„Við erum að díla við vandamál sem við höfum ekki verið að díla við áður, drullumall“ sagði Rakel fljótlega eftir að þau fóru af stað. Hún velti því fyrir sér hvort það væri ekki ákveðinn vorboði að vera byrjaður að ganga í drullu. Gönguleiðin var falleg og sáu þau nokkra fossa á leiðinni.
„Það er ótrúlega margt fallegt, litlir fallegir staðir.“
Garpur og Rakel fengu svo heimsókn frá erni í miðri göngunni og fundu einnig vatn með lækningarmátt. Þáttinn má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Alla þættina af Okkar eigið Ísland má finna HÉR.