Biðst innilegrar afsökunar á orðum sínum um Vigdísi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. apríl 2022 14:55 Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra. Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra biðst innilegrar afsökunar á orðum sem hann lét falla í garð Vigdísar Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna, aðfaranótt föstudags í gleðskap í tengslum við Búnaðarþing. Þetta kemur fram í stuttri færslu Sigurðar Inga á Facebook. Samkvæmt heimildum Vísis gerðist atvikið þar sem ummælin féllu eftir miðnætti aðfaranótt föstudags þegar sumir voru við skál. Hugmyndin var að fá mynd af hópi Sigurðar Inga með hópi starfsmanna Bændasamtakanna. Upp kom sú hugmynd að þeir myndu halda á Vigdísi á mynd en þá sagði Sigurður Ingi eitthvað á þá leið: Á að lyfta þeirri svörtu? Sigurður yfirgaf samkomuna fljótlega eftir þetta. Fjallað var um orðróm þess efnis, bæði í Fréttablaðinu og DV um helgina, að Sigurður Ingi hefði látið slík orð falla. Ingveldur Sæmundsdóttir, aðstoðarmaður Sigurðar Inga, svaraði fyrir þær fréttir sem algjört bull. Ráðherrann hefði ekkert slíkt sagt heldur haft á orði að hann vildi ekki halda á Sjálfstæðismanni við myndatökuna. Vigdís tjáði sig um málið fyrr í dag á Facebook-síðu sinni. „Þar voru afar særandi ummæli látin falla og heyrði bæði ég það sem og starfsfólk samtakanna. Aðstoðarmaður ráðherrans var ekki við hlið hans þegar ummælin voru látin falla, eins og hún hefur haldið fram en myndir úr þessari myndatöku sýna það án alls vafa. Það er særandi þegar reynt er að gera lítið úr upplifun minni og þegar beinlínis rangar skýringar eru notaðar við það,“ sagði Vigdís. Hvorki Vigdís né Sigurður Ingi hafa svarað fyrirspurnum fréttastofu um málið. Sigurður Ingi tjáði sig um málið nú rétt fyrir klukkan þrjú. „Ég er alinn upp við það og það er mín lífsskoðun að allir séu jafnir. Þess vegna hef ég tamið mér að koma jafnt fram við alla. En mér verður á eins og öðrum. Það þykir mér miður. Í kvöldverðarboði Framsóknar fyrir fulltrúa á Búnaðarþingi síðastliðið fimmtudagskvöld, lét ég óviðurkvæmileg orð falla í garð framkvæmdastjóra Bændasamtakanna. Á þeim orðum biðst ég innilegrar afsökunar. Í lífinu er maður alltaf að læra á sjálfan sig. Sárt er þó að sá lærdómur bitni á tilfinningum annarra,“ segir Sigurður Ingi í færslu á Facebook. Þingfundur hefst klukkan 15 og má reikna með umræðum um málið á þinginu. Óundirbúnar fyrirspurnir eru á dagskrá en Sigurður Ingi er ekki á meðal ráðherra sem svara fyrirspurnum í dag. Fréttin hefur verið uppfærð. Framsóknarflokkurinn Landbúnaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kynþáttafordómar Ósæmileg ummæli Sigurðar Inga Tengdar fréttir Þingmenn bregðast við frásögn Vigdísar af fordómum Þingmenn úr nokkrum flokkum hafa brugðist við færslu Vigdísar Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna, sem segir Sigurð Inga Jóhannsson innviðaráðherra hafa viðhaft særandi ummæli um aðfaranótt föstudagsins síðastliðins á samkomu í tengslum við Búnaðarþing. 4. apríl 2022 14:26 Vigdís segir Sigurð Inga hafa viðhaft særandi ummæli Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, segir að innviðaráðherra hafi látið afar særandi ummæli falla í aðdraganda myndatöku á nýafstöðnu Búnaðarþingi. Hún segir særandi að reynt sé að gera lítið úr upplifun hennar. 4. apríl 2022 12:49 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira
Samkvæmt heimildum Vísis gerðist atvikið þar sem ummælin féllu eftir miðnætti aðfaranótt föstudags þegar sumir voru við skál. Hugmyndin var að fá mynd af hópi Sigurðar Inga með hópi starfsmanna Bændasamtakanna. Upp kom sú hugmynd að þeir myndu halda á Vigdísi á mynd en þá sagði Sigurður Ingi eitthvað á þá leið: Á að lyfta þeirri svörtu? Sigurður yfirgaf samkomuna fljótlega eftir þetta. Fjallað var um orðróm þess efnis, bæði í Fréttablaðinu og DV um helgina, að Sigurður Ingi hefði látið slík orð falla. Ingveldur Sæmundsdóttir, aðstoðarmaður Sigurðar Inga, svaraði fyrir þær fréttir sem algjört bull. Ráðherrann hefði ekkert slíkt sagt heldur haft á orði að hann vildi ekki halda á Sjálfstæðismanni við myndatökuna. Vigdís tjáði sig um málið fyrr í dag á Facebook-síðu sinni. „Þar voru afar særandi ummæli látin falla og heyrði bæði ég það sem og starfsfólk samtakanna. Aðstoðarmaður ráðherrans var ekki við hlið hans þegar ummælin voru látin falla, eins og hún hefur haldið fram en myndir úr þessari myndatöku sýna það án alls vafa. Það er særandi þegar reynt er að gera lítið úr upplifun minni og þegar beinlínis rangar skýringar eru notaðar við það,“ sagði Vigdís. Hvorki Vigdís né Sigurður Ingi hafa svarað fyrirspurnum fréttastofu um málið. Sigurður Ingi tjáði sig um málið nú rétt fyrir klukkan þrjú. „Ég er alinn upp við það og það er mín lífsskoðun að allir séu jafnir. Þess vegna hef ég tamið mér að koma jafnt fram við alla. En mér verður á eins og öðrum. Það þykir mér miður. Í kvöldverðarboði Framsóknar fyrir fulltrúa á Búnaðarþingi síðastliðið fimmtudagskvöld, lét ég óviðurkvæmileg orð falla í garð framkvæmdastjóra Bændasamtakanna. Á þeim orðum biðst ég innilegrar afsökunar. Í lífinu er maður alltaf að læra á sjálfan sig. Sárt er þó að sá lærdómur bitni á tilfinningum annarra,“ segir Sigurður Ingi í færslu á Facebook. Þingfundur hefst klukkan 15 og má reikna með umræðum um málið á þinginu. Óundirbúnar fyrirspurnir eru á dagskrá en Sigurður Ingi er ekki á meðal ráðherra sem svara fyrirspurnum í dag. Fréttin hefur verið uppfærð.
Framsóknarflokkurinn Landbúnaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kynþáttafordómar Ósæmileg ummæli Sigurðar Inga Tengdar fréttir Þingmenn bregðast við frásögn Vigdísar af fordómum Þingmenn úr nokkrum flokkum hafa brugðist við færslu Vigdísar Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna, sem segir Sigurð Inga Jóhannsson innviðaráðherra hafa viðhaft særandi ummæli um aðfaranótt föstudagsins síðastliðins á samkomu í tengslum við Búnaðarþing. 4. apríl 2022 14:26 Vigdís segir Sigurð Inga hafa viðhaft særandi ummæli Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, segir að innviðaráðherra hafi látið afar særandi ummæli falla í aðdraganda myndatöku á nýafstöðnu Búnaðarþingi. Hún segir særandi að reynt sé að gera lítið úr upplifun hennar. 4. apríl 2022 12:49 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira
Þingmenn bregðast við frásögn Vigdísar af fordómum Þingmenn úr nokkrum flokkum hafa brugðist við færslu Vigdísar Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna, sem segir Sigurð Inga Jóhannsson innviðaráðherra hafa viðhaft særandi ummæli um aðfaranótt föstudagsins síðastliðins á samkomu í tengslum við Búnaðarþing. 4. apríl 2022 14:26
Vigdís segir Sigurð Inga hafa viðhaft særandi ummæli Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, segir að innviðaráðherra hafi látið afar særandi ummæli falla í aðdraganda myndatöku á nýafstöðnu Búnaðarþingi. Hún segir særandi að reynt sé að gera lítið úr upplifun hennar. 4. apríl 2022 12:49