Óléttri konu gert að bera vitni fyrir framan meintan ofbeldismann sinn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. apríl 2022 18:45 Konan verður annað hvort komin á steypirinn eða nýbúin að fæða þegar vitnaleiðslur í málinu fara fram. Getty Konu, sem komin er minnst sjö mánuði á leið, hefur verið gert að bera vitni fyrir héraðsdómi með meintan brotamann sinn í salnum. Maðurinn er sakaður um stórfelld brot í nánu sambandi gegn þáverandi sambýliskonu sinni, sem hann hefur áður sætt nálgunarbanni fyrir. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði 25. mars síðastliðinn að manninum bæri að víkja úr dómsal á meðan konan bæri þar vitni. Maðurinn er eins og áður segir ákærður fyrir brot í nánu sambandi en hann hefur áður fengið dóm vegna ofbeldis í garð konunnar. Fram kemur í úrskurði héraðsdóms að grófleiki og alvarleiki meintra brota, eins og þau birtist í gögnum málsins, séu með meira móti. Konan krafðist þess að maðurinn viki úr salnum þar sem nærvera hans væri henni mjög þungbær vegna eðlis og alvarleika brotanna, forsögu atvika og hún hefði áhrif á meðgöngu hennar vegna ófædds barns hennar og hefði veruleg áhrif á framburð fyrir dómi. Til stuðnings kröfunni fylgdi vottorð frá ljósmóður og vottorð frá félagsráðgjafa þar sem fram kemur að konan sé þegar undir miklu álagi og haldin miklum kvíða vegna meintra brota mannsins gegn henni. Fram kemur þá í mati ljósmóðurinnar að það muni vera sérstaklega íþyngjandi og kvíðavaldandi fyrir konuna þurfi hún að bera vitni með manninn inni í salnum og gæti slíkt álag haft áhrif á ófætt barn konunnar. Landsréttur hefur nú fellt úrskurð héraðsdóms úr gildi og þarf maðurinn því ekki að víkja úr salnum á meðan á vitnaleiðslu konunnar stendur. Er þar vísað til þess að meginregla í sakamálaréttarfari sé sú að ákærði eigi rétt á því að vera viðstaddur aðalmeðferð og önnur þinghöld í máli sem höfðað er gegn honum. Þá kemur fram í úrskurði Landsréttar að hvorki vottorð félagsráðgjafans né ljósmóðurinnar beri með sér að vottorðsgjafar hafi lagt mat á hvort og þá hvaða áhrif nærvera mannsins muni geta haft á framburð konunnar þegar hún gefur skýrslu fyrir dómi. Auk þess beri vottorðin ekki með sér að vottorðsgjafar hafi sérþekkingu til að leggja mat á það. Samkvæmt úrskurðinum er gert ráð fyrir að konan eigi barnið í maí, ekki er nánar tilgreint hvenær, en aðalmeðferð málsins fer fram dagana 2. og 3. júní. Að öllum líkindum verður barn hennar þá aðeins nokkurra daga eða vikna gamalt, ef ekki enn ófætt. Dómsmál Heimilisofbeldi Mest lesið Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Innlent Öruggt að hann væri ekki á lífi væri flugvöllurinn annars staðar Innlent Sveifluðust til og frá í krefjandi lendingum Innlent Fimm með réttarstöðu sakbornings vegna andláts í Grindavík Innlent Líklegast að gos hefjist í seinni hluta febrúar Innlent Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Erlent Fróm fyrirheit í jómfrúarræðuhlaðborði Innlent Orðræða kolleganna um slitin geri lítið úr Framsóknarkonum Innlent Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Innlent Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Innlent Fleiri fréttir Líklegast að gos hefjist í seinni hluta febrúar Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Öruggt að hann væri ekki á lífi væri flugvöllurinn annars staðar Sveifluðust til og frá í krefjandi lendingum Fimm með réttarstöðu sakbornings vegna andláts í Grindavík Kennarar funda með sáttasemjara á morgun Orðræða kolleganna um slitin geri lítið úr Framsóknarkonum Ekkert rætt um borgarstjóra sem verður „vonandi kona“ „Kryddpíur“ með gæsahúð, krefjandi lending og hraðstefnumót Fróm fyrirheit í jómfrúarræðuhlaðborði „Höfum verið máluð upp eins og vesenisfólk“ Dómur Félagsdóms hafi engin áhrif á framhaldsskóladeiluna „Það er ekkert ólíklegt að þessi Sundhnúkssyrpa sé að koma að endalokum“ „Kryddpíur“ í formlegt samtal Sé Alfreð sakhæfur eigi að horfa til tuttugu ára eða ævilangs fangelsis Viðhaldsskuld upp á 680 milljarða króna Ráðherra braut ekki lög Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Hefur lagt fram frumvarp og ætlar að eyða óvissunni Framhaldsskólakennarar funda hjá sáttasemjara Bjóða Birki Jón velkominn til starfa Fundað um launakjör í Karphúsi og meirihlutamyndun í borginni Hættustig á Vesturlandi vegna bikblæðinga „Það er ekki hægt að koma svona fram við fólk“ Gullafólk, þingmenn og kanónur klöppuðu upp Guðrúnu Kveðst hafa komið að hjónunum látnum Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði 25. mars síðastliðinn að manninum bæri að víkja úr dómsal á meðan konan bæri þar vitni. Maðurinn er eins og áður segir ákærður fyrir brot í nánu sambandi en hann hefur áður fengið dóm vegna ofbeldis í garð konunnar. Fram kemur í úrskurði héraðsdóms að grófleiki og alvarleiki meintra brota, eins og þau birtist í gögnum málsins, séu með meira móti. Konan krafðist þess að maðurinn viki úr salnum þar sem nærvera hans væri henni mjög þungbær vegna eðlis og alvarleika brotanna, forsögu atvika og hún hefði áhrif á meðgöngu hennar vegna ófædds barns hennar og hefði veruleg áhrif á framburð fyrir dómi. Til stuðnings kröfunni fylgdi vottorð frá ljósmóður og vottorð frá félagsráðgjafa þar sem fram kemur að konan sé þegar undir miklu álagi og haldin miklum kvíða vegna meintra brota mannsins gegn henni. Fram kemur þá í mati ljósmóðurinnar að það muni vera sérstaklega íþyngjandi og kvíðavaldandi fyrir konuna þurfi hún að bera vitni með manninn inni í salnum og gæti slíkt álag haft áhrif á ófætt barn konunnar. Landsréttur hefur nú fellt úrskurð héraðsdóms úr gildi og þarf maðurinn því ekki að víkja úr salnum á meðan á vitnaleiðslu konunnar stendur. Er þar vísað til þess að meginregla í sakamálaréttarfari sé sú að ákærði eigi rétt á því að vera viðstaddur aðalmeðferð og önnur þinghöld í máli sem höfðað er gegn honum. Þá kemur fram í úrskurði Landsréttar að hvorki vottorð félagsráðgjafans né ljósmóðurinnar beri með sér að vottorðsgjafar hafi lagt mat á hvort og þá hvaða áhrif nærvera mannsins muni geta haft á framburð konunnar þegar hún gefur skýrslu fyrir dómi. Auk þess beri vottorðin ekki með sér að vottorðsgjafar hafi sérþekkingu til að leggja mat á það. Samkvæmt úrskurðinum er gert ráð fyrir að konan eigi barnið í maí, ekki er nánar tilgreint hvenær, en aðalmeðferð málsins fer fram dagana 2. og 3. júní. Að öllum líkindum verður barn hennar þá aðeins nokkurra daga eða vikna gamalt, ef ekki enn ófætt.
Dómsmál Heimilisofbeldi Mest lesið Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Innlent Öruggt að hann væri ekki á lífi væri flugvöllurinn annars staðar Innlent Sveifluðust til og frá í krefjandi lendingum Innlent Fimm með réttarstöðu sakbornings vegna andláts í Grindavík Innlent Líklegast að gos hefjist í seinni hluta febrúar Innlent Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Erlent Fróm fyrirheit í jómfrúarræðuhlaðborði Innlent Orðræða kolleganna um slitin geri lítið úr Framsóknarkonum Innlent Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Innlent Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Innlent Fleiri fréttir Líklegast að gos hefjist í seinni hluta febrúar Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Öruggt að hann væri ekki á lífi væri flugvöllurinn annars staðar Sveifluðust til og frá í krefjandi lendingum Fimm með réttarstöðu sakbornings vegna andláts í Grindavík Kennarar funda með sáttasemjara á morgun Orðræða kolleganna um slitin geri lítið úr Framsóknarkonum Ekkert rætt um borgarstjóra sem verður „vonandi kona“ „Kryddpíur“ með gæsahúð, krefjandi lending og hraðstefnumót Fróm fyrirheit í jómfrúarræðuhlaðborði „Höfum verið máluð upp eins og vesenisfólk“ Dómur Félagsdóms hafi engin áhrif á framhaldsskóladeiluna „Það er ekkert ólíklegt að þessi Sundhnúkssyrpa sé að koma að endalokum“ „Kryddpíur“ í formlegt samtal Sé Alfreð sakhæfur eigi að horfa til tuttugu ára eða ævilangs fangelsis Viðhaldsskuld upp á 680 milljarða króna Ráðherra braut ekki lög Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Hefur lagt fram frumvarp og ætlar að eyða óvissunni Framhaldsskólakennarar funda hjá sáttasemjara Bjóða Birki Jón velkominn til starfa Fundað um launakjör í Karphúsi og meirihlutamyndun í borginni Hættustig á Vesturlandi vegna bikblæðinga „Það er ekki hægt að koma svona fram við fólk“ Gullafólk, þingmenn og kanónur klöppuðu upp Guðrúnu Kveðst hafa komið að hjónunum látnum Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Sjá meira