Við vorum bara að hlaupa út um allan völl og það kann ekki góðri lukku að stýra Siggeir F. Ævarsson skrifar 4. apríl 2022 21:15 Rúnar Ingi á hliðarlínunni í kvöld. Vísir/Vilhelm Njarðvík tapaði með sjö stiga mun fyrir deildarmeisturum Fjölnis í fyrsta leik liðanna í úrslitakeppni Subway-deildar kvenna í körfubolta. Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari liðsins, segir margt mega betur fara. Njarðvíkingar hófu leikinn gegn Fjölni í kvöld með miklum látum. Komust í 2-12 og settu svo einn þrist til viðbótar, fimm þristar til að opna leikinn, en svo komu ekki fleiri körfur frá þeim í leikhlutanum. Í kjölfarið kom svo 30-3 áhlaup frá Fjölni. Við spurðum Rúnar Inga hvað hefði eiginlega farið úrskeiðis hjá Njarðvík þarna í byrjun? „Rosalega margt. Við förum bara útúr því sem að við vildum vera að gera. Hlaupum mjög óskipulagðan sóknarleik og erum að bregðast mjög illa við því að þær fara að koma sér aðeins inn í leikinn. Við erum með ákveðna hluti sem við viljum hlaupa á móti þessu svæði hjá þeim og viljum ekkert vera að blanda hlutunum of mikið saman. Vildum reyna að gera þetta einfalt, mjólka það sem virkar og færum okkur svo yfir í annað. En það sem við vorum að hlaupa á þessum tímapunkti var bara eitthvað sem ég hef aldrei séð áður. Við vorum bara að hlaupa útum allan völl og það kann ekki góðri lukku að stýra. Við þurfum að bregðast betur við.“ Rúnar sá þó ekki eintómt svartnætti í leik sinna kvenna þrátt fyrir erfiðan kafla í fyrri hálfleik. „Fyrir utan þennan kafla í fyrri hálfleik þá fannst mér við gera rosalega vel á mörgum köflum. Leikur eitt, þetta er svona gagnasöfnun fyrir framhaldið. Ef við getum byggt á þessu góða sem við vorum að gera hérna í dag þá líst mér bara ansi vel á framhaldið.“ Erlendu leikmenn Njarðvíkur voru nokkuð langt frá sínum besta í kvöld. Til að mynda þá spilaði Aliyah A'taeya Collier allar 40 mínútur leiksins en skoraði aðeins 14 stig og var 5 af 21 í skotum. Rúnar sagði að það væri þó ekkert lykilatriði fyrir hans lið að fá mikið framlag frá þeim. Aliyah A'taeya Collier átti ekki sinn besta leik.Vísir/Vilhelm „Mér er bara alveg sama hvaðan gott kemur, í alvöru talað. Ég vil bara að við séum með fimm leikmenn á gólfinu sem hafa trú á sjálfum sér, vilji spila körfubolta saman og búa til galopin skot. Það eru alltaf fimm leikmenn inná sem geta hitt úr galopnum skotum. Við þurfum bara að vera klóknari að finna þessi galopnu skot og hafa trú á þeim. Þó ég sé búinn að klikka úr tveimur, þá fer bara næsta ofan í. Hvort sem það kemur frá leikmanni í búning númer 12 eða 14, á endanum þá skiptir það mig engu máli. Við þurfum bara að spila saman og gera þetta sem lið.“ Þrátt fyrir að Fjölnir hafi átt þetta stóra áhlaup þá gáfust Njarðvíkingar aldrei upp og náðu tvívegis að minnka muninn í tveggja sókna leik. Rúnar hlýtur að geta tekið eitt og annað jákvætt útúr þessum leik þegar upp er staðið? „Við missum hausinn þarna í fyrri hálfleik, ég veit ekki hvort við of peppumst eftir að hafa byrjað svona vel og förum bara útúr öllu sem við ætluðum að gera því við erum svo geggjaðar, förum bara að bulla algjörlega. Svo þegar þú finnur að það gengur ekki þá förum við að missa fókusinn varnarlega útaf því að sóknin er léleg, en varnarplanið er að ganga heilt yfir mjög vel upp. Þetta er eitt af bestu sóknarliðum deildarinnar og við gerum hrikalega vel á móti þeim á löngum köflum. Ef við tökum bara í burtu þessi litlu smáatriði og náum að búa til 40 mínútna frammistöðu þá er ég helvíti brattur bara og trúi að við getum náð í sigra á móti þessu liði.“ Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Enski boltinn Fleiri fréttir „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Sjá meira
Njarðvíkingar hófu leikinn gegn Fjölni í kvöld með miklum látum. Komust í 2-12 og settu svo einn þrist til viðbótar, fimm þristar til að opna leikinn, en svo komu ekki fleiri körfur frá þeim í leikhlutanum. Í kjölfarið kom svo 30-3 áhlaup frá Fjölni. Við spurðum Rúnar Inga hvað hefði eiginlega farið úrskeiðis hjá Njarðvík þarna í byrjun? „Rosalega margt. Við förum bara útúr því sem að við vildum vera að gera. Hlaupum mjög óskipulagðan sóknarleik og erum að bregðast mjög illa við því að þær fara að koma sér aðeins inn í leikinn. Við erum með ákveðna hluti sem við viljum hlaupa á móti þessu svæði hjá þeim og viljum ekkert vera að blanda hlutunum of mikið saman. Vildum reyna að gera þetta einfalt, mjólka það sem virkar og færum okkur svo yfir í annað. En það sem við vorum að hlaupa á þessum tímapunkti var bara eitthvað sem ég hef aldrei séð áður. Við vorum bara að hlaupa útum allan völl og það kann ekki góðri lukku að stýra. Við þurfum að bregðast betur við.“ Rúnar sá þó ekki eintómt svartnætti í leik sinna kvenna þrátt fyrir erfiðan kafla í fyrri hálfleik. „Fyrir utan þennan kafla í fyrri hálfleik þá fannst mér við gera rosalega vel á mörgum köflum. Leikur eitt, þetta er svona gagnasöfnun fyrir framhaldið. Ef við getum byggt á þessu góða sem við vorum að gera hérna í dag þá líst mér bara ansi vel á framhaldið.“ Erlendu leikmenn Njarðvíkur voru nokkuð langt frá sínum besta í kvöld. Til að mynda þá spilaði Aliyah A'taeya Collier allar 40 mínútur leiksins en skoraði aðeins 14 stig og var 5 af 21 í skotum. Rúnar sagði að það væri þó ekkert lykilatriði fyrir hans lið að fá mikið framlag frá þeim. Aliyah A'taeya Collier átti ekki sinn besta leik.Vísir/Vilhelm „Mér er bara alveg sama hvaðan gott kemur, í alvöru talað. Ég vil bara að við séum með fimm leikmenn á gólfinu sem hafa trú á sjálfum sér, vilji spila körfubolta saman og búa til galopin skot. Það eru alltaf fimm leikmenn inná sem geta hitt úr galopnum skotum. Við þurfum bara að vera klóknari að finna þessi galopnu skot og hafa trú á þeim. Þó ég sé búinn að klikka úr tveimur, þá fer bara næsta ofan í. Hvort sem það kemur frá leikmanni í búning númer 12 eða 14, á endanum þá skiptir það mig engu máli. Við þurfum bara að spila saman og gera þetta sem lið.“ Þrátt fyrir að Fjölnir hafi átt þetta stóra áhlaup þá gáfust Njarðvíkingar aldrei upp og náðu tvívegis að minnka muninn í tveggja sókna leik. Rúnar hlýtur að geta tekið eitt og annað jákvætt útúr þessum leik þegar upp er staðið? „Við missum hausinn þarna í fyrri hálfleik, ég veit ekki hvort við of peppumst eftir að hafa byrjað svona vel og förum bara útúr öllu sem við ætluðum að gera því við erum svo geggjaðar, förum bara að bulla algjörlega. Svo þegar þú finnur að það gengur ekki þá förum við að missa fókusinn varnarlega útaf því að sóknin er léleg, en varnarplanið er að ganga heilt yfir mjög vel upp. Þetta er eitt af bestu sóknarliðum deildarinnar og við gerum hrikalega vel á móti þeim á löngum köflum. Ef við tökum bara í burtu þessi litlu smáatriði og náum að búa til 40 mínútna frammistöðu þá er ég helvíti brattur bara og trúi að við getum náð í sigra á móti þessu liði.“ Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Enski boltinn Fleiri fréttir „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Sjá meira