Erlent

Ever Forward hefur enn ekkert haggast

Atli Ísleifsson skrifar
Skipið er 305 metra langt og um borð eru nærri fimm þúsund gámar.
Skipið er 305 metra langt og um borð eru nærri fimm þúsund gámar. AP

Gámaflutningaskipið Ever Forward hefur enn ekkert haggast eftir að hafa strandað í Chesapeake-flóa á austurströnd Bandaríkjanna fyrir þremur vikum síðan.

Skipið er systurskip Ever Given sem stöðvaði umferð um Súesskurð í heila viku á síðasta ári og olli þar með gríðarlegri truflun á vöruflutningum í heiminum.

Tvær tilraunir hafa verið gerðar til að losa Ever Forward af strandstað, báðar án árangurs. 

Fulltrúar yfirvalda ætla að beita nýrri nálgun þegar þriðja tilraunin verður gerð. Verða gámar fjarlægðir af skipinu og verði þannig létt á því í þeirri von að hægt verði að koma skipinu á flot.

Ever Forward strandaði þann 13. mars síðastliðinn, rétt norður af brúnni yfir Chesapeake-flóa.

Skipið er 305 metra langt og um norð eru nærri fimm þúsund gámar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×