Mátti ekki afsala verðmætum eignum til félags sonar síns Árni Sæberg skrifar 3. apríl 2022 20:23 Karl Wernersson var umsvifamikill kaupsýslumaður á árunum fyrir hrun. Aðsend Samningum um afsal þriggja verðmætra eigna frá Karli Wernerssyni til félags sem nú er í eigu sonar hans hefur verið rift af dómstólum. Fyrirtækið þarf að skila einbýlishúsi á Ítalíu sem er hundraða milljóna króna virði og greiða tugmilljóna bætur. Landsréttur staðfesti á dögunum dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um heimild þrotabús Karls Emils Wernerssonar til riftunar þriggja afsala til handar Faxa ehf. sem sonur hans, Jón Hilmar Karlsson, eignaðist eftir að Karl var dæmdur í fangelsi árið 2016. Faxar ehf. er hluti af félagasamsteypu sem á Lyf og heilsu. Eignirnar sem um ræðir eru nokkurs virði, þar ber helst að nefna ellefu hundruð fermetra íbúðarhús Karls í nágrenni við Lucca á Ítalíu. Ef miðað er við dómkröfur þrotabúsins er húsið ríflega þrjú hundruð milljóna króna virði. Einnig var deilt um einbýlishús á Arnarnesi í Garðabæ og Mercedes Benz bifreið. Engin skuldir til staðar sem réttlættu afsal Fyrsta krafa þrotabúsins var riftun afsals á eigninni á Ítalíu og til vara greiðsla ríflega tveggja milljóna evra. Í staðfestum dómi héraðsdóms segir að óumdeilt sé að Karl hafi selt Föxum ehf. húsið á 2.231.210 evrur þann 6. júlí 2017, en frestdagur gjaldþrotaskipta á búi Karls var 21. júlí sama ár. Kaupverðið var að fullu greitt með yfirtöku veðskulda við Sjávarsýn ehf. og Akur ehf., áður Snæból ehf. Þrotabú Karls Emils var fyrir sig að umræddar veðskuldir hafi verið að fullu greiddar þegar eignin var seld stefnda og því hafi í reynd ekkert verið greitt fyrir eignina. Fyrir héraðsdómi staðfestu Finnur R. Stefánsson, framkvæmdastjóri og annar eigandi Snæbóls ehf. og Bjarni Ármannsson, eigandi Sjávarsýnar efh. að félög þeirra hafi ekki átt neina fjárkröfu á hendur Karli þegar eignin var seld. Héraðsdómur leit því svo á að sala eignarinnar hafi verið gjafagerningur sem ætlað var að gefa syni þrotamannsins eignina. Þá leit dómurinn til þess að líkur væru á að um málamyndagerning hafi verið að ræða enda hafi sönnunargögn bent til þess að leigutekjur af eigninni hafi áfram runnið til Karls eftir söluna. Landsréttur staðfesti þessa niðurstöðu héraðsdóms og rifti afsali. Föxum ehf. er gert að afhenda þrotabúinu eignina á Ítalíu að viðlögðum þriggja milljóna króna dagsektum sem hefjast þrjátíu dögum eftir dómkvaðningu. Kom fram sem bæði seljandi og kaupandi Þrotabúið krafðist þess að fá um 79 milljónir króna greiddar fyrir einbýlishúsið á Akranesi en kaupverð þess var skráð 150 milljónir króna. Til vara krafðist búið riftun og greiðslu bóta. Eina greiðslan sem greidd var fyrir húsið virðist hafa verið yfirtaka áhvílandi veðskulda á eigninni en eftir stóðu 79 milljónir að mati búsins. Afsal fasteignarinnar var gefið út byrjun árs 2016 eða um sautján mánuðum fyrir frestdag gjaldþrotaskipta á búi Karls. Samkvæmt ákvæðum gjaldþrotaskiptalaga er unnt að krefjast riftunar gjafagernings til nákominna ef gjöf var afhent sex til tuttugu og fjórum mánuðum fyrir frestdag. Nokkuð ljóst er að sonur Karls telst til nákominna. Karl lagði fyrir héraðsdóm ljósrit af kaupsamningi frá júní 2015 sem átti að koma í veg fyrir að ofangreint ákvæði eftir við. Hann kom þar fram sem bæði tilboðsgjafi og tilboðshafi. „Ekki er unnt að líta svo á að skjal sem stafar frá stefnda og þrotamanni sjálfum geti talist sönnun um að tiltekin viðskipti hafi átt sér stað, án þess að það sé stutt frekari gögnum,“ segir í dómi héraðsdóms um það. Landsréttur staðfesti þá niðurstöðu héraðsdóms að um riftanlegan gjafagerning hafi verið að ræða og því unnt að fallast á varakröfu þrotabúsins. Ekkert endurgjald fyrir Benz Lokakrafa þrotabúsins var riftun afsals á Mercedes Benz bifreið og bætur miðað við verðgildi hennar á afsalsdegi. Eigendaskipti bifreiðarinnar voru skráð opinberlega árið 2017, tveimur mánuðum eftir frestdag gjaldþrotaskipta og telur þrotabúið að ekkert endurgjald hafi verið greitt fyrir. Faxar ehf. báru hins vegar fyrir sig að félagið hefði keypt bifreiðina árið 2012 fyrir fimmtán milljónir króna. Dómurinn leit svo á að ekkert væri því til sönnunar og féllst því á riftun og greiðslu tæplega átta milljóna króna í bætur. Framlögð gögn fengu ekki næga stoð í öðrum gögnum Faxar ehf. lögðu fram hin ýmsu gögn við áfrýjun málsins til Landsréttar, þar á meðal skrifleg yfirlýsing löggilts endurskoðanda. Sú var byggð á færslum í bókhaldi og efnahagsreikningi Faxa ehf. og tengdra félaga Landsréttur leit svo á að gögnin fengju ekki næga stoð í öðrum gögnum málsins og að þau fengu ekki haggað skjölum um yfirfærslu umræddra eigna. Landsréttur staðfesti því dóm héraðsdóms að öllu leiti en dómana tvo má lesa hér. Dómsmál Tengdar fréttir Milljarðakröfur í þrotabú Karls Wernerssonar Kröfulýsingarfresti er lokið í þrotabú Karl Wernerssonar. 2. júlí 2018 14:55 Húsleit gerð á heimili og vinnustað Karls Wernerssonar Húsleit var gerð á heimili og vinnustað Karls Wernerssonar, heimili fjölskyldumeðlima hans og hjá fleiri aðilum í gær. Þetta segir Karl í yfirlýsingu til fjölmiðla og kveðst hafa fengið nóg af langvarandi „ofsóknum yfirvalda.“ 24. mars 2022 09:20 Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Sjá meira
Landsréttur staðfesti á dögunum dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um heimild þrotabús Karls Emils Wernerssonar til riftunar þriggja afsala til handar Faxa ehf. sem sonur hans, Jón Hilmar Karlsson, eignaðist eftir að Karl var dæmdur í fangelsi árið 2016. Faxar ehf. er hluti af félagasamsteypu sem á Lyf og heilsu. Eignirnar sem um ræðir eru nokkurs virði, þar ber helst að nefna ellefu hundruð fermetra íbúðarhús Karls í nágrenni við Lucca á Ítalíu. Ef miðað er við dómkröfur þrotabúsins er húsið ríflega þrjú hundruð milljóna króna virði. Einnig var deilt um einbýlishús á Arnarnesi í Garðabæ og Mercedes Benz bifreið. Engin skuldir til staðar sem réttlættu afsal Fyrsta krafa þrotabúsins var riftun afsals á eigninni á Ítalíu og til vara greiðsla ríflega tveggja milljóna evra. Í staðfestum dómi héraðsdóms segir að óumdeilt sé að Karl hafi selt Föxum ehf. húsið á 2.231.210 evrur þann 6. júlí 2017, en frestdagur gjaldþrotaskipta á búi Karls var 21. júlí sama ár. Kaupverðið var að fullu greitt með yfirtöku veðskulda við Sjávarsýn ehf. og Akur ehf., áður Snæból ehf. Þrotabú Karls Emils var fyrir sig að umræddar veðskuldir hafi verið að fullu greiddar þegar eignin var seld stefnda og því hafi í reynd ekkert verið greitt fyrir eignina. Fyrir héraðsdómi staðfestu Finnur R. Stefánsson, framkvæmdastjóri og annar eigandi Snæbóls ehf. og Bjarni Ármannsson, eigandi Sjávarsýnar efh. að félög þeirra hafi ekki átt neina fjárkröfu á hendur Karli þegar eignin var seld. Héraðsdómur leit því svo á að sala eignarinnar hafi verið gjafagerningur sem ætlað var að gefa syni þrotamannsins eignina. Þá leit dómurinn til þess að líkur væru á að um málamyndagerning hafi verið að ræða enda hafi sönnunargögn bent til þess að leigutekjur af eigninni hafi áfram runnið til Karls eftir söluna. Landsréttur staðfesti þessa niðurstöðu héraðsdóms og rifti afsali. Föxum ehf. er gert að afhenda þrotabúinu eignina á Ítalíu að viðlögðum þriggja milljóna króna dagsektum sem hefjast þrjátíu dögum eftir dómkvaðningu. Kom fram sem bæði seljandi og kaupandi Þrotabúið krafðist þess að fá um 79 milljónir króna greiddar fyrir einbýlishúsið á Akranesi en kaupverð þess var skráð 150 milljónir króna. Til vara krafðist búið riftun og greiðslu bóta. Eina greiðslan sem greidd var fyrir húsið virðist hafa verið yfirtaka áhvílandi veðskulda á eigninni en eftir stóðu 79 milljónir að mati búsins. Afsal fasteignarinnar var gefið út byrjun árs 2016 eða um sautján mánuðum fyrir frestdag gjaldþrotaskipta á búi Karls. Samkvæmt ákvæðum gjaldþrotaskiptalaga er unnt að krefjast riftunar gjafagernings til nákominna ef gjöf var afhent sex til tuttugu og fjórum mánuðum fyrir frestdag. Nokkuð ljóst er að sonur Karls telst til nákominna. Karl lagði fyrir héraðsdóm ljósrit af kaupsamningi frá júní 2015 sem átti að koma í veg fyrir að ofangreint ákvæði eftir við. Hann kom þar fram sem bæði tilboðsgjafi og tilboðshafi. „Ekki er unnt að líta svo á að skjal sem stafar frá stefnda og þrotamanni sjálfum geti talist sönnun um að tiltekin viðskipti hafi átt sér stað, án þess að það sé stutt frekari gögnum,“ segir í dómi héraðsdóms um það. Landsréttur staðfesti þá niðurstöðu héraðsdóms að um riftanlegan gjafagerning hafi verið að ræða og því unnt að fallast á varakröfu þrotabúsins. Ekkert endurgjald fyrir Benz Lokakrafa þrotabúsins var riftun afsals á Mercedes Benz bifreið og bætur miðað við verðgildi hennar á afsalsdegi. Eigendaskipti bifreiðarinnar voru skráð opinberlega árið 2017, tveimur mánuðum eftir frestdag gjaldþrotaskipta og telur þrotabúið að ekkert endurgjald hafi verið greitt fyrir. Faxar ehf. báru hins vegar fyrir sig að félagið hefði keypt bifreiðina árið 2012 fyrir fimmtán milljónir króna. Dómurinn leit svo á að ekkert væri því til sönnunar og féllst því á riftun og greiðslu tæplega átta milljóna króna í bætur. Framlögð gögn fengu ekki næga stoð í öðrum gögnum Faxar ehf. lögðu fram hin ýmsu gögn við áfrýjun málsins til Landsréttar, þar á meðal skrifleg yfirlýsing löggilts endurskoðanda. Sú var byggð á færslum í bókhaldi og efnahagsreikningi Faxa ehf. og tengdra félaga Landsréttur leit svo á að gögnin fengju ekki næga stoð í öðrum gögnum málsins og að þau fengu ekki haggað skjölum um yfirfærslu umræddra eigna. Landsréttur staðfesti því dóm héraðsdóms að öllu leiti en dómana tvo má lesa hér.
Dómsmál Tengdar fréttir Milljarðakröfur í þrotabú Karls Wernerssonar Kröfulýsingarfresti er lokið í þrotabú Karl Wernerssonar. 2. júlí 2018 14:55 Húsleit gerð á heimili og vinnustað Karls Wernerssonar Húsleit var gerð á heimili og vinnustað Karls Wernerssonar, heimili fjölskyldumeðlima hans og hjá fleiri aðilum í gær. Þetta segir Karl í yfirlýsingu til fjölmiðla og kveðst hafa fengið nóg af langvarandi „ofsóknum yfirvalda.“ 24. mars 2022 09:20 Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Sjá meira
Milljarðakröfur í þrotabú Karls Wernerssonar Kröfulýsingarfresti er lokið í þrotabú Karl Wernerssonar. 2. júlí 2018 14:55
Húsleit gerð á heimili og vinnustað Karls Wernerssonar Húsleit var gerð á heimili og vinnustað Karls Wernerssonar, heimili fjölskyldumeðlima hans og hjá fleiri aðilum í gær. Þetta segir Karl í yfirlýsingu til fjölmiðla og kveðst hafa fengið nóg af langvarandi „ofsóknum yfirvalda.“ 24. mars 2022 09:20