Erlent starfsfólk er ferðaþjónustunni gríðarlega mikilvægt Haukur Harðarson skrifar 4. apríl 2022 11:31 Fyrirséð að það þurfi 7 til 8 þúsund manns erlendis frá til að uppfylla þjónustuþörf á næstu árum Ferðaþjónustan stendur frammi fyrir þeirri áskorun að stór hluti þess erlenda starfsfólks sem starfaði í greininni fyrir heimsfaraldur er horfinn og hefur færst til annarra atvinnugreina. Fyrir tíma heimsfaraldurs var fólk af erlendum uppruna þriðjungur af heildarfjölda starfsfólks í ferðaþjónustu. Án starfskrafta þeirra hefði ekki verið hægt að taka á móti þeim mikla fjölda ferðamanna sem sótti landið og þjónusta þá á þann máta sem vilji er til. Um var að ræða starfsfólk sem settist hér að með sínar fjölskyldur en líka svokallað árstíðarstarfsfólk sem kom hingað til að vinna yfir háönnina. Spár greiningaraðila, svo sem Seðlabankans og SA, benda til þess að það þurfi 15 þúsund erlenda starfsmenn inn í hagkerfið á næstu árum, þar af 7 til 8 þúsund í ferðaþjónustu. Mikilvægt er að ferðaþjónustan taki vel á móti erlendum ríkisborgurum sem koma hingað til lands til starfa og vandi móttökuna. Fagleg og góð móttaka nýs starfsfólks er lykillinn að farsælu samstarfi, ánægt starfsfólk skapar ferðaþjónustunni gott orðspor – hér, þar og alls staðar. Erlendir ríkisborgarar þurfa að sækja um margs konar leyfi og réttindi til að fá að starfa hér. Mismunandi reglur gilda eftir því hvort þeir koma frá aðildarríki innan eða utan EES/EFTA. Til að gefa atvinnurekendum yfirsýn yfir það sem þarf að gera í ráðningarferlinu og auðvelda aðgengi að upplýsingum hefur Hæfnisetur ferðaþjónustunnar, í samstarfi við Fjölmenningarsetur, SAF, ASÍ og ferðaþjónustufyrirtæki, sett saman leiðbeiningar fyrir báða aðila til að fylgja. Þar má jafnframt finna upplýsingar sem flýtt geta fyrir ráðningarferlinu og aðlögun starfsmannsins á íslenskum vinnumarkaði. Atvinnurekendur eru hvattir til þess að kynna sér efnið vel og vísa erlendu starfsfólki sínu á það. Leiðbeiningarnar voru kynntar á Menntamorgni ferðaþjónustunnar sem fram fór á dögunum og sagði Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF og fundarstjóri, af því tilefni: […] við þurfum að hressa upp á þekkingu okkar á því hvernig við tökum á móti erlendu starfsfólki, hvernig við förum í gegnum þjálfun fyrir erlent starfsfólk, hvernig aðbúnaður þess er til þess að fyrirtækin og starfsfólkið geti náð að sinna kúnnunum, náð að halda niðri kostnaði fyrir fyrirtækin og koma fólki inn í störfin sem fyrst og með sem bestum aðbúnaði […] Nichole Leigh Mosty, forstöðumaður Fjölmenningarseturs, flutti erindi undir yfirskriftinni Fjölbreytileikinn vinnur og gaf góð ráð um það hvernig standa megi að móttöku erlends starfsfólks. Þegar við tökum vel á móti fólki og upplýsum það komum við í veg fyrir misskilning, óraunhæfar væntingar eða rangar upplýsingar frá upphafi [og] stuðlum að trausti og trúverðugleika vinnuveitanda. Leiðbeiningarnar Erlent starfsfólk – ráðningarferli má nálgast á heimasíðu Hæfnisetursins, hæfni.is. Nálgast má upptöku frá Menntamorgni á facebook síðu Hæfnisetur ferðaþjónustunnar. Höfundur er verkefnisstjóri Hæfniseturs ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Vinnumarkaður Innflytjendamál Mest lesið Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Sjá meira
Fyrirséð að það þurfi 7 til 8 þúsund manns erlendis frá til að uppfylla þjónustuþörf á næstu árum Ferðaþjónustan stendur frammi fyrir þeirri áskorun að stór hluti þess erlenda starfsfólks sem starfaði í greininni fyrir heimsfaraldur er horfinn og hefur færst til annarra atvinnugreina. Fyrir tíma heimsfaraldurs var fólk af erlendum uppruna þriðjungur af heildarfjölda starfsfólks í ferðaþjónustu. Án starfskrafta þeirra hefði ekki verið hægt að taka á móti þeim mikla fjölda ferðamanna sem sótti landið og þjónusta þá á þann máta sem vilji er til. Um var að ræða starfsfólk sem settist hér að með sínar fjölskyldur en líka svokallað árstíðarstarfsfólk sem kom hingað til að vinna yfir háönnina. Spár greiningaraðila, svo sem Seðlabankans og SA, benda til þess að það þurfi 15 þúsund erlenda starfsmenn inn í hagkerfið á næstu árum, þar af 7 til 8 þúsund í ferðaþjónustu. Mikilvægt er að ferðaþjónustan taki vel á móti erlendum ríkisborgurum sem koma hingað til lands til starfa og vandi móttökuna. Fagleg og góð móttaka nýs starfsfólks er lykillinn að farsælu samstarfi, ánægt starfsfólk skapar ferðaþjónustunni gott orðspor – hér, þar og alls staðar. Erlendir ríkisborgarar þurfa að sækja um margs konar leyfi og réttindi til að fá að starfa hér. Mismunandi reglur gilda eftir því hvort þeir koma frá aðildarríki innan eða utan EES/EFTA. Til að gefa atvinnurekendum yfirsýn yfir það sem þarf að gera í ráðningarferlinu og auðvelda aðgengi að upplýsingum hefur Hæfnisetur ferðaþjónustunnar, í samstarfi við Fjölmenningarsetur, SAF, ASÍ og ferðaþjónustufyrirtæki, sett saman leiðbeiningar fyrir báða aðila til að fylgja. Þar má jafnframt finna upplýsingar sem flýtt geta fyrir ráðningarferlinu og aðlögun starfsmannsins á íslenskum vinnumarkaði. Atvinnurekendur eru hvattir til þess að kynna sér efnið vel og vísa erlendu starfsfólki sínu á það. Leiðbeiningarnar voru kynntar á Menntamorgni ferðaþjónustunnar sem fram fór á dögunum og sagði Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF og fundarstjóri, af því tilefni: […] við þurfum að hressa upp á þekkingu okkar á því hvernig við tökum á móti erlendu starfsfólki, hvernig við förum í gegnum þjálfun fyrir erlent starfsfólk, hvernig aðbúnaður þess er til þess að fyrirtækin og starfsfólkið geti náð að sinna kúnnunum, náð að halda niðri kostnaði fyrir fyrirtækin og koma fólki inn í störfin sem fyrst og með sem bestum aðbúnaði […] Nichole Leigh Mosty, forstöðumaður Fjölmenningarseturs, flutti erindi undir yfirskriftinni Fjölbreytileikinn vinnur og gaf góð ráð um það hvernig standa megi að móttöku erlends starfsfólks. Þegar við tökum vel á móti fólki og upplýsum það komum við í veg fyrir misskilning, óraunhæfar væntingar eða rangar upplýsingar frá upphafi [og] stuðlum að trausti og trúverðugleika vinnuveitanda. Leiðbeiningarnar Erlent starfsfólk – ráðningarferli má nálgast á heimasíðu Hæfnisetursins, hæfni.is. Nálgast má upptöku frá Menntamorgni á facebook síðu Hæfnisetur ferðaþjónustunnar. Höfundur er verkefnisstjóri Hæfniseturs ferðaþjónustunnar.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun