Zerq, leikmaður Fylkis, átti tilþrif kvöldsins síðastliðinn þriðjudag. Fylkir og SAGA áttust við, en SAGA fór með sigur af hólmi, 16-7. Fylkismenn eru fallnir úr Ljósleiðaradeildinni, en Zerq fór út með hvelli þegar hann tók fallegt no-scope á þriðjudaginn.
Það var svo Bjarni, leikmaður deildarmeistara Dusty, sem átti bestu tilþrifin á föstudaginn þegar Dusty vann góðan sigur gegn Vallea, 16-12. Þrátt fyrir að Dusty hafi tapað lotunni gaf Bjarni leikmönnum Vallea ekkert eftir og lýsendurnir Kristján Einar Kristjánsson og Tómas Jóhannsson kölluðu Bjarna skítugan.