Stigamet Durant dugði ekki til gegn Hawks Atli Arason skrifar 3. apríl 2022 09:30 Kevin Durant gerði 55 stig er Brooklyn Nets tapaði fyrir Atlanta Hawks í nótt. Al Bello/Getty Images Það voru fimm leikir í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Kevin Durant setti nýtt persónulegt stigamet sem var þó ekki nóg þegar Brooklyn Nets tapaði gegn Atlanta Hawks. Brooklyn Nets 115 – 122 Atlanta Hawks Kevin Durant hefur átt marga stórleiki í NBA en aldrei áður hefur hann skorað 55 stig líkt hann gerði í þessum leik. Durant gerði átta þriggja stiga körfur sem er líka persónulegt met hjá honum. Það dugði þó ekki til þar sem Nets tapaði leiknum með sjö stigum. Trae Young átti góðan leik fyrir Hawks með 36 stig, tíu stoðsendingar og sex fráköst. Með ósigrinum er endanlega ljóst að Nets þarf að fara í gegnum undankeppni til að vera með í úrslitakeppninni en liðið er í tíunda sæti austurdeildar. Hawks er í áttunda sæti, einum sigri á undan Nets og liðið á enn þá veika von um að tryggja sér beinan þátttökurétt í úrslitakeppninni. Cleveland Cavaliers 119 – 101 New York Knicks Knicks komust aldrei yfir á heimavelli í 18 stiga tapi gegn Cavaliers. Darius Garland var stigahæstur með 22 stig en Garland gaf einnig 13 stoðsendingar. Obi Toppin gerði flest stig fyrir Knicks, alls 20 stig. Cleveland er í sjöunda sæti austurdeildarinnar sem veitir þátttökurétt í undankeppni úrslitakeppninnar. Cavaliers eru þó einungis tveimur sigrum á eftir Bulls í sjötta sæti en efstu sex sætin fara beint í úrslitakeppnina. New York Knicks er í 12 sæti sömu deildar og mun liðið ekki vera með í úrslitakeppninni í ár. Miami Heat 127 – 109 Chicago Bulls Heat vann alla fjóra leikhlutana gegn Bulls til þess að styrkja stöðu sína í efsta sæti austurdeildarinnar. Heat er nú með tvo sigurleiki á NBA meistara Bucks sem eru í öðru sæti. Bulls eru í sjötta sæti austursins og gætu þurft tvo sigurleiki í viðbót til að gulltryggja sæti sitt í efstu deild. Jimmy Butler var stigahæsti leikmaður Heat með 22 stig, sex stoðsendingar og sjö fráköst en Zach LaVine, leikmaður Bulls, var stigahæsti leikmaður vallarins með 33 stig. Charlotte Hornets 114 – 144 Philadelphia 76ers Öflug frammistaða í síðari hálfleik skilaði 76ers 30 stiga sigri á Hornets. Sjö leikmenn heimamanna í Sixers enduðu í tveggja stafa tölu í stigaskori en Joel Embiid var besti leikmaður vallarins með 29 stig, 14 fráköst og sex stoðsendingar. Miles Bridges var stigahæstur hjá Hornets með 20 stig. 76ers er í fjórða sæti austurdeildar og með sigri á Cleveland Cavaliers í næsta leik gulltryggir 76ers sæti sitt í úrslitakeppninni. Hornets er í níunda sæti austurdeildar þegar 4 leikir eru eftir af deildarkeppninni. Utah Jazz 107 – 111 Golden State Warriors Warriors tókst að koma til baka eftir að hafa verið 21 stigi undir gegn Jazz og sigruðu leikinn að lokum með fjórum stigum. Með sigrinum hefur Warrios gulltryggt sæti sitt í úrslitakeppninni en liðið er nú í þriðja sæti vesturdeildar. Jazz er í fimmta sæti vestursins, þremur sigurleikjum á eftir Warriors. Jazz þarf a.m.k. tvo sigurleiki til að tryggja sæti sitt í úrslitakeppninni. Donovan Mitchell og Mike Conley gerðu báðir 26 fyrir Jazz en Klay Thompson, leikmaður Warriors, var stigahæstur allra með 36 stig. NBA Mest lesið Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Enski boltinn Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Fótbolti Benoný Breki áfram á skotskónum Enski boltinn Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Fótbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Handbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Fleiri fréttir „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ Sjá meira
Brooklyn Nets 115 – 122 Atlanta Hawks Kevin Durant hefur átt marga stórleiki í NBA en aldrei áður hefur hann skorað 55 stig líkt hann gerði í þessum leik. Durant gerði átta þriggja stiga körfur sem er líka persónulegt met hjá honum. Það dugði þó ekki til þar sem Nets tapaði leiknum með sjö stigum. Trae Young átti góðan leik fyrir Hawks með 36 stig, tíu stoðsendingar og sex fráköst. Með ósigrinum er endanlega ljóst að Nets þarf að fara í gegnum undankeppni til að vera með í úrslitakeppninni en liðið er í tíunda sæti austurdeildar. Hawks er í áttunda sæti, einum sigri á undan Nets og liðið á enn þá veika von um að tryggja sér beinan þátttökurétt í úrslitakeppninni. Cleveland Cavaliers 119 – 101 New York Knicks Knicks komust aldrei yfir á heimavelli í 18 stiga tapi gegn Cavaliers. Darius Garland var stigahæstur með 22 stig en Garland gaf einnig 13 stoðsendingar. Obi Toppin gerði flest stig fyrir Knicks, alls 20 stig. Cleveland er í sjöunda sæti austurdeildarinnar sem veitir þátttökurétt í undankeppni úrslitakeppninnar. Cavaliers eru þó einungis tveimur sigrum á eftir Bulls í sjötta sæti en efstu sex sætin fara beint í úrslitakeppnina. New York Knicks er í 12 sæti sömu deildar og mun liðið ekki vera með í úrslitakeppninni í ár. Miami Heat 127 – 109 Chicago Bulls Heat vann alla fjóra leikhlutana gegn Bulls til þess að styrkja stöðu sína í efsta sæti austurdeildarinnar. Heat er nú með tvo sigurleiki á NBA meistara Bucks sem eru í öðru sæti. Bulls eru í sjötta sæti austursins og gætu þurft tvo sigurleiki í viðbót til að gulltryggja sæti sitt í efstu deild. Jimmy Butler var stigahæsti leikmaður Heat með 22 stig, sex stoðsendingar og sjö fráköst en Zach LaVine, leikmaður Bulls, var stigahæsti leikmaður vallarins með 33 stig. Charlotte Hornets 114 – 144 Philadelphia 76ers Öflug frammistaða í síðari hálfleik skilaði 76ers 30 stiga sigri á Hornets. Sjö leikmenn heimamanna í Sixers enduðu í tveggja stafa tölu í stigaskori en Joel Embiid var besti leikmaður vallarins með 29 stig, 14 fráköst og sex stoðsendingar. Miles Bridges var stigahæstur hjá Hornets með 20 stig. 76ers er í fjórða sæti austurdeildar og með sigri á Cleveland Cavaliers í næsta leik gulltryggir 76ers sæti sitt í úrslitakeppninni. Hornets er í níunda sæti austurdeildar þegar 4 leikir eru eftir af deildarkeppninni. Utah Jazz 107 – 111 Golden State Warriors Warriors tókst að koma til baka eftir að hafa verið 21 stigi undir gegn Jazz og sigruðu leikinn að lokum með fjórum stigum. Með sigrinum hefur Warrios gulltryggt sæti sitt í úrslitakeppninni en liðið er nú í þriðja sæti vesturdeildar. Jazz er í fimmta sæti vestursins, þremur sigurleikjum á eftir Warriors. Jazz þarf a.m.k. tvo sigurleiki til að tryggja sæti sitt í úrslitakeppninni. Donovan Mitchell og Mike Conley gerðu báðir 26 fyrir Jazz en Klay Thompson, leikmaður Warriors, var stigahæstur allra með 36 stig.
NBA Mest lesið Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Enski boltinn Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Fótbolti Benoný Breki áfram á skotskónum Enski boltinn Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Fótbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Handbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Fleiri fréttir „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn