Danir náðu þessu loksins fjörutíu árum á eftir okkur Íslendingum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. apríl 2022 10:30 Gabriel Iffe Lundberg skýtur á körfuna í fyrsta NBA leik sínum með Phoenix Suns sem var á móti liði Oklahoma City Thunder. AP/Kyle Phillips Danski körfuboltamaðurinn Gabriel Lundberg skrifaði danska körfuboltasögu um helgina þegar hann spilaði sinn fyrsta leik fyrir Phoenix Suns. Með því varð Lundberg fyrsti danski körfuboltamaðurinn til að spila í NBA-deildinni. Atburðir í Úkraínu hjálpuðu til að gera draum Lundberg að veruleika. Lundberg hafði hætt að spila með rússneska liðinu CSKA Moskvu eftir innrásina í Úkraínu og var því laus allra mála þegar Phoenix Suns bauð honum samning. Dreams really CAN come true. But believe in it - you never know what can happen. pic.twitter.com/OsmxKAW45g— Gabriel Iffe Lundberg (@IffeLundberg) April 4, 2022 Gabriel er 27 ára gamall bakvörður sem var með 9,1 stig, 2,5 fráköst og 1,9 stoðsendingar að meðaltali í Rússlandi en hann hefur áður spilað í Póllandi og á Spáni. Hann var þarna að fá samning hjá besta liði NBA en Phoenix Suns er með besta sigurhlutfall allra liða í deildinni í vetur. Lundberg var búinn að vera ónotaður varamaður í nokkrum leikjum en kom inn á í síðasta leik Phoenix Suns á móti Oklahoma City Thunder þar sem hann spilaði í fjórar mínútur, klikkaði á báðum skotum sínum en gaf eina stoðsendingu. Lars Erik Hansen er fæddur í Kaupmannahöfn og spilaði í NBA á áttunda áratugnum. Hann er hins vegar kanadískur ríkisborgari og spilaði á sínum tíma fyrir kanadíska landsliðið. Christian Drejer var valinn af New Jersey Nets í nýliðavalinu árið 2014 en komst ekki að hjá liðinu og endaði hjá Barcelona. Lundberg er því að skrifa söguna á þessu tímabili. Danir voru því meira en fjórum áratugum á eftir okkur Íslendingum að eignast körfuboltamann í NBA. Pétur Karl Guðmundsson spilaði sinn fyrsta NBA-leik 8. nóvember 1981 eða fyrir meira en fjörutíu árum og fjórum mánuðum síðan. Það liðu réttir tæpir 485 mánuðir á milli þess að Pétur spilaði sinn fyrsta leik og fyrsti Daninn kom inn á í sínum fyrsta leik. Pétur lék þá fyrir Portland Trail Blazers á móti Denver Nuggets en tveimur dögum síðar skoraði hann sín fyrstu stig í NBA í leik á móti Dallas Mavericks. Alls lék Pétur 150 deildarleiki í NBA með Portland Trail Blazers (68), Los Angeles Lakers (8) og San Antonio Spurs (74) og svo fjórtán leiki í úrslitakeppni með Lakers (12) og Spurs (2). Pétur var með 4,6 stig og 3,8 fráköst að meðaltali á 13,7 mínútum í leik í deildarleikjunum. Síðasti leikur Péturs í NBA var með San Antonio Spurs á móti Dallas Mavericks 27. desember 1988. Hann skoraði því fyrstu og síðustu stigin sín í deildinni á móti Dallas. Pétur varð að hætta að spila eftir þetta síðasta tímabil með Spurs vegna meiðsla. Iffe Lundberg had a lot of positive things to say about his new teammates on the Suns and their culture: pic.twitter.com/voRaVuTDMR— Gerald Bourguet (@GeraldBourguet) March 29, 2022 NBA Mest lesið Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Íslenski boltinn „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Íslenski boltinn Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Enski boltinn Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Fótbolti Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Íslenski boltinn Fleiri fréttir Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 Sjá meira
Með því varð Lundberg fyrsti danski körfuboltamaðurinn til að spila í NBA-deildinni. Atburðir í Úkraínu hjálpuðu til að gera draum Lundberg að veruleika. Lundberg hafði hætt að spila með rússneska liðinu CSKA Moskvu eftir innrásina í Úkraínu og var því laus allra mála þegar Phoenix Suns bauð honum samning. Dreams really CAN come true. But believe in it - you never know what can happen. pic.twitter.com/OsmxKAW45g— Gabriel Iffe Lundberg (@IffeLundberg) April 4, 2022 Gabriel er 27 ára gamall bakvörður sem var með 9,1 stig, 2,5 fráköst og 1,9 stoðsendingar að meðaltali í Rússlandi en hann hefur áður spilað í Póllandi og á Spáni. Hann var þarna að fá samning hjá besta liði NBA en Phoenix Suns er með besta sigurhlutfall allra liða í deildinni í vetur. Lundberg var búinn að vera ónotaður varamaður í nokkrum leikjum en kom inn á í síðasta leik Phoenix Suns á móti Oklahoma City Thunder þar sem hann spilaði í fjórar mínútur, klikkaði á báðum skotum sínum en gaf eina stoðsendingu. Lars Erik Hansen er fæddur í Kaupmannahöfn og spilaði í NBA á áttunda áratugnum. Hann er hins vegar kanadískur ríkisborgari og spilaði á sínum tíma fyrir kanadíska landsliðið. Christian Drejer var valinn af New Jersey Nets í nýliðavalinu árið 2014 en komst ekki að hjá liðinu og endaði hjá Barcelona. Lundberg er því að skrifa söguna á þessu tímabili. Danir voru því meira en fjórum áratugum á eftir okkur Íslendingum að eignast körfuboltamann í NBA. Pétur Karl Guðmundsson spilaði sinn fyrsta NBA-leik 8. nóvember 1981 eða fyrir meira en fjörutíu árum og fjórum mánuðum síðan. Það liðu réttir tæpir 485 mánuðir á milli þess að Pétur spilaði sinn fyrsta leik og fyrsti Daninn kom inn á í sínum fyrsta leik. Pétur lék þá fyrir Portland Trail Blazers á móti Denver Nuggets en tveimur dögum síðar skoraði hann sín fyrstu stig í NBA í leik á móti Dallas Mavericks. Alls lék Pétur 150 deildarleiki í NBA með Portland Trail Blazers (68), Los Angeles Lakers (8) og San Antonio Spurs (74) og svo fjórtán leiki í úrslitakeppni með Lakers (12) og Spurs (2). Pétur var með 4,6 stig og 3,8 fráköst að meðaltali á 13,7 mínútum í leik í deildarleikjunum. Síðasti leikur Péturs í NBA var með San Antonio Spurs á móti Dallas Mavericks 27. desember 1988. Hann skoraði því fyrstu og síðustu stigin sín í deildinni á móti Dallas. Pétur varð að hætta að spila eftir þetta síðasta tímabil með Spurs vegna meiðsla. Iffe Lundberg had a lot of positive things to say about his new teammates on the Suns and their culture: pic.twitter.com/voRaVuTDMR— Gerald Bourguet (@GeraldBourguet) March 29, 2022
NBA Mest lesið Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Íslenski boltinn „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Íslenski boltinn Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Enski boltinn Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Fótbolti Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Íslenski boltinn Fleiri fréttir Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 Sjá meira