Fólk með vímuefnavanda statt í Squid Game Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 1. apríl 2022 08:01 Um helgina birtist átakanlegt viðtal í fjölmiðlum við ungan mann og móður hans. Maðurinn hefur glímt við vímuefnavanda hálfa ævina og er einn þeirra fjölmörgu sem bíða eftir því að komast í meðferð, bíða eftir því að fá lífsnauðsynlega heilbrigðisþjónustu. Á meðan hann bíður er það fjölskyldan sem styður hann og annast, sérstaklega móðir hans. Við aðstandendur vitum vel hvað þessi bið þýðir. Við þekkjum það að þora ekki að slökkva á símanum á nóttunni, að hrökkva í kút þegar dyrabjöllunni er hringt af ótta við slæmar fréttir. Hundruð sjúklinga sem bíða eftir meðferð þýðir þúsundir aðstandenda sem vaka og sofa yfir örlögum þeirra. Fíknisjúkdómar eru lífshættulegir sjúkdómar og bið fólks í vímuefnavanda eftir meðferð getur verið dauðadómur. Ungi maðurinn lýsir því að hann hafi misst fjóra vini úr ofneyslu frá því í desember. Líf fólks í fíknivanda sem bíður eftir meðferðarúrræði er eins og raunveruleg útgáfa af Squid Game; líf þátttakenda eru undir og enginn veit hver verður næstur. Langir biðlistar eftir meðferð eru mótsögn við þá miklu viðhorfsbreytingu sem hefur orðið í samfélaginu í þá átt að fíknisjúkdómar eigi að vera meðhöndlaðir innan heilbrigðiskerfisins. Af þeim sökum hef ég, ásamt hópi þingmanna, lagt fram tillögu til þingsályktunar Alþingis um viðhlítandi þjónustu vegna vímuefnafíknar. Með tillögunni er heilbrigðisráðherra falið að skipa starfshóp sérfræðinga til að greina þá hópa sem fá ekki viðhlítandi þjónustu vegna fíknar sinnar, og að hópnum verði falið að koma með tillögur að úrbótum. Það er nauðsynlegt að hópar vímuefnasjúklinga verði skilgreindir svo hægt sé að gera tillögur að úrræðum sem henta hverjum hópi. Það ætti að vera algjört forgangsmál hjá stjórnvöldum að efla og auka skilvirkar forvarnir, fræðslu og meðferðarúrræði, enda eru forvarnir og meðhöndlun fíknisjúkdóma besta leiðin til að draga úr vímuefnavandanum. Með því látum við ekki sitja við orðin tóm; með því tökum við á vímuefnavandanum innan heilbrigðiskerfisins. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Fíkn Heilbrigðismál Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Sjá meira
Um helgina birtist átakanlegt viðtal í fjölmiðlum við ungan mann og móður hans. Maðurinn hefur glímt við vímuefnavanda hálfa ævina og er einn þeirra fjölmörgu sem bíða eftir því að komast í meðferð, bíða eftir því að fá lífsnauðsynlega heilbrigðisþjónustu. Á meðan hann bíður er það fjölskyldan sem styður hann og annast, sérstaklega móðir hans. Við aðstandendur vitum vel hvað þessi bið þýðir. Við þekkjum það að þora ekki að slökkva á símanum á nóttunni, að hrökkva í kút þegar dyrabjöllunni er hringt af ótta við slæmar fréttir. Hundruð sjúklinga sem bíða eftir meðferð þýðir þúsundir aðstandenda sem vaka og sofa yfir örlögum þeirra. Fíknisjúkdómar eru lífshættulegir sjúkdómar og bið fólks í vímuefnavanda eftir meðferð getur verið dauðadómur. Ungi maðurinn lýsir því að hann hafi misst fjóra vini úr ofneyslu frá því í desember. Líf fólks í fíknivanda sem bíður eftir meðferðarúrræði er eins og raunveruleg útgáfa af Squid Game; líf þátttakenda eru undir og enginn veit hver verður næstur. Langir biðlistar eftir meðferð eru mótsögn við þá miklu viðhorfsbreytingu sem hefur orðið í samfélaginu í þá átt að fíknisjúkdómar eigi að vera meðhöndlaðir innan heilbrigðiskerfisins. Af þeim sökum hef ég, ásamt hópi þingmanna, lagt fram tillögu til þingsályktunar Alþingis um viðhlítandi þjónustu vegna vímuefnafíknar. Með tillögunni er heilbrigðisráðherra falið að skipa starfshóp sérfræðinga til að greina þá hópa sem fá ekki viðhlítandi þjónustu vegna fíknar sinnar, og að hópnum verði falið að koma með tillögur að úrbótum. Það er nauðsynlegt að hópar vímuefnasjúklinga verði skilgreindir svo hægt sé að gera tillögur að úrræðum sem henta hverjum hópi. Það ætti að vera algjört forgangsmál hjá stjórnvöldum að efla og auka skilvirkar forvarnir, fræðslu og meðferðarúrræði, enda eru forvarnir og meðhöndlun fíknisjúkdóma besta leiðin til að draga úr vímuefnavandanum. Með því látum við ekki sitja við orðin tóm; með því tökum við á vímuefnavandanum innan heilbrigðiskerfisins. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun