Ballið búið hjá LA Lakers eftir enn eitt tapið í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. apríl 2022 07:31 LeBron James var í borgarlegum klæðum í nótt en hér ræðir hann við Chris Paul á meðan leiknum stóð. AP/Rick Scuteri Los Angeles Lakers á ekki lengur möguleika á sæti í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta en síðasta vonin dó í nótt eftir tap á móti Phoenix Suns á sama tíma og San Antonio Spurs vann sinn leik. Devin Booker gerði Lakers lífið leitt með 32 stigum á 30 mínútum þegar Phoenix Suns vann 121-110 sigur á Los Angeles Lakers og skellti með því úrslitakeppnishurðinni á nefið á Lakers mönnum. Ayton var með 22 stig og 13 fráköst á aðeins 27 mínútum og Chris Paul gaf 12 stoðsendingar á 24 mínútum. Þetta var 63. sigur Phoenix á tímabilinu sem er félagsmet. Devin Booker finishes off the alley oop in #PhantomCam19 points for Book on NBA TV pic.twitter.com/vaZCDZ9TVi— NBA (@NBA) April 6, 2022 Lakers hefur nú tapað sjö leikjum í röð og þessi endir á tímabilinu hefur verið ansi vandræðalegur fyrir þetta stórveldi sem ætlaði sér að keppa um titilinn í ár. Russell Westbrook skoraði 28 stig og Anthony Davis var með 21 stig og 13 fráköst en það dugði ekki Lakers. LeBron James missti af öðrum leiknum í röð vegna meiðsla og getur nú hvílt út tímabilið af því að það er ekkert lengur í boði. LeBron þarf þó tvo leiki til að eiga möguleika á að ná lágmörkunum til að verða stigakóngur NBA-deildarinnar á hans aldri. Það má því búast við að hann reyni við það í lokaleikjum liðsins þó að liðið geti ekki gert neitt í þeim. JOEL EMBIID IS GOING OFF ON NBA LEAGUE PASSHe's up to 39 points (17/26 FGM).Watch Now: https://t.co/oz9UCQxdQa pic.twitter.com/4L5jfoA6fq— NBA (@NBA) April 6, 2022 Devin Vassell og Keldon Johnson voru báðir með 20 stig þegar San Antonio Spurs vann 116-97 útisigur á Denver Nuggets og þessi tryggði liðinu síðasta sætið í umspilinu á kostnað Lakers. Lakers varð því að vinna en gerði það ekki. Nikola Jokic var með 41 stig og 17 fráköst hjá Denver en hitti aðeins úr 18 af 35 skotum sem. Liðið átti möguleika að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni en tókst það ekki. The @sixers set a franchise record with 22 3PM tonight!Tyrese Maxey drains his 8th three-pointer of the night (career high).Watch Now on NBA League Pass: https://t.co/oz9UCQxdQa pic.twitter.com/mGBMoBNvoj— NBA (@NBA) April 6, 2022 Joel Embiid minnir áfram á sig fyrir um umræðuna um mikilvægasta leikmann deildarinnar en hann var með 45 stig og 13 fráköst þegar Philadelphia 76ers vann 131-122 sigur á Indiana Pacers. Með sigrinum komst 76ers liðið upp að hliða Boston Celtics og Milwaukee Bucks í öðru sæti Austurdeildarinnar. Með þessu á Embiid möguleika að verða fyrsti miðherjinn síðan Shaquille O'Neal til að verða stigakóngur og hann er fyrsti leikmaðurinn síðan Russell Westbrook 2016-17 sem nær tólf leikjum með að minnsta kosti 40 stigum og 10 fráköstum. 41 points x Kyrie Irving pic.twitter.com/3WBb5vgUGf— NBA (@NBA) April 6, 2022 Kyrie Irving má nú spila heimaleikina og hann var með 42 stig þegar Brooklyn Nets vann 118-105 sigur á Houston Rockets. Irving skoraði sautján af stigum sínum í fjórða leikhlutanum. Þar sem að Cleveland, Atlanta og Charlotte töpuðu öll þá jafnaði Nets við Atlanta Hawks í áttunda sætinu í Austurdeildinni. Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Phoenix Suns - Los Angeles Lakers 121-110 Denver Nuggets - San Antonio Spurs 97-116 Chicago Bulls - Milwaukee Bucks 106-127 Brooklyn Nets - Houston Rockets 118-105 Indiana Pacers - Philadelphia 76ers 122-131 Orlando Magic - Cleveland Cavaliers 120-115 Oklahoma City Thunder - Portland Trail Blazers 98-94 Miami Heat - Charlotte Hornets 144-115 Toronto Raptors - Atlanta Hawks 118-108 Minnesota Timberwolves - Washington Wizards 114-132 Utah Jazz - Memphis Grizzlies 121-115 (framlengt) Sacramento Kings - New Orleans Pelicans 109-123 Tyler Herro has 33 PTS & 6 3PM Watch Now on NBA League Pass: https://t.co/oz9UCQxdQa pic.twitter.com/biNSKfL29e— NBA (@NBA) April 6, 2022 NBA Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti Fleiri fréttir „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Sjá meira
Devin Booker gerði Lakers lífið leitt með 32 stigum á 30 mínútum þegar Phoenix Suns vann 121-110 sigur á Los Angeles Lakers og skellti með því úrslitakeppnishurðinni á nefið á Lakers mönnum. Ayton var með 22 stig og 13 fráköst á aðeins 27 mínútum og Chris Paul gaf 12 stoðsendingar á 24 mínútum. Þetta var 63. sigur Phoenix á tímabilinu sem er félagsmet. Devin Booker finishes off the alley oop in #PhantomCam19 points for Book on NBA TV pic.twitter.com/vaZCDZ9TVi— NBA (@NBA) April 6, 2022 Lakers hefur nú tapað sjö leikjum í röð og þessi endir á tímabilinu hefur verið ansi vandræðalegur fyrir þetta stórveldi sem ætlaði sér að keppa um titilinn í ár. Russell Westbrook skoraði 28 stig og Anthony Davis var með 21 stig og 13 fráköst en það dugði ekki Lakers. LeBron James missti af öðrum leiknum í röð vegna meiðsla og getur nú hvílt út tímabilið af því að það er ekkert lengur í boði. LeBron þarf þó tvo leiki til að eiga möguleika á að ná lágmörkunum til að verða stigakóngur NBA-deildarinnar á hans aldri. Það má því búast við að hann reyni við það í lokaleikjum liðsins þó að liðið geti ekki gert neitt í þeim. JOEL EMBIID IS GOING OFF ON NBA LEAGUE PASSHe's up to 39 points (17/26 FGM).Watch Now: https://t.co/oz9UCQxdQa pic.twitter.com/4L5jfoA6fq— NBA (@NBA) April 6, 2022 Devin Vassell og Keldon Johnson voru báðir með 20 stig þegar San Antonio Spurs vann 116-97 útisigur á Denver Nuggets og þessi tryggði liðinu síðasta sætið í umspilinu á kostnað Lakers. Lakers varð því að vinna en gerði það ekki. Nikola Jokic var með 41 stig og 17 fráköst hjá Denver en hitti aðeins úr 18 af 35 skotum sem. Liðið átti möguleika að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni en tókst það ekki. The @sixers set a franchise record with 22 3PM tonight!Tyrese Maxey drains his 8th three-pointer of the night (career high).Watch Now on NBA League Pass: https://t.co/oz9UCQxdQa pic.twitter.com/mGBMoBNvoj— NBA (@NBA) April 6, 2022 Joel Embiid minnir áfram á sig fyrir um umræðuna um mikilvægasta leikmann deildarinnar en hann var með 45 stig og 13 fráköst þegar Philadelphia 76ers vann 131-122 sigur á Indiana Pacers. Með sigrinum komst 76ers liðið upp að hliða Boston Celtics og Milwaukee Bucks í öðru sæti Austurdeildarinnar. Með þessu á Embiid möguleika að verða fyrsti miðherjinn síðan Shaquille O'Neal til að verða stigakóngur og hann er fyrsti leikmaðurinn síðan Russell Westbrook 2016-17 sem nær tólf leikjum með að minnsta kosti 40 stigum og 10 fráköstum. 41 points x Kyrie Irving pic.twitter.com/3WBb5vgUGf— NBA (@NBA) April 6, 2022 Kyrie Irving má nú spila heimaleikina og hann var með 42 stig þegar Brooklyn Nets vann 118-105 sigur á Houston Rockets. Irving skoraði sautján af stigum sínum í fjórða leikhlutanum. Þar sem að Cleveland, Atlanta og Charlotte töpuðu öll þá jafnaði Nets við Atlanta Hawks í áttunda sætinu í Austurdeildinni. Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Phoenix Suns - Los Angeles Lakers 121-110 Denver Nuggets - San Antonio Spurs 97-116 Chicago Bulls - Milwaukee Bucks 106-127 Brooklyn Nets - Houston Rockets 118-105 Indiana Pacers - Philadelphia 76ers 122-131 Orlando Magic - Cleveland Cavaliers 120-115 Oklahoma City Thunder - Portland Trail Blazers 98-94 Miami Heat - Charlotte Hornets 144-115 Toronto Raptors - Atlanta Hawks 118-108 Minnesota Timberwolves - Washington Wizards 114-132 Utah Jazz - Memphis Grizzlies 121-115 (framlengt) Sacramento Kings - New Orleans Pelicans 109-123 Tyler Herro has 33 PTS & 6 3PM Watch Now on NBA League Pass: https://t.co/oz9UCQxdQa pic.twitter.com/biNSKfL29e— NBA (@NBA) April 6, 2022
Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Phoenix Suns - Los Angeles Lakers 121-110 Denver Nuggets - San Antonio Spurs 97-116 Chicago Bulls - Milwaukee Bucks 106-127 Brooklyn Nets - Houston Rockets 118-105 Indiana Pacers - Philadelphia 76ers 122-131 Orlando Magic - Cleveland Cavaliers 120-115 Oklahoma City Thunder - Portland Trail Blazers 98-94 Miami Heat - Charlotte Hornets 144-115 Toronto Raptors - Atlanta Hawks 118-108 Minnesota Timberwolves - Washington Wizards 114-132 Utah Jazz - Memphis Grizzlies 121-115 (framlengt) Sacramento Kings - New Orleans Pelicans 109-123
NBA Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti Fleiri fréttir „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti