hæstiréttur taldi að ákærði hefði með atlögunni á alvarlegan hátt og með ofbeldi ógnað heilsu brotaþola og velferð. Var refsing ákærða þyngd og ákveðin fangelsi í tíu mánuði en fullnustu hennar frestað meðal annars vegna tafa á meðferð málsins,“ segir á síðu Hæstaréttar. Það var ríkissaksóknari sem óskaði leyfi Hæstaréttar til áfrýjunar málsins. Fékkst það samþykkt þar sem dómurinn taldi að dómur í málinu myndi hafa verulega almenna þýðingu í skilningi laga um meðferð sakamála.
Heimilisofbeldi Dómsmál Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira