Öryggi kostar – Alvarleg vanáætlun á mönnunarþörf í skýrslu um framtíðarþróun þjónustu Landspítala Elías Sæbjörn Eyþórsson, Theódór Skúli Sigurðsson, Hjalti Már Björnsson, Steinunn Þórðardóttir og Martin Ingi Sigurðsson skrifa 5. apríl 2022 13:01 Í nýlega birtri skýrslu um framtíðarþróun þjónustu Landspítala kemur fram að okkar mati alvarlegt vanmat á mönnunarþörf Landspítalans. Skýrslan, sem var unnin af ráðgjafarfyrirtækinu McKinsey og gefin út af Heilbrigðisráðuneytinu, byggir á ítarlegri greiningu á stöðu sjúkrahússins og þeim áskorunum sem framundan eru á Landspítala. Má ætla að þær tölur og spár sem settar eru fram verði notaðar við áætlanagerð og forgangsröðun við skipulagningu Landspítala á komandi árum. Í skýrslunni er þess getið að rúmanýtingahlutfall Landspítala árið 2019 hafi verið 97%, en talið er æskilegt að meðalnýting sjúkrahúsa fari ekki yfir 85% svo unnt sé að bregðast við sveiflum í starfseminni (t.d. vegna farsótta) án þess að öryggi sjúklinga sé ógnað. Sömuleiðis er bent á að Landspítali hafi ekki möguleika að vísa sjúklingum til annarra sambærilegra sjúkrahúsa til að mæta álagi í starfseminni líkt og viðmiðunarsjúkrahús erlendis. Því er enn mikilvægara að rúmanýting sé innan viðmiðunarmarka á Landspítala. Í kafla 4.1.3 (bls. 25-26) kemur fram að miðað við rekstur sjúkrahússins árið 2019 vanti 88 fleiri rými til að ná 85% rúmanýtingarmarkmiði og 23 legurými til að tryggja að sjúklingar bíði ekki innlagðir á bráðamóttökunni lengur en gæðaviðmið segja fyrir um. Alls er því reiknað með að árið 2019 hafi vantað 111 sjúkrarúm, sem er í ágætu samræmi við útreikninga sem birtust í Læknablaðinu í desember 2021. Hins vegar verður að gera athugasemd við næstu málsgrein í skýrslunni (bls. 26), en þar segir orðrétt: „Athugið að ekki er gert ráð fyrir neinni aukningu á heilbrigðisþjónustuframleiðslu, starfsmannafjölda eða kostnaði sem beinum áhrifum af því að fjölga rýmum til að mæta þessum skorti. Það er vegna þess að fjölgun rýma miðar að því að draga úr heildarnýtingarhlutfalli rýma og að vera með fleiri laus rými tiltæk til að mæta toppum í eftirspurn. Því er ekki gert ráð fyrir því að sjúklingum muni fjölga í beinum tengslum við þetta. Auðvitað mun fjölgun rýma hafa einhvern kostnað í för með sér, t.d. búnaðarkostnað, en ekki er tekið tillit til þessa kostnaðar í líkanagerðinni af tveimur meginástæðum. Í fyrsta lagi er hægt að mæta hluta af rýmisfjölguninni með því að nota rými sem nú eru ekki í notkun. Í öðru lagi, þar sem kostnaðurinn yrði að mestu launatengdur myndi hann ekki hækka þar sem fjöldi sjúklinga verður óbreyttur, sem þýðir að annar kostnaður hefði aðeins lítilsháttar áhrif á heildarspána.“ Skýrsluhöfundar gera því ekki ráð fyrir að neina viðbótarmönnun heilbrigðisstarfsmanna þurfi til að opna þessi 111 legurými sem sannarlega skortir, heldur einungis húsnæði og búnað til að sinna sjúklingunum. Hið rétta er að legurými á sjúkrahúsi innifelur í sér að til staðar sé mönnun til að hjúkra og lækna þeim sjúklingum sem leggjast í þau. Sú mönnun þarf að vera til staðar hvort sem sjúklingur er í legurýminu eða ekki, en telji skýrsluhöfundar að unnt sé að opna legurými án þess að huga að mönnun þeirra er um mikinn miskilning að ræða. Ljóst er að álag á bráðamóttöku og mörgum legudeildum sjúkrahússins er við, og í mörgum tilvikum langt umfram, öryggismörk. Því er ekki eðlilegt að gera ráð fyrir að manna 111 viðbótarrými með þeim starfsmönnum sem eru við störf á sjúkrahúsinu hverju sinni miðað við núverandi legurýmafjölda. Væri slíkt mögulegt erum við fullviss um að rýmin væru opin nú þegar. Þessa skekkju í grunnforsendum þarf svo að hafa í huga við áframhaldandi lestur skýrslunnar Í kafla 4.3.3. (bls. 39) kemur fram að legurýmum muni þurfa að fjölga um 518 (79%) – úr 624 árið 2019 í 1.120 árið 2040. Myndir sem fylgja skýrslunni (t.d. mynd 20) sýna ranglega þörfina aukast línulega á næstu 20 árum. Hið rétta er að þörfin fyrir 111 af þessum 518 (21%) legurýmum sem vantar var þegar til staðar árið 2019. Alvarlegra er þó að spá um starfsmannafjölda og kostnaðaraukningu sem lögð er fram við áætlanagerð til ársins 2040 tekur ekki með í reikninginn það stökk sem þarf til að brúa uppsafnaðan skort á legurýmum og starfsfólki sem þegar var ljós árið 2019. Í kafla 4.3.4. (bls. 41) kemur fram „Samkvæmt grunnspánni er búist er við að þörf á vinnuafli aukist um 36%, eða úr 4.801 stöðugildum árið 2019 í 6.543 stöðugildi árið 2040, sem þýðir árlegan meðalvöxt upp á +1,5%“. Í kafla 4.3.5. (bls. 42) stendur: „Samkvæmt grunnspánni er búist er við að kostnaður aukist um 90%, eða úr um 78 milljörðum króna í um 148 milljarða króna, sem þýðir árlegan meðalvöxt upp á +3% án tillits til verðbólgu.“ Ljóst er að sú forsenda að enginn kostnaður eða viðbótar starfsmenn fylgi því að leysa úr núverandi skorti á legurými skekkir þessa mynd verulega. Allir sem vinna að öryggismenningu vita að öryggi kostar. Við tryggjum ekki öryggi landsmanna með tilliti til björgunarþjónustu með því að byggja tómar slökkviliðsstöðvar og kaupa sjúkrabíla án þess að gera ráð fyrir að á þeim starfi sérþjálfað starfsfólk. Ljóst er að stórkostlegt átak í mönnun þarf tafarlaust til að tryggja að Landspítali geti sinnt núverandi hlutverki sínu samhliða uppbyggingu sjúkrahússins til framtíðar. Elías Sæbjörn Eyþórsson, sérnámslæknir í svæfinga-og gjörgæslulækningum, Landspítali Theodór Skúli Sigurðsson, sérfræðilæknir í svæfinga-og gjörgæslulækningum á Landspítali, formaður Félags sjúkrahúslækna Hjalti Már Björnsson, yfirlæknir/lektor í bráðalækningum, Landspítali / Háskóla Íslands Steinunn Þórðardóttir, yfirlæknir í öldrunarlækningum, Landspítali; formaður Læknafélags Íslands Martin Ingi Sigurðsson, prófessor og yfirlæknir í svæfinga-og gjörgæslulækningum, Landspítali / Háskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landspítalinn Heilbrigðismál Steinunn Þórðardóttir Mest lesið Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Skoðun Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir skrifar Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir skrifar Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin skrifar Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Sjá meira
Í nýlega birtri skýrslu um framtíðarþróun þjónustu Landspítala kemur fram að okkar mati alvarlegt vanmat á mönnunarþörf Landspítalans. Skýrslan, sem var unnin af ráðgjafarfyrirtækinu McKinsey og gefin út af Heilbrigðisráðuneytinu, byggir á ítarlegri greiningu á stöðu sjúkrahússins og þeim áskorunum sem framundan eru á Landspítala. Má ætla að þær tölur og spár sem settar eru fram verði notaðar við áætlanagerð og forgangsröðun við skipulagningu Landspítala á komandi árum. Í skýrslunni er þess getið að rúmanýtingahlutfall Landspítala árið 2019 hafi verið 97%, en talið er æskilegt að meðalnýting sjúkrahúsa fari ekki yfir 85% svo unnt sé að bregðast við sveiflum í starfseminni (t.d. vegna farsótta) án þess að öryggi sjúklinga sé ógnað. Sömuleiðis er bent á að Landspítali hafi ekki möguleika að vísa sjúklingum til annarra sambærilegra sjúkrahúsa til að mæta álagi í starfseminni líkt og viðmiðunarsjúkrahús erlendis. Því er enn mikilvægara að rúmanýting sé innan viðmiðunarmarka á Landspítala. Í kafla 4.1.3 (bls. 25-26) kemur fram að miðað við rekstur sjúkrahússins árið 2019 vanti 88 fleiri rými til að ná 85% rúmanýtingarmarkmiði og 23 legurými til að tryggja að sjúklingar bíði ekki innlagðir á bráðamóttökunni lengur en gæðaviðmið segja fyrir um. Alls er því reiknað með að árið 2019 hafi vantað 111 sjúkrarúm, sem er í ágætu samræmi við útreikninga sem birtust í Læknablaðinu í desember 2021. Hins vegar verður að gera athugasemd við næstu málsgrein í skýrslunni (bls. 26), en þar segir orðrétt: „Athugið að ekki er gert ráð fyrir neinni aukningu á heilbrigðisþjónustuframleiðslu, starfsmannafjölda eða kostnaði sem beinum áhrifum af því að fjölga rýmum til að mæta þessum skorti. Það er vegna þess að fjölgun rýma miðar að því að draga úr heildarnýtingarhlutfalli rýma og að vera með fleiri laus rými tiltæk til að mæta toppum í eftirspurn. Því er ekki gert ráð fyrir því að sjúklingum muni fjölga í beinum tengslum við þetta. Auðvitað mun fjölgun rýma hafa einhvern kostnað í för með sér, t.d. búnaðarkostnað, en ekki er tekið tillit til þessa kostnaðar í líkanagerðinni af tveimur meginástæðum. Í fyrsta lagi er hægt að mæta hluta af rýmisfjölguninni með því að nota rými sem nú eru ekki í notkun. Í öðru lagi, þar sem kostnaðurinn yrði að mestu launatengdur myndi hann ekki hækka þar sem fjöldi sjúklinga verður óbreyttur, sem þýðir að annar kostnaður hefði aðeins lítilsháttar áhrif á heildarspána.“ Skýrsluhöfundar gera því ekki ráð fyrir að neina viðbótarmönnun heilbrigðisstarfsmanna þurfi til að opna þessi 111 legurými sem sannarlega skortir, heldur einungis húsnæði og búnað til að sinna sjúklingunum. Hið rétta er að legurými á sjúkrahúsi innifelur í sér að til staðar sé mönnun til að hjúkra og lækna þeim sjúklingum sem leggjast í þau. Sú mönnun þarf að vera til staðar hvort sem sjúklingur er í legurýminu eða ekki, en telji skýrsluhöfundar að unnt sé að opna legurými án þess að huga að mönnun þeirra er um mikinn miskilning að ræða. Ljóst er að álag á bráðamóttöku og mörgum legudeildum sjúkrahússins er við, og í mörgum tilvikum langt umfram, öryggismörk. Því er ekki eðlilegt að gera ráð fyrir að manna 111 viðbótarrými með þeim starfsmönnum sem eru við störf á sjúkrahúsinu hverju sinni miðað við núverandi legurýmafjölda. Væri slíkt mögulegt erum við fullviss um að rýmin væru opin nú þegar. Þessa skekkju í grunnforsendum þarf svo að hafa í huga við áframhaldandi lestur skýrslunnar Í kafla 4.3.3. (bls. 39) kemur fram að legurýmum muni þurfa að fjölga um 518 (79%) – úr 624 árið 2019 í 1.120 árið 2040. Myndir sem fylgja skýrslunni (t.d. mynd 20) sýna ranglega þörfina aukast línulega á næstu 20 árum. Hið rétta er að þörfin fyrir 111 af þessum 518 (21%) legurýmum sem vantar var þegar til staðar árið 2019. Alvarlegra er þó að spá um starfsmannafjölda og kostnaðaraukningu sem lögð er fram við áætlanagerð til ársins 2040 tekur ekki með í reikninginn það stökk sem þarf til að brúa uppsafnaðan skort á legurýmum og starfsfólki sem þegar var ljós árið 2019. Í kafla 4.3.4. (bls. 41) kemur fram „Samkvæmt grunnspánni er búist er við að þörf á vinnuafli aukist um 36%, eða úr 4.801 stöðugildum árið 2019 í 6.543 stöðugildi árið 2040, sem þýðir árlegan meðalvöxt upp á +1,5%“. Í kafla 4.3.5. (bls. 42) stendur: „Samkvæmt grunnspánni er búist er við að kostnaður aukist um 90%, eða úr um 78 milljörðum króna í um 148 milljarða króna, sem þýðir árlegan meðalvöxt upp á +3% án tillits til verðbólgu.“ Ljóst er að sú forsenda að enginn kostnaður eða viðbótar starfsmenn fylgi því að leysa úr núverandi skorti á legurými skekkir þessa mynd verulega. Allir sem vinna að öryggismenningu vita að öryggi kostar. Við tryggjum ekki öryggi landsmanna með tilliti til björgunarþjónustu með því að byggja tómar slökkviliðsstöðvar og kaupa sjúkrabíla án þess að gera ráð fyrir að á þeim starfi sérþjálfað starfsfólk. Ljóst er að stórkostlegt átak í mönnun þarf tafarlaust til að tryggja að Landspítali geti sinnt núverandi hlutverki sínu samhliða uppbyggingu sjúkrahússins til framtíðar. Elías Sæbjörn Eyþórsson, sérnámslæknir í svæfinga-og gjörgæslulækningum, Landspítali Theodór Skúli Sigurðsson, sérfræðilæknir í svæfinga-og gjörgæslulækningum á Landspítali, formaður Félags sjúkrahúslækna Hjalti Már Björnsson, yfirlæknir/lektor í bráðalækningum, Landspítali / Háskóla Íslands Steinunn Þórðardóttir, yfirlæknir í öldrunarlækningum, Landspítali; formaður Læknafélags Íslands Martin Ingi Sigurðsson, prófessor og yfirlæknir í svæfinga-og gjörgæslulækningum, Landspítali / Háskóla Íslands
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar
Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun