Einn handtekinn vegna skotárásarinnar í Sacramento Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. apríl 2022 22:37 Einn hefur verið handtekinn í tengslum við skotárásina í Sacramento í gær. AP/Jose Carlos Fajardo Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið handtekinn og ákærður í tengslum við skotárás í Sacramento í gær. Sex létust í árásinni og tólf til viðbótar særðust. Hinn 26 ára gamli Dandre Martin var handtekinn af lögreglunni í Sacramento í Kaliforníu í dag. Martin hefur verið ákærður fyrir líkamsárás og ólöglega vopnavörslu. Talið er að nokkrir hafi tekið þátt í skotárásinni, þar sem fjölda skota var hleypt af á svæði sem var fullt af fólki nærri þinghúsi Kaliforníu. Þrír karlmenn og þrjár konur létust í árásinni: Sergio Harris, 38 ára, De'Vazia Turner, 29 ára, Joshua Hoye-Lucchesi, 32 ára, Johntaya Alexander, 21 árs, Melinda Davis, 57 ára, og Yamile Martinez-Andrade, 21 árs. Um er að ræða mannskæðustu skotárásina í Bandaríkjunum á þessu ári. Lögregla segir að öll fórnarlambanna hafi látist á vettvangi og að fjöldi árásarmanna hafi tekið þátt í skothríðinni sem hófst um klukkan tvö á aðfaranótt sunnudags, að staðartíma. Þar að auki særðust tólf í árásinni og voru þau öll færð á spítala til að gangast undir læknishendur. Sjö þeirra voru útskrifuð af spítalanum í dag. Lögreglan hefur framkvæmt fjölda húsleita í borginni í dag og lagt var hald á minnst eina skammbyssu, sem lögregla segir að hafi verið stolið. Af myndböndum, sem birst hafa á samfélagsmiðlum undanfarna tvo daga, að dæma höfðu brotist út fjölmenn slagsmál á árásarsvæðinu á aðfaranótt sunnudags áður en skothvellir heyrðust. Á svæðinu má finna fjöldann allan af veitingastöðum og skemmtistöðum. Óljóst er enn hvort skotbardaginn hafi brotist út í kjölfar slagsmálanna og hvort hann tengist þeim eitthvað. Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Hinn 26 ára gamli Dandre Martin var handtekinn af lögreglunni í Sacramento í Kaliforníu í dag. Martin hefur verið ákærður fyrir líkamsárás og ólöglega vopnavörslu. Talið er að nokkrir hafi tekið þátt í skotárásinni, þar sem fjölda skota var hleypt af á svæði sem var fullt af fólki nærri þinghúsi Kaliforníu. Þrír karlmenn og þrjár konur létust í árásinni: Sergio Harris, 38 ára, De'Vazia Turner, 29 ára, Joshua Hoye-Lucchesi, 32 ára, Johntaya Alexander, 21 árs, Melinda Davis, 57 ára, og Yamile Martinez-Andrade, 21 árs. Um er að ræða mannskæðustu skotárásina í Bandaríkjunum á þessu ári. Lögregla segir að öll fórnarlambanna hafi látist á vettvangi og að fjöldi árásarmanna hafi tekið þátt í skothríðinni sem hófst um klukkan tvö á aðfaranótt sunnudags, að staðartíma. Þar að auki særðust tólf í árásinni og voru þau öll færð á spítala til að gangast undir læknishendur. Sjö þeirra voru útskrifuð af spítalanum í dag. Lögreglan hefur framkvæmt fjölda húsleita í borginni í dag og lagt var hald á minnst eina skammbyssu, sem lögregla segir að hafi verið stolið. Af myndböndum, sem birst hafa á samfélagsmiðlum undanfarna tvo daga, að dæma höfðu brotist út fjölmenn slagsmál á árásarsvæðinu á aðfaranótt sunnudags áður en skothvellir heyrðust. Á svæðinu má finna fjöldann allan af veitingastöðum og skemmtistöðum. Óljóst er enn hvort skotbardaginn hafi brotist út í kjölfar slagsmálanna og hvort hann tengist þeim eitthvað.
Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira