Innlent

Þrettán nýir ærslabelgir í Reykjavík

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Leikskólabörn á trampólíni í Kópavogi. Nú geta börn í Reykjavík farið að hoppa í auknum mæli.
Leikskólabörn á trampólíni í Kópavogi. Nú geta börn í Reykjavík farið að hoppa í auknum mæli. Vísir/Vilhelm

Þrettán nýir ærslabelgir verða settir upp í Reykjavík í sumar. Ærslabelgirnir verða tveir í Grafarvogi, tveir í Háaleiti og Bústöðum, tveir í Árbæ og Norðlingaholti, þrír í Breiðholti og einn í Grafarholti og Úlfarsárdal, Kjalarnesi, Laugardal og Vesturbæ.

Ærslabelgirnir eru hluti af þeim rúmlega hundrað verkefnum sem koma til framkvæmda á árinu 2022 í tengslum við lýðræðisverkefnið Hverfið mitt.

Borgarráð heimilaði í dag umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar að bjóða út framkvæmdirnar vegna verkefnisins. Áætlaður kostnaður vegna þessara 111 verkefna er 850 milljónir króna.

Áætlaður framkvæmdatími er frá maí til desember 2022. Um er að ræða verkefni sem kosin voru til framkvæmda í rafrænni íbúakosningu á tímabilinu 30. september – 14. október 2021.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×