Brugðið vegna auðkennisþjófnaðar: „Það er einhver alvöru manneskja á bak við þetta“ Bjarki Sigurðsson skrifar 1. apríl 2022 12:21 Myndir af Snærós Sindradóttur og fjölskyldu hennar hafa verið notaðar af fölskum aðgangi, án hennar leyfis. Facebook Myndir af fjölmiðlakonunni Snærós Sindradóttur hafa verið notaðar á fölskum Facebook-aðgangi í tæpt ár. Myndirnar eru af Snærós sjálfri ásamt börnum hennar og eiginmanni. Hún segist hafa verið í sjokki þegar hún frétti af þessu. Aðgangurinn er ansi sannfærandi og virðist hafa verið ansi virkur á tímabili. Fjöldi fólks hefur skrifað ummæli við stolnu myndirnar og virðist manneskjan á bak við aðganginn hafa myndað nokkurt tengslanet. Snærós brá þegar hún frétti af því að verið væri að nota myndirnar hennar. „Ég fékk póst í gegnum Instagram frá einhverri konu sem ég veit ekki hvort sé einu sinni til. Þetta var pínu sjokk. Það var ótrúlega „freak-að“ þegar það rann upp fyrir mér að viðkomandi hafi verið að taka þessar myndir og dreifa þeim. Einhver hefur verið að búa til netpersónu með mínum myndum og myndum af börnunum mínum í næstum því heilt ár,“ segir Snærós. „Gervimennið svarar ummælum, svarar afmæliskveðjum, það er einhver alvöru manneskja á bak við þetta.“ Aðgangurinn virðist vera notaður í einhverskonar fasteignabrask. Flest fólkið sem skrifar ummæli við myndirnar er fasteignasalar eða tengt bransanum. Snærós hefur áhyggjur af því hve lítið hún geti gert. „Ég get report-að til Facebook en ég mun aldrei fá að vita hvernig manneskjan var að nota mitt auðkenni, í hvaða tilgangi. Í hvað andlitið á mér hefur verið notað. Það gæti hafa verið notað í „worst case scenario“ í algjöran viðbjóð eða til að svíkja og pretta peninga út úr fólki,“ segir hún. Facebook veitir litla hjálp í svona málum að hennar sögn. „Facebook er orðið að einhverju ríki sem er afskaplega erfitt að ná böndum um. Þessir hlutir ættu að ganga hratt fyrir sig. Það ætti að vera hægt að kæra til lögreglunnar, fyrirtækið útvega strax IP-tölu og strax hægt að finna hvar auðkennisþjófnaðurinn á sér stað. Svo ætti að vera hægt að loka síðunni og ég fengið allar upplýsingar um hvað viðkomandi var að gera. En það er ekki þannig,“ segir Snærós. Í gærkvöldi birti hún Facebook-færslu um auðkennisþjófnaðinn og bað fólk um að tilkynna síðuna til Facebook. Af ummælakerfinu við færslu Snærósar að dæma hafa um hundrað manns þegar gert það. Gerviaðgangurinn er þó enn opinn. Facebook Samfélagsmiðlar Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
Aðgangurinn er ansi sannfærandi og virðist hafa verið ansi virkur á tímabili. Fjöldi fólks hefur skrifað ummæli við stolnu myndirnar og virðist manneskjan á bak við aðganginn hafa myndað nokkurt tengslanet. Snærós brá þegar hún frétti af því að verið væri að nota myndirnar hennar. „Ég fékk póst í gegnum Instagram frá einhverri konu sem ég veit ekki hvort sé einu sinni til. Þetta var pínu sjokk. Það var ótrúlega „freak-að“ þegar það rann upp fyrir mér að viðkomandi hafi verið að taka þessar myndir og dreifa þeim. Einhver hefur verið að búa til netpersónu með mínum myndum og myndum af börnunum mínum í næstum því heilt ár,“ segir Snærós. „Gervimennið svarar ummælum, svarar afmæliskveðjum, það er einhver alvöru manneskja á bak við þetta.“ Aðgangurinn virðist vera notaður í einhverskonar fasteignabrask. Flest fólkið sem skrifar ummæli við myndirnar er fasteignasalar eða tengt bransanum. Snærós hefur áhyggjur af því hve lítið hún geti gert. „Ég get report-að til Facebook en ég mun aldrei fá að vita hvernig manneskjan var að nota mitt auðkenni, í hvaða tilgangi. Í hvað andlitið á mér hefur verið notað. Það gæti hafa verið notað í „worst case scenario“ í algjöran viðbjóð eða til að svíkja og pretta peninga út úr fólki,“ segir hún. Facebook veitir litla hjálp í svona málum að hennar sögn. „Facebook er orðið að einhverju ríki sem er afskaplega erfitt að ná böndum um. Þessir hlutir ættu að ganga hratt fyrir sig. Það ætti að vera hægt að kæra til lögreglunnar, fyrirtækið útvega strax IP-tölu og strax hægt að finna hvar auðkennisþjófnaðurinn á sér stað. Svo ætti að vera hægt að loka síðunni og ég fengið allar upplýsingar um hvað viðkomandi var að gera. En það er ekki þannig,“ segir Snærós. Í gærkvöldi birti hún Facebook-færslu um auðkennisþjófnaðinn og bað fólk um að tilkynna síðuna til Facebook. Af ummælakerfinu við færslu Snærósar að dæma hafa um hundrað manns þegar gert það. Gerviaðgangurinn er þó enn opinn.
Facebook Samfélagsmiðlar Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira