„Greinilega persónulegur pirringur“ Snorri Másson skrifar 5. apríl 2022 09:15 Sérstök og breytt umræðuhefð á Alþingi var til umræðu í Íslandi í dag í gær. Brynjar Níelsson fyrrverandi þingmaður sagði þar að hluti deilanna sem sést hafi á Alþingisrásinni nýlega séu augljóslega persónulegar. Dæmi þar um eru deilurnar á milli forystufólks í Viðreisn og Framsóknarflokknum, eins og þegar sauð upp úr í þingsal á milli Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur og Lilju Daggar Alfreðsdóttur á dögunum. Þátttakandi í þeirri umræðu var Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar, sem sagði í samtali við Íslandi í dag: „Við höfum náð að einskorða þetta við málefnin. Það er breyting núna í vetur, það er þess vegna sem ég notaði orðið áhugavert [til að lýsa starfsandanum] af því að ég hef ekki náð að skilgreina hann, en það er kannski betra að nota orðið þrúgandi.” Brynjar Níelsson fyrrverandi þingmaður segir ljóst að pirringurinn á milli Framsóknarmanna eins og Lilju Alfreðsdóttir og Viðreisnarkvennanna Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur og Hönnu Katrínar Friðriksson sé persónulegur. Brynjar Níelsson: „Ég er ekki sérfræðingur í þessum flokkum en það er greinilega persónulegur pirringur. Maður upplifir það alveg. En ég veit ekkert af hverju hann er. Þú átt að afgreiða það annars staðar. En þetta er kúnstin að kunna að takast á. Það má alveg vera harka í því en þetta er eitthvað allt annað í mínum huga.“ Atli Þór Fanndal, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Transparency International, sagði vandann á Alþingi felast í framferði stjórnarmeirihlutans við að halda minnihlutanum úti í kuldanum. Atli Þór Fanndal telur vandann á Alþingi á ábyrgð stjórnarmeirihlutans. „Mér finnst þingmenn stundum tala eins og þetta sé allt í lagi af því að það sé svo góð stemning þeirra á milli. Ég held að almenningi sé nákvæmlega sama um þetta. En það sem hefur breyst núna er að það er meiri harka og eins og ég sagði áðan þá hefur meirihlutinn lagt sig fram um að sýna þinginu að það eigi bara ekki að hafa neitt með málin að gera. Þetta er auðvitað vinsælt á þessum tíma að fara að tala um málþóf, en framkvæmdavaldið nýtir sér það að koma með mál mjög seint. Þá kemur tímapressa og hægt að tala um að það sé þá málþóf,“ segir Atli. Brynjar segir ljóst að umræðan eins og hún er núna muni ekki auka virðingu fyrir þinginu. „Alveg örugglega ekki. En mér finnst alveg lágmark í þessu að menn séu sæmilega skemmtilegir í þessu, en það er ekki,“ sagði Brynjar. Framsóknarflokkurinn Kynþáttafordómar Ísland í dag Tengdar fréttir Sauð upp úr á Alþingi: „Ég hef sjaldan séð þingmann jafn æstan“ Það sauð upp úr á Alþingi nú síðdegis undir liðnum fundarstjórn forseta. Forsaga málsins er sú að Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, spurði Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptamálaráðherra, hvort hún hygðist hækka veiðigjöld í ljósi þess að þingmeirihluti væri fyrir málinu og það óháð ríkisstjórnarvilja. 14. mars 2022 20:57 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Fleiri fréttir Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Sjá meira
Dæmi þar um eru deilurnar á milli forystufólks í Viðreisn og Framsóknarflokknum, eins og þegar sauð upp úr í þingsal á milli Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur og Lilju Daggar Alfreðsdóttur á dögunum. Þátttakandi í þeirri umræðu var Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar, sem sagði í samtali við Íslandi í dag: „Við höfum náð að einskorða þetta við málefnin. Það er breyting núna í vetur, það er þess vegna sem ég notaði orðið áhugavert [til að lýsa starfsandanum] af því að ég hef ekki náð að skilgreina hann, en það er kannski betra að nota orðið þrúgandi.” Brynjar Níelsson fyrrverandi þingmaður segir ljóst að pirringurinn á milli Framsóknarmanna eins og Lilju Alfreðsdóttir og Viðreisnarkvennanna Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur og Hönnu Katrínar Friðriksson sé persónulegur. Brynjar Níelsson: „Ég er ekki sérfræðingur í þessum flokkum en það er greinilega persónulegur pirringur. Maður upplifir það alveg. En ég veit ekkert af hverju hann er. Þú átt að afgreiða það annars staðar. En þetta er kúnstin að kunna að takast á. Það má alveg vera harka í því en þetta er eitthvað allt annað í mínum huga.“ Atli Þór Fanndal, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Transparency International, sagði vandann á Alþingi felast í framferði stjórnarmeirihlutans við að halda minnihlutanum úti í kuldanum. Atli Þór Fanndal telur vandann á Alþingi á ábyrgð stjórnarmeirihlutans. „Mér finnst þingmenn stundum tala eins og þetta sé allt í lagi af því að það sé svo góð stemning þeirra á milli. Ég held að almenningi sé nákvæmlega sama um þetta. En það sem hefur breyst núna er að það er meiri harka og eins og ég sagði áðan þá hefur meirihlutinn lagt sig fram um að sýna þinginu að það eigi bara ekki að hafa neitt með málin að gera. Þetta er auðvitað vinsælt á þessum tíma að fara að tala um málþóf, en framkvæmdavaldið nýtir sér það að koma með mál mjög seint. Þá kemur tímapressa og hægt að tala um að það sé þá málþóf,“ segir Atli. Brynjar segir ljóst að umræðan eins og hún er núna muni ekki auka virðingu fyrir þinginu. „Alveg örugglega ekki. En mér finnst alveg lágmark í þessu að menn séu sæmilega skemmtilegir í þessu, en það er ekki,“ sagði Brynjar.
Framsóknarflokkurinn Kynþáttafordómar Ísland í dag Tengdar fréttir Sauð upp úr á Alþingi: „Ég hef sjaldan séð þingmann jafn æstan“ Það sauð upp úr á Alþingi nú síðdegis undir liðnum fundarstjórn forseta. Forsaga málsins er sú að Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, spurði Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptamálaráðherra, hvort hún hygðist hækka veiðigjöld í ljósi þess að þingmeirihluti væri fyrir málinu og það óháð ríkisstjórnarvilja. 14. mars 2022 20:57 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Fleiri fréttir Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Sjá meira
Sauð upp úr á Alþingi: „Ég hef sjaldan séð þingmann jafn æstan“ Það sauð upp úr á Alþingi nú síðdegis undir liðnum fundarstjórn forseta. Forsaga málsins er sú að Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, spurði Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptamálaráðherra, hvort hún hygðist hækka veiðigjöld í ljósi þess að þingmeirihluti væri fyrir málinu og það óháð ríkisstjórnarvilja. 14. mars 2022 20:57