Lögreglan á Suðurnesjum snýr aftur á Facebook Atli Ísleifsson skrifar 5. apríl 2022 14:48 Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segist vona að Facebook-síða embættisins fari aftur í loftið síðar í vikunni. Vísir/Baldur Hrafnkell Lögreglan á Suðurnesjum hefur snúið aftur á Facebook, um þremur mánuðum eftir að embættið tilkynnti að ákvörðun hafi verið tekin að hætta á samfélagsmiðlinum vegna persónuverndarsjónarmiða. Þetta segir Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, í svari við fyrirspurn fréttastofu. Hann segir að þetta sé nú gert að lokinni sérstakri öryggisúttekt. Úlfar segir að eftirleiðis geti aðrir en lögreglan á Suðurnesjum þó ekki birt þar skilaboð eða aðrar athugasemdir. Áfram muni embættið svo einnig nota heimasíðu sína til að birta fréttir og tilkynningar. Öflug persónuvernd embættinu kappsmál Athygli vakti í byrjun árs þegar lögreglan á Suðurnesjum tilkynnti ákvörðun sína. Sagði í tilkynningu að öflug persónuvernd væri embættinu kappsmál og að það legði áherslu á að öll meðferð persónuupplýsinga væri í samræmi við kröfur persónuverndarlaga. Fram kom að Persónuvernd hefði gert athugasemdir við notkun lögreglu hér á landi á samfélagsmiðlinum Facebook og þá sérstaklega í tengslum við móttöku upplýsinga í gegnum miðilinn. „Vegna þessa hefur LSS tekið þá ákvörðun að hætta að nota Facebook í samskiptum sínum við almenning og loka síðunni. Síðunni verður lokað eftir sólarhring. Upplýsingar og tilkynningar til almennings munu áfram verða birtar á heimasíðu lögreglunnar, logreglan.is og í fjölmiðlum eftir því sem við á,“ sagði í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum þann 11. janúar. Lítið að frétta síðan í janúar Óhætt er að segja að veralega dró úr tilkynningum á heimasíðunni og skeytasendingum embættisins til fjölmiðla um verkefni sem hafa komið inn á borð lögreglunnar eftir að greint var frá því að embættið væri hætt á Facebook. Einu tilkynningarnar frá lögreglunni á Suðurnesjum sem birst hafa á heimasíðunni eru frá 12. janúar þar sem ökumenn eru hvattir til að aka gætilega á Reykjanesbraut í rigningartíðinni þá, og svo að lögreglan á Suðurnesjum hafi hlotið öryggisverðlaun Ferðamálastofu og Slysavarnafélagsins Landsbjargar fyrir framgöngu sína og störf í tengslum við viðbrögð vegna eldgossins í Fagradalsfjalli á síðasta ári. Lögreglan Facebook Reykjanesbær Samfélagsmiðlar Persónuvernd Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira
Þetta segir Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, í svari við fyrirspurn fréttastofu. Hann segir að þetta sé nú gert að lokinni sérstakri öryggisúttekt. Úlfar segir að eftirleiðis geti aðrir en lögreglan á Suðurnesjum þó ekki birt þar skilaboð eða aðrar athugasemdir. Áfram muni embættið svo einnig nota heimasíðu sína til að birta fréttir og tilkynningar. Öflug persónuvernd embættinu kappsmál Athygli vakti í byrjun árs þegar lögreglan á Suðurnesjum tilkynnti ákvörðun sína. Sagði í tilkynningu að öflug persónuvernd væri embættinu kappsmál og að það legði áherslu á að öll meðferð persónuupplýsinga væri í samræmi við kröfur persónuverndarlaga. Fram kom að Persónuvernd hefði gert athugasemdir við notkun lögreglu hér á landi á samfélagsmiðlinum Facebook og þá sérstaklega í tengslum við móttöku upplýsinga í gegnum miðilinn. „Vegna þessa hefur LSS tekið þá ákvörðun að hætta að nota Facebook í samskiptum sínum við almenning og loka síðunni. Síðunni verður lokað eftir sólarhring. Upplýsingar og tilkynningar til almennings munu áfram verða birtar á heimasíðu lögreglunnar, logreglan.is og í fjölmiðlum eftir því sem við á,“ sagði í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum þann 11. janúar. Lítið að frétta síðan í janúar Óhætt er að segja að veralega dró úr tilkynningum á heimasíðunni og skeytasendingum embættisins til fjölmiðla um verkefni sem hafa komið inn á borð lögreglunnar eftir að greint var frá því að embættið væri hætt á Facebook. Einu tilkynningarnar frá lögreglunni á Suðurnesjum sem birst hafa á heimasíðunni eru frá 12. janúar þar sem ökumenn eru hvattir til að aka gætilega á Reykjanesbraut í rigningartíðinni þá, og svo að lögreglan á Suðurnesjum hafi hlotið öryggisverðlaun Ferðamálastofu og Slysavarnafélagsins Landsbjargar fyrir framgöngu sína og störf í tengslum við viðbrögð vegna eldgossins í Fagradalsfjalli á síðasta ári.
Lögreglan Facebook Reykjanesbær Samfélagsmiðlar Persónuvernd Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira