Óléttri konu gert að bera vitni fyrir framan meintan ofbeldismann sinn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. apríl 2022 18:45 Konan verður annað hvort komin á steypirinn eða nýbúin að fæða þegar vitnaleiðslur í málinu fara fram. Getty Konu, sem komin er minnst sjö mánuði á leið, hefur verið gert að bera vitni fyrir héraðsdómi með meintan brotamann sinn í salnum. Maðurinn er sakaður um stórfelld brot í nánu sambandi gegn þáverandi sambýliskonu sinni, sem hann hefur áður sætt nálgunarbanni fyrir. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði 25. mars síðastliðinn að manninum bæri að víkja úr dómsal á meðan konan bæri þar vitni. Maðurinn er eins og áður segir ákærður fyrir brot í nánu sambandi en hann hefur áður fengið dóm vegna ofbeldis í garð konunnar. Fram kemur í úrskurði héraðsdóms að grófleiki og alvarleiki meintra brota, eins og þau birtist í gögnum málsins, séu með meira móti. Konan krafðist þess að maðurinn viki úr salnum þar sem nærvera hans væri henni mjög þungbær vegna eðlis og alvarleika brotanna, forsögu atvika og hún hefði áhrif á meðgöngu hennar vegna ófædds barns hennar og hefði veruleg áhrif á framburð fyrir dómi. Til stuðnings kröfunni fylgdi vottorð frá ljósmóður og vottorð frá félagsráðgjafa þar sem fram kemur að konan sé þegar undir miklu álagi og haldin miklum kvíða vegna meintra brota mannsins gegn henni. Fram kemur þá í mati ljósmóðurinnar að það muni vera sérstaklega íþyngjandi og kvíðavaldandi fyrir konuna þurfi hún að bera vitni með manninn inni í salnum og gæti slíkt álag haft áhrif á ófætt barn konunnar. Landsréttur hefur nú fellt úrskurð héraðsdóms úr gildi og þarf maðurinn því ekki að víkja úr salnum á meðan á vitnaleiðslu konunnar stendur. Er þar vísað til þess að meginregla í sakamálaréttarfari sé sú að ákærði eigi rétt á því að vera viðstaddur aðalmeðferð og önnur þinghöld í máli sem höfðað er gegn honum. Þá kemur fram í úrskurði Landsréttar að hvorki vottorð félagsráðgjafans né ljósmóðurinnar beri með sér að vottorðsgjafar hafi lagt mat á hvort og þá hvaða áhrif nærvera mannsins muni geta haft á framburð konunnar þegar hún gefur skýrslu fyrir dómi. Auk þess beri vottorðin ekki með sér að vottorðsgjafar hafi sérþekkingu til að leggja mat á það. Samkvæmt úrskurðinum er gert ráð fyrir að konan eigi barnið í maí, ekki er nánar tilgreint hvenær, en aðalmeðferð málsins fer fram dagana 2. og 3. júní. Að öllum líkindum verður barn hennar þá aðeins nokkurra daga eða vikna gamalt, ef ekki enn ófætt. Dómsmál Heimilisofbeldi Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði 25. mars síðastliðinn að manninum bæri að víkja úr dómsal á meðan konan bæri þar vitni. Maðurinn er eins og áður segir ákærður fyrir brot í nánu sambandi en hann hefur áður fengið dóm vegna ofbeldis í garð konunnar. Fram kemur í úrskurði héraðsdóms að grófleiki og alvarleiki meintra brota, eins og þau birtist í gögnum málsins, séu með meira móti. Konan krafðist þess að maðurinn viki úr salnum þar sem nærvera hans væri henni mjög þungbær vegna eðlis og alvarleika brotanna, forsögu atvika og hún hefði áhrif á meðgöngu hennar vegna ófædds barns hennar og hefði veruleg áhrif á framburð fyrir dómi. Til stuðnings kröfunni fylgdi vottorð frá ljósmóður og vottorð frá félagsráðgjafa þar sem fram kemur að konan sé þegar undir miklu álagi og haldin miklum kvíða vegna meintra brota mannsins gegn henni. Fram kemur þá í mati ljósmóðurinnar að það muni vera sérstaklega íþyngjandi og kvíðavaldandi fyrir konuna þurfi hún að bera vitni með manninn inni í salnum og gæti slíkt álag haft áhrif á ófætt barn konunnar. Landsréttur hefur nú fellt úrskurð héraðsdóms úr gildi og þarf maðurinn því ekki að víkja úr salnum á meðan á vitnaleiðslu konunnar stendur. Er þar vísað til þess að meginregla í sakamálaréttarfari sé sú að ákærði eigi rétt á því að vera viðstaddur aðalmeðferð og önnur þinghöld í máli sem höfðað er gegn honum. Þá kemur fram í úrskurði Landsréttar að hvorki vottorð félagsráðgjafans né ljósmóðurinnar beri með sér að vottorðsgjafar hafi lagt mat á hvort og þá hvaða áhrif nærvera mannsins muni geta haft á framburð konunnar þegar hún gefur skýrslu fyrir dómi. Auk þess beri vottorðin ekki með sér að vottorðsgjafar hafi sérþekkingu til að leggja mat á það. Samkvæmt úrskurðinum er gert ráð fyrir að konan eigi barnið í maí, ekki er nánar tilgreint hvenær, en aðalmeðferð málsins fer fram dagana 2. og 3. júní. Að öllum líkindum verður barn hennar þá aðeins nokkurra daga eða vikna gamalt, ef ekki enn ófætt.
Dómsmál Heimilisofbeldi Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira