Hækka félagsgjald til að efla vinnudeilusjóð Sameykis Árni Sæberg skrifar 1. apríl 2022 18:01 Þórarinn Eyfjörð er formaður Sameykis. Ljósmynd/Birgir Ísleifur Gunnarsson Félagsfólk Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu samþykkti á aðalfundi í gær að hækka félagsgjald í þeim tilgangi að efla vinnudeilusjóð félagsins. Tillagan var samþykkt með miklum meirihluta. Þórarinn Eyfjörð, formaður Sameykis, segir félagið vera að búa sig undir komandi átök á vinnumarkaði með eflingu sjóðsins. Það sé gert í ljósi þess hvernig umræðan hefur verið í samfélaginu á vettvangi atvinnurekenda og samtaka þeirra. Þá segir Þórarinn að þrengt sé að lífsgæðum með ásókn í opinbera innviði þjóðarinnar ásamt aðgerðaleysi stjórnvalda í jöfnun launa á milli markaða og Sameyki verði tilbúið undir þær deilur með sterkari vinnudeilusjóði. „Sú orðræða atvinnurekenda og samtaka þeirra hefur bæði verið harkaleg og einkennst af því að hugsanlega sé verið að hlaða í átök. Í þessari stöðu teljum við vera skynsamlegt að búa okkur undir harðar vinnudeilur og sendum út þau skilaboð að við séum við öllu búin þegar kjarasamningsviðræður hefjast. Það hefur sýnt sig að sterkur vinnudeilusjóður hefur áhrif í vinnudeilum,“ er haft eftir Þórarni í fréttatilkynningu. Hann benti á að síðasta stóra verkfall hafi verið árið 2015 og að ætla megi að komandi kjarasamningsviðræður verði erfiðar og að kröfugerðin verði önnur en í þeim síðustu. „Á komandi hausti verða kjarasamningar á almennum markaði lausir. Sameyki gerir kjarasamninga á almennum markaði til að mynda við Isavia, Orkuveitu Reykjavíkur og Fríhöfnina ásamt fleirum. Það liggur ljóst fyrir að við þurfum öflugan vinnudeilusjóð og hækkun félagsgjaldsins tel ég vera nauðsynlega aðgerð í að styrkja sjóðinn til að efla baráttuna vegna komandi kjarasamninga,“ segir Þórarinn. Stéttarfélög Kjaramál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Sjá meira
Þórarinn Eyfjörð, formaður Sameykis, segir félagið vera að búa sig undir komandi átök á vinnumarkaði með eflingu sjóðsins. Það sé gert í ljósi þess hvernig umræðan hefur verið í samfélaginu á vettvangi atvinnurekenda og samtaka þeirra. Þá segir Þórarinn að þrengt sé að lífsgæðum með ásókn í opinbera innviði þjóðarinnar ásamt aðgerðaleysi stjórnvalda í jöfnun launa á milli markaða og Sameyki verði tilbúið undir þær deilur með sterkari vinnudeilusjóði. „Sú orðræða atvinnurekenda og samtaka þeirra hefur bæði verið harkaleg og einkennst af því að hugsanlega sé verið að hlaða í átök. Í þessari stöðu teljum við vera skynsamlegt að búa okkur undir harðar vinnudeilur og sendum út þau skilaboð að við séum við öllu búin þegar kjarasamningsviðræður hefjast. Það hefur sýnt sig að sterkur vinnudeilusjóður hefur áhrif í vinnudeilum,“ er haft eftir Þórarni í fréttatilkynningu. Hann benti á að síðasta stóra verkfall hafi verið árið 2015 og að ætla megi að komandi kjarasamningsviðræður verði erfiðar og að kröfugerðin verði önnur en í þeim síðustu. „Á komandi hausti verða kjarasamningar á almennum markaði lausir. Sameyki gerir kjarasamninga á almennum markaði til að mynda við Isavia, Orkuveitu Reykjavíkur og Fríhöfnina ásamt fleirum. Það liggur ljóst fyrir að við þurfum öflugan vinnudeilusjóð og hækkun félagsgjaldsins tel ég vera nauðsynlega aðgerð í að styrkja sjóðinn til að efla baráttuna vegna komandi kjarasamninga,“ segir Þórarinn.
Stéttarfélög Kjaramál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Sjá meira