Telja skrif Páls hafa svert ímynd skóla sem standi fyrir fjölbreytileika Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. apríl 2022 15:54 Páll Vilhjálmsson, Petrún Björg Jónsdóttir og Kristinn Þorsteinsson eru öll samstíga í því að vera brosandi á starfsmannasíðu FG þar sem þessar myndir birtast. Óhætt er að segja að Páll gangi í öðrum takti hvað ýmis samfélagsmál ræði, til dæmis málefni hinsegin fólks. FG Um þrjátíu kennarar og starfsfólk við Fjölbrautarskólann í Garðabæ lýsa andstöðu við málflutning Páls Vilhjálmssonar, sögukennara við skólann, á bloggsíðu hans. Skólastjóri segir skrif hans valda skólanum tjóni og kennari segir skrifin hafa áhrif á andrúmsloftið á kennarastofunni. Páll hefur kennt við skólann um árabil og samhliða verið virkur í skrifum sínum á Moggablogginu. Skrif hans hafa í gegnum tíðina þótt umdeild en ritsjórar Morgunblaðsins, Haraldur Johannesen og Davíð Oddsson, hafa endurtekið tekið skrif Páls upp og birt í Staksteinum Morgunblaðsins. Á annan tug kvartana bárust skólameistara FG í október eftir bloggfærslu Páls sem sneri að fréttamanninum Helga Seljan. Fullyrti Páll að fréttaflutningur Helga væri ómarktækur af þeirri ástæðu að Helgi hefði greint frá því að hafa farið á geðdeild. Samfélagsmiðlar og athugasemdakerfi loguðu í kjölfarið. „Þetta er erfitt viðfangs. Hvar lýkur vinnunni og hvar ekki? Það er alltaf að trufla menn svolítið. En við erum að skoða málið og erum rétt byrjuð á því. En erindunum hefur öllum verið svarað á sama veg; að málið sé til skoðunar,“ sagði Kristinn Þorsteinsson skólastjóri við það tilefni. Síðan eru liðnir sex mánuðir. Páll hefur skrifað fleiri pistla og einn nýlegur sneri að hinsegin fólki. „Konur, trans og raun“ var yfirskrift pistilsins þar sem Páll fjallaði með sínum hætti um hinsegin fólk. „Veikara kynið sækist í auknum mæli eftir aðild að valdastéttinni, nær sér í viðskeytið trans og gerist kona. Þótt konum sé frjálst að verða transkarlar eru þær heldur fáar kjósa það hlutskipti. Eðlilega, þær segðu sig þar með frá forréttindum kvenna. Transkonur eru með líkamsmassa karla og geta hæglega útrýmt raunkonum í íþróttum, ákveði nógu margir karlar að gerast konur. Íþróttir verða kynlausar,“ var meðal þess sem Páll skrifaði í pistli sínum. Kristinn skólastjóri staðfestir í samtali við Vísi að tvö erindi hafi borist vegna pistilsins sem var lagður fyrir skólanefnd í dag. Annars frá heilsunefnd skólans, þar sem bloggskrifunum var mótmælt, og hins vegar frá þrjátíu starfsmönnum og kennurum við skólann. Þar sé fyrrnefndur pistill Páls fordæmdur. „Ég skil starfsmenn á þann hátt að þeir vilji leggja áherslu á að þeir eru ósammála bloggskrifum Páls og vilja ekki að skólinn sé dæmdur af þeim skrifum. Aðrir starfsmenn skólans fordæma þessi skrif,“ segir Kristinn. Skólinn hafi lagt áherslu á frjálslyndi, vilji vera staður fyrir alla nemendur og starfsfólki finnist þetta ekki í takti við þau gildi. Óheppilegt fyrir skólann en virða þurfi tjáningarfrelsið „Ég legg áherslu á að skólinn er á allt öðrum stað en Páll í umræðu um trans fólk. Þetta er óheppilegt fyrir skólann,“ segir Kristinn. Á sama tíma viðurkennir hann fúslega rétt Páls til tjáningar, hann sé mjög ríkur og ekki standi til að takmarka hann. „Að sama skapi er mér fullfrjálst að segja að þetta sé óheppilegt fyrir skólann og valdi honum tjóni,“ segir Kristinn. Hann hafi rætt við Pál oftar en einu sinni, nú síðast um erindið frá starfsfólki. „Ég sagði honum að ég væri ósammála þessum skrifum. Þetta valdi okkur tjóni. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem ég ræði við Pál og eflaust ekki það síðasta.“ Fjölbreytileikinn númer eitt Petrún Björg Jónsdóttir, kennari við FG, er hinsegin fulltrúi skólans og segist hafa verið ein þeirra sem stóð fyrir undirskriftarsöfnuninni. Henni hafi runnið blóðið til skyldunnar, sem starfsmaður skólans og femínisti. „Kannski til að halda á lofti aðalsmerki skólans sem hefur alltaf verið fjölbreytileiki án fordóma,“ segir Petrún Björg. Það sé erfitt að halda því merki á lofti þegar það logi alltaf eldur frá einum starfsmanni skólans. Fjölbrautarskólinn í Garðabæ stendur fyrir fjölbreytileika að sögn skólastjóra og meirihluta kennara. Vísir/vilhelm Meirihluti kennara hafi skrifað undir. Hún hafi í raun ekki haft tíma til að elta þá alla uppi. „Við erum bara að láta skólameistarann vita að þetta snerti okkur. Sérstaklega gagnvart nemendum okkar. Sem hinsegin fulltrúi verð ég að taka afstöðu með þeim.“ Hún segist svo sem ekkert vita hvað fram fari í kennslustofum. „Vonandi allt annað en þetta.“ Nemendur verði varir við skrifin Hún segist vinna með ungu fólki af ólíkum kynjum í hinsegin félagi skólans. Þar séu krakkar með persónufornöfnin hann, hún og hán. Þau séu nokkuð mörg með kynhlutlausa persónufornafnið hán. Nemendurnir taki eftir og finni fyrir skrifum Páls. „Algjörlega, það er alveg á hreinu. Mér finnst það hafa verið óþægilegt undanfarið. Það er sama hvar þú talar um þennan skóla. Þetta er haft á orði.“ Það sé hennar upplifun að skrif Páls hafi svert ímynd skólans. Þá hafi skrifin haft slæm áhrif á andrúmsloftið á kennarastofunni. En hvað gerist næst? „Við höfum ekkert að gera með framhaldið. Það þurfti bara að koma þessu á blað,“ segir Petrún. Kristinn skólastjóri talar á svipuðum nótum. Hans samtöl við Pál muni halda áfram. Garðabær Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Hinsegin Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir Páll ekki rekinn en hlýtur ákúrur frá skólameistara Kristinn Þorsteinsson skólameistari Fjölbrautarskólans í Garðabæ hefur sent nemendum og aðstandendum skólans bréf þar sem hann fer yfir mál Páls Vilhjálmssonar kennara við skólann sem varða afar umdeild bloggskrif hans um Helga Seljan fréttamann. Skólameistari lýsir sig afar ósáttan við skilaboð Páls til geðsjúkra. 27. október 2021 12:14 Megn óánægja með Pál Vilhjálmsson sem kennara í Garðabæ Skólanefndarmaður telur ekki boðlegt að hann sé lærimeistari ungmenna í Fjölbrautaskólanum vegna skrifa hans á netinu. 11. júní 2015 13:15 Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Fleiri fréttir Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Sjá meira
Páll hefur kennt við skólann um árabil og samhliða verið virkur í skrifum sínum á Moggablogginu. Skrif hans hafa í gegnum tíðina þótt umdeild en ritsjórar Morgunblaðsins, Haraldur Johannesen og Davíð Oddsson, hafa endurtekið tekið skrif Páls upp og birt í Staksteinum Morgunblaðsins. Á annan tug kvartana bárust skólameistara FG í október eftir bloggfærslu Páls sem sneri að fréttamanninum Helga Seljan. Fullyrti Páll að fréttaflutningur Helga væri ómarktækur af þeirri ástæðu að Helgi hefði greint frá því að hafa farið á geðdeild. Samfélagsmiðlar og athugasemdakerfi loguðu í kjölfarið. „Þetta er erfitt viðfangs. Hvar lýkur vinnunni og hvar ekki? Það er alltaf að trufla menn svolítið. En við erum að skoða málið og erum rétt byrjuð á því. En erindunum hefur öllum verið svarað á sama veg; að málið sé til skoðunar,“ sagði Kristinn Þorsteinsson skólastjóri við það tilefni. Síðan eru liðnir sex mánuðir. Páll hefur skrifað fleiri pistla og einn nýlegur sneri að hinsegin fólki. „Konur, trans og raun“ var yfirskrift pistilsins þar sem Páll fjallaði með sínum hætti um hinsegin fólk. „Veikara kynið sækist í auknum mæli eftir aðild að valdastéttinni, nær sér í viðskeytið trans og gerist kona. Þótt konum sé frjálst að verða transkarlar eru þær heldur fáar kjósa það hlutskipti. Eðlilega, þær segðu sig þar með frá forréttindum kvenna. Transkonur eru með líkamsmassa karla og geta hæglega útrýmt raunkonum í íþróttum, ákveði nógu margir karlar að gerast konur. Íþróttir verða kynlausar,“ var meðal þess sem Páll skrifaði í pistli sínum. Kristinn skólastjóri staðfestir í samtali við Vísi að tvö erindi hafi borist vegna pistilsins sem var lagður fyrir skólanefnd í dag. Annars frá heilsunefnd skólans, þar sem bloggskrifunum var mótmælt, og hins vegar frá þrjátíu starfsmönnum og kennurum við skólann. Þar sé fyrrnefndur pistill Páls fordæmdur. „Ég skil starfsmenn á þann hátt að þeir vilji leggja áherslu á að þeir eru ósammála bloggskrifum Páls og vilja ekki að skólinn sé dæmdur af þeim skrifum. Aðrir starfsmenn skólans fordæma þessi skrif,“ segir Kristinn. Skólinn hafi lagt áherslu á frjálslyndi, vilji vera staður fyrir alla nemendur og starfsfólki finnist þetta ekki í takti við þau gildi. Óheppilegt fyrir skólann en virða þurfi tjáningarfrelsið „Ég legg áherslu á að skólinn er á allt öðrum stað en Páll í umræðu um trans fólk. Þetta er óheppilegt fyrir skólann,“ segir Kristinn. Á sama tíma viðurkennir hann fúslega rétt Páls til tjáningar, hann sé mjög ríkur og ekki standi til að takmarka hann. „Að sama skapi er mér fullfrjálst að segja að þetta sé óheppilegt fyrir skólann og valdi honum tjóni,“ segir Kristinn. Hann hafi rætt við Pál oftar en einu sinni, nú síðast um erindið frá starfsfólki. „Ég sagði honum að ég væri ósammála þessum skrifum. Þetta valdi okkur tjóni. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem ég ræði við Pál og eflaust ekki það síðasta.“ Fjölbreytileikinn númer eitt Petrún Björg Jónsdóttir, kennari við FG, er hinsegin fulltrúi skólans og segist hafa verið ein þeirra sem stóð fyrir undirskriftarsöfnuninni. Henni hafi runnið blóðið til skyldunnar, sem starfsmaður skólans og femínisti. „Kannski til að halda á lofti aðalsmerki skólans sem hefur alltaf verið fjölbreytileiki án fordóma,“ segir Petrún Björg. Það sé erfitt að halda því merki á lofti þegar það logi alltaf eldur frá einum starfsmanni skólans. Fjölbrautarskólinn í Garðabæ stendur fyrir fjölbreytileika að sögn skólastjóra og meirihluta kennara. Vísir/vilhelm Meirihluti kennara hafi skrifað undir. Hún hafi í raun ekki haft tíma til að elta þá alla uppi. „Við erum bara að láta skólameistarann vita að þetta snerti okkur. Sérstaklega gagnvart nemendum okkar. Sem hinsegin fulltrúi verð ég að taka afstöðu með þeim.“ Hún segist svo sem ekkert vita hvað fram fari í kennslustofum. „Vonandi allt annað en þetta.“ Nemendur verði varir við skrifin Hún segist vinna með ungu fólki af ólíkum kynjum í hinsegin félagi skólans. Þar séu krakkar með persónufornöfnin hann, hún og hán. Þau séu nokkuð mörg með kynhlutlausa persónufornafnið hán. Nemendurnir taki eftir og finni fyrir skrifum Páls. „Algjörlega, það er alveg á hreinu. Mér finnst það hafa verið óþægilegt undanfarið. Það er sama hvar þú talar um þennan skóla. Þetta er haft á orði.“ Það sé hennar upplifun að skrif Páls hafi svert ímynd skólans. Þá hafi skrifin haft slæm áhrif á andrúmsloftið á kennarastofunni. En hvað gerist næst? „Við höfum ekkert að gera með framhaldið. Það þurfti bara að koma þessu á blað,“ segir Petrún. Kristinn skólastjóri talar á svipuðum nótum. Hans samtöl við Pál muni halda áfram.
Garðabær Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Hinsegin Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir Páll ekki rekinn en hlýtur ákúrur frá skólameistara Kristinn Þorsteinsson skólameistari Fjölbrautarskólans í Garðabæ hefur sent nemendum og aðstandendum skólans bréf þar sem hann fer yfir mál Páls Vilhjálmssonar kennara við skólann sem varða afar umdeild bloggskrif hans um Helga Seljan fréttamann. Skólameistari lýsir sig afar ósáttan við skilaboð Páls til geðsjúkra. 27. október 2021 12:14 Megn óánægja með Pál Vilhjálmsson sem kennara í Garðabæ Skólanefndarmaður telur ekki boðlegt að hann sé lærimeistari ungmenna í Fjölbrautaskólanum vegna skrifa hans á netinu. 11. júní 2015 13:15 Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Fleiri fréttir Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Sjá meira
Páll ekki rekinn en hlýtur ákúrur frá skólameistara Kristinn Þorsteinsson skólameistari Fjölbrautarskólans í Garðabæ hefur sent nemendum og aðstandendum skólans bréf þar sem hann fer yfir mál Páls Vilhjálmssonar kennara við skólann sem varða afar umdeild bloggskrif hans um Helga Seljan fréttamann. Skólameistari lýsir sig afar ósáttan við skilaboð Páls til geðsjúkra. 27. október 2021 12:14
Megn óánægja með Pál Vilhjálmsson sem kennara í Garðabæ Skólanefndarmaður telur ekki boðlegt að hann sé lærimeistari ungmenna í Fjölbrautaskólanum vegna skrifa hans á netinu. 11. júní 2015 13:15