Hver er glæpur forsetans? Signý Jóhannesdóttir skrifar 31. mars 2022 17:30 Drífa Snædal forseti ASÍ hefur setið undir linnulausum árásum einstakra forystumanna félaga innan ASÍ. Fyrrum forseti ASÍ, samstarfsmaður minn og félagi Gylfi Arnbjörnsson varð fyrir skítkasti og árásum víða að úr samfélaginu, þó mun minna innan úr hreyfingunni sjálfri, en í tilfelli Drífu. Það skal tekið fram að undirrituð var ekki stuðningsmaður Drífu þegar hún bauð sig fram til forseta ASÍ haustið 2018. Hún fór í viðtal í Vísi þegar hún tilkynnti um framboð og í því viðtali fór hún að mínu mati mjög frjálslega með staðreyndir. Það varð til þess að ég sendi henni lítið lettersbréf og las henni pistilinn. Ég hvatti hana til að kynna sér m.a. Salek áður en hún héldi áfram að bulla um eðli þess og gildi. Ég fer ekkert leynt með það að ég er stuðningsmaður þess að aðilar vinnumarkaðarins afli upplýsinga um anda Saleks. Þeir sem vilja í alvöru kynna sér málið geta t.d. leitað á meðfylgjandi slóð, í stað þess að éta bullið upp eftir nettröllunum. https://www.asi.is/media/243038/Spurt-og-svarad-um-SALEK-GA.pdf SALEK er skammstöfun fyrir samstarf um launaupplýsingar og efnahagsforsendur kjarasamninga. SALEK er afrakstur vinnu sem hófst 2013 með úttekt BSRB, KÍ, BHM, ASÍ, SA og samninganefnda ríkis, Reykjavíkurborgar og Sambands íslenskra sveitarfélaga á umhverfi kjarasamninga á hinum Norðurlöndunum, þar sem áhersla var lögð á heildarendurskoðun samningalíkansins. Ég hef haldið því fram að með undirritun svokallaðra Lífskjarasamninga hafi menn samþykkt lélega útgáfu af Salek, t.d. Kjaratölfræðinefnd https://www.stjornarradid.is/raduneyti/nefndir/nanar-um-nefnd/?itemid=111d7e64-3b86-11ea-9451-005056bc530c Vandinn var bara sá að þegar þetta samkomulag var gert, þá var ekki haft samráð við stóran hluta vinnumarkaðarins og eins virðist mér leika vafi á að stórleikararnir í nefndum samningi 2019 hafi vitað hvað þeir voru að samþykkja. Allt er þetta fortíðin og stoðar lítt að rekja fram og til baka nema til að læra af því. Ég hef verið að reyna að festa fingur á hvað veldur því að núverandi forseti ASÍ, sem mér hefur virst vaxa í starfi við hverja raun, situr nú undir þeim árásum sem raun ber vitni. Drífa er einn 15 miðstjórnarmanna sem kjörnir eru á þingum ASÍ. Miðstjórnin fer með vald sambandsins milli þinga. Miðstjórn er bundin af þingsamþykktum og hefur sér til halds og trausts málefnanefndir, sem móta stefnuna og leggja mál undir miðstjórn og síðan undir þing eða formannafundi. Sumir forystumenn einstakra félaga hafa að mínu mati aldrei skilið þessa uppbyggingu á valdakerfi innan ASÍ. Fyrir þessum sömu aðilum hefur skilgreining á lýðræðinu líka farið fyrir ofan garð og neðan. Fulltrúalýðræðið virðist einnig trufla þessa einstaklinga mikið. Ef taka á stefnumarkandi ákvarðanir innan ASÍ þá þarf að hafa fyrir því meirihluta þessara 15 miðstjórnarmanna, þeirra atkvæði eru eitt á mann, án tillits til þess hvort þeir koma frá litlum eða stórum félögum. Á formannafundum er fyrirkomulagið þannig að vigta þarf fjölda félagsmanna í hreyfingunni og fjölda þeirra aðildarfélaga sem eru innan hennar. Ég ætla að sleppa því að reyna að útskýra hvernig atkvæðavægið er svo reiknað á þingum ASÍ, það væri efni í aðra grein. Glæpur Drífu er sagður sá að haga sér engu betur en Gylfi Arnbjörnsson. Hann þurfti að eiga það við hina 14 miðstjórnarmennina að ná samkomulagi og Drífa þarf að gera það líka. Vorið 2018 gekk á með vantraustsyfirlýsingum á þáverandi forseta m.a. frá núverandi nýkjörnum formanni SGS og fylgisveinum hans. Ég átti þá sæti í miðstjórn og reyndi að koma því á framfæri að það að lýsa vantrausti á Gylfa jafngilti því að lýsa vantrausti á alla miðstjórnina. Á sama hátt er það einfaldlega þannig að formenn einstakra stórra félaga eða landssambanda sem sitja í miðstjórn, ráða þar ekki meiru en sessunauturinn sem kemur e.t.v frá litlu félagi. Andstæðingar Drífu innan ASÍ virðast rugla saman orðunum ”fulltrúalýðræði” og ”foringjalýðræði”. Drífa geldur þess að hafa fengið gott málfarslegt og lýðræðislegt uppeldi, kann ég hennar fólki þakkir og get fúslega viðurkennt að hún er í þeim hópi sem vinnur á við frekari kynni. Höfundur er fyrrverandi varaforseti ASÍ og miðstjórnarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stéttarfélög Kjaramál Signý Jóhannesdóttir Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Drífa Snædal forseti ASÍ hefur setið undir linnulausum árásum einstakra forystumanna félaga innan ASÍ. Fyrrum forseti ASÍ, samstarfsmaður minn og félagi Gylfi Arnbjörnsson varð fyrir skítkasti og árásum víða að úr samfélaginu, þó mun minna innan úr hreyfingunni sjálfri, en í tilfelli Drífu. Það skal tekið fram að undirrituð var ekki stuðningsmaður Drífu þegar hún bauð sig fram til forseta ASÍ haustið 2018. Hún fór í viðtal í Vísi þegar hún tilkynnti um framboð og í því viðtali fór hún að mínu mati mjög frjálslega með staðreyndir. Það varð til þess að ég sendi henni lítið lettersbréf og las henni pistilinn. Ég hvatti hana til að kynna sér m.a. Salek áður en hún héldi áfram að bulla um eðli þess og gildi. Ég fer ekkert leynt með það að ég er stuðningsmaður þess að aðilar vinnumarkaðarins afli upplýsinga um anda Saleks. Þeir sem vilja í alvöru kynna sér málið geta t.d. leitað á meðfylgjandi slóð, í stað þess að éta bullið upp eftir nettröllunum. https://www.asi.is/media/243038/Spurt-og-svarad-um-SALEK-GA.pdf SALEK er skammstöfun fyrir samstarf um launaupplýsingar og efnahagsforsendur kjarasamninga. SALEK er afrakstur vinnu sem hófst 2013 með úttekt BSRB, KÍ, BHM, ASÍ, SA og samninganefnda ríkis, Reykjavíkurborgar og Sambands íslenskra sveitarfélaga á umhverfi kjarasamninga á hinum Norðurlöndunum, þar sem áhersla var lögð á heildarendurskoðun samningalíkansins. Ég hef haldið því fram að með undirritun svokallaðra Lífskjarasamninga hafi menn samþykkt lélega útgáfu af Salek, t.d. Kjaratölfræðinefnd https://www.stjornarradid.is/raduneyti/nefndir/nanar-um-nefnd/?itemid=111d7e64-3b86-11ea-9451-005056bc530c Vandinn var bara sá að þegar þetta samkomulag var gert, þá var ekki haft samráð við stóran hluta vinnumarkaðarins og eins virðist mér leika vafi á að stórleikararnir í nefndum samningi 2019 hafi vitað hvað þeir voru að samþykkja. Allt er þetta fortíðin og stoðar lítt að rekja fram og til baka nema til að læra af því. Ég hef verið að reyna að festa fingur á hvað veldur því að núverandi forseti ASÍ, sem mér hefur virst vaxa í starfi við hverja raun, situr nú undir þeim árásum sem raun ber vitni. Drífa er einn 15 miðstjórnarmanna sem kjörnir eru á þingum ASÍ. Miðstjórnin fer með vald sambandsins milli þinga. Miðstjórn er bundin af þingsamþykktum og hefur sér til halds og trausts málefnanefndir, sem móta stefnuna og leggja mál undir miðstjórn og síðan undir þing eða formannafundi. Sumir forystumenn einstakra félaga hafa að mínu mati aldrei skilið þessa uppbyggingu á valdakerfi innan ASÍ. Fyrir þessum sömu aðilum hefur skilgreining á lýðræðinu líka farið fyrir ofan garð og neðan. Fulltrúalýðræðið virðist einnig trufla þessa einstaklinga mikið. Ef taka á stefnumarkandi ákvarðanir innan ASÍ þá þarf að hafa fyrir því meirihluta þessara 15 miðstjórnarmanna, þeirra atkvæði eru eitt á mann, án tillits til þess hvort þeir koma frá litlum eða stórum félögum. Á formannafundum er fyrirkomulagið þannig að vigta þarf fjölda félagsmanna í hreyfingunni og fjölda þeirra aðildarfélaga sem eru innan hennar. Ég ætla að sleppa því að reyna að útskýra hvernig atkvæðavægið er svo reiknað á þingum ASÍ, það væri efni í aðra grein. Glæpur Drífu er sagður sá að haga sér engu betur en Gylfi Arnbjörnsson. Hann þurfti að eiga það við hina 14 miðstjórnarmennina að ná samkomulagi og Drífa þarf að gera það líka. Vorið 2018 gekk á með vantraustsyfirlýsingum á þáverandi forseta m.a. frá núverandi nýkjörnum formanni SGS og fylgisveinum hans. Ég átti þá sæti í miðstjórn og reyndi að koma því á framfæri að það að lýsa vantrausti á Gylfa jafngilti því að lýsa vantrausti á alla miðstjórnina. Á sama hátt er það einfaldlega þannig að formenn einstakra stórra félaga eða landssambanda sem sitja í miðstjórn, ráða þar ekki meiru en sessunauturinn sem kemur e.t.v frá litlu félagi. Andstæðingar Drífu innan ASÍ virðast rugla saman orðunum ”fulltrúalýðræði” og ”foringjalýðræði”. Drífa geldur þess að hafa fengið gott málfarslegt og lýðræðislegt uppeldi, kann ég hennar fólki þakkir og get fúslega viðurkennt að hún er í þeim hópi sem vinnur á við frekari kynni. Höfundur er fyrrverandi varaforseti ASÍ og miðstjórnarmaður.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun