Notaleg upplifun í góðri flugstöð Gunnhildur Erla Vilbergsdóttir skrifar 7. apríl 2022 11:01 Á Keflavíkurflugvelli er oft talað um „flugvallarsamfélagið“ og ekki að ástæðulausu. Við sem störfum fyrir Isavia, flugfélögin, verslanir, aðra rekstraraðila og þjónustufyrirtæki á vellinum eigum svo margt sameiginlegt, ekki síst metnað fyrir hönd Keflavíkurflugvallar. Við gerum okkur grein fyrir því að flugvöllurinn er meðal mikilvægustu innviða landsins og á að auki í harðri alþjóðlegri samkeppni um hylli flugfélaga og farþega. Meðal þess sem hefur mikil áhrif á velgengni vallarins er hvernig til tekst að skapa góða umgjörð og þjónustu í flugstöðinni. Um það snýst okkar starf. Eftirsóttur vettvangur þjónustu Flugstöðin í Keflavík er auðvitað ekki eins og hver önnur verslunarmiðstöð, heldur staður þar sem heimamenn eru komnir til að hefja ánægjulegt ferðalag og skapa nýjar minningar og erlendir ferðamenn ljúka upplifun sinni af Íslandsferðinni. Þetta er áfangastaður eða tengistöð milljóna ferðamanna. Margir farþegar dvelja aðeins skamma stund í flugstöðinni en yfirleitt gefst tími til að njóta veitinga eða versla dálítið. Þetta er fyrir mörgum ómissandi hluti ferðalagsins, skemmtileg upphitun fyrir heimamenn getum við sagt og lokatækifæri erlendra gesta til að njóta íslenskra veitinga og kaupa íslenskan varning. Þau fyrirtæki sem eru hlutskörpust í útboði um að leigja aðstöðu til að þjóna viðskiptavinum í flugstöðinni geta gengið að því vísu að í eðlilegu árferði streymi mikill fjöldi fólks fram hjá inngangi og skoði hvað er í boði. Þarna eru því góð viðskiptatækifæri. Rýmið sem í boði er fyrir veitingastaði, verslanir og aðra þjónustu er takmarkað. Miklu færri komast að en vilja. Þess vegna gilda um úthlutun slíkrar aðstöðu skýrar samkeppnisreglur. Áður en gengið er frá leigusamningum þarf að hafa samkeppni um þessi viðskiptatækifæri á Evrópska efnahagssvæðinu og tryggja jafnræði og gagnsæjar samkeppnisforsendur. Það myndi t.d. stríða gegn gildandi reglum að auglýsa eftir veitingastað sem augljóst væri að einungis Íslendingar gætu rekið. Farið að óskum ferðalanga Mikill áhugi er augljóslega á þeim tækifærum sem nú bjóðast í veitingarekstri í flugstöðinni og margir bíða spenntir eftir þeim möguleikum sem skapast við stækkun hennar. Nú er leitað tilboða í rekstur tveggja veitingastaða. Þeir sem nú standa að slíkum rekstri í flugstöðinni eiga auðvitað kost á því eins og aðrir að bjóða í nýja aðstöðu. Stærri staðurinn á að höfða til breiðs hóps viðskiptavina en sá minni, sem verður með norrænar áherslur í matargerð, á að veita meiri þjónustu. Báðir staðirnir eiga að vera spennandi í augum ferðalanga nútímans - bjóða upp á notalega upplifun Sú ákvörðun að leita tilboða í báða staðina saman var tekin eftir að gerð var könnun á veitingamarkaðnum um afstöðu til útboðsins. Þá var við undirbúning málsins stuðst við þjónustumælingar á fjölda flugvalla ásamt ítarlegum markaðskönnunum á Keflavíkurflugvelli, þar sem spurt var hvað farþegar sæktust eftir. Fram kom að fólk vildi sjá aukin gæði og meiri breidd í vöruúrvali sem og skýr áhugi á því að fanga á einhvern hátt tilfinninguna við að vera á Íslandi. Okkar markmið er að ná þessu fram í samstarfi við metnaðarfullt og vandað veitingafólk. Það útboð sem nú hefur verið kynnt er aðeins forsmekkurinn að því sem framundan er. Samningar renna út og færa þarf til þjónustusvæði vegna stækkunarframkvæmda. Fyrsti áfangi stækkunar er ný 20 þúsund fermetra austurbygging. Eftir sex ár verður flugstöðin tvöfalt stærri en hún er í dag. Það er því mikill hugur í flugvallarsamfélaginu á Keflavíkurflugvelli. Markmið okkar allra er að auka þjónustu við þá sem þar fara um, bæta upplifun fólks og ánægju af heimsókn í flugstöðina, um leið og við stuðlum að því að treysta samkeppnisstöðu flugvallarins í krefjandi alþjóðlegu umhverfi. Höfundur er deildarstjóri verslunar og veitinga hjá Isavia. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Veitingastaðir Mest lesið Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Styrkleiki íslensku grunnskólanna Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun 100 þúsund á mánuði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Með háskólapróf til að snýta og skeina? Hildur Sólmundsdóttir Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn boðar skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Á Keflavíkurflugvelli er oft talað um „flugvallarsamfélagið“ og ekki að ástæðulausu. Við sem störfum fyrir Isavia, flugfélögin, verslanir, aðra rekstraraðila og þjónustufyrirtæki á vellinum eigum svo margt sameiginlegt, ekki síst metnað fyrir hönd Keflavíkurflugvallar. Við gerum okkur grein fyrir því að flugvöllurinn er meðal mikilvægustu innviða landsins og á að auki í harðri alþjóðlegri samkeppni um hylli flugfélaga og farþega. Meðal þess sem hefur mikil áhrif á velgengni vallarins er hvernig til tekst að skapa góða umgjörð og þjónustu í flugstöðinni. Um það snýst okkar starf. Eftirsóttur vettvangur þjónustu Flugstöðin í Keflavík er auðvitað ekki eins og hver önnur verslunarmiðstöð, heldur staður þar sem heimamenn eru komnir til að hefja ánægjulegt ferðalag og skapa nýjar minningar og erlendir ferðamenn ljúka upplifun sinni af Íslandsferðinni. Þetta er áfangastaður eða tengistöð milljóna ferðamanna. Margir farþegar dvelja aðeins skamma stund í flugstöðinni en yfirleitt gefst tími til að njóta veitinga eða versla dálítið. Þetta er fyrir mörgum ómissandi hluti ferðalagsins, skemmtileg upphitun fyrir heimamenn getum við sagt og lokatækifæri erlendra gesta til að njóta íslenskra veitinga og kaupa íslenskan varning. Þau fyrirtæki sem eru hlutskörpust í útboði um að leigja aðstöðu til að þjóna viðskiptavinum í flugstöðinni geta gengið að því vísu að í eðlilegu árferði streymi mikill fjöldi fólks fram hjá inngangi og skoði hvað er í boði. Þarna eru því góð viðskiptatækifæri. Rýmið sem í boði er fyrir veitingastaði, verslanir og aðra þjónustu er takmarkað. Miklu færri komast að en vilja. Þess vegna gilda um úthlutun slíkrar aðstöðu skýrar samkeppnisreglur. Áður en gengið er frá leigusamningum þarf að hafa samkeppni um þessi viðskiptatækifæri á Evrópska efnahagssvæðinu og tryggja jafnræði og gagnsæjar samkeppnisforsendur. Það myndi t.d. stríða gegn gildandi reglum að auglýsa eftir veitingastað sem augljóst væri að einungis Íslendingar gætu rekið. Farið að óskum ferðalanga Mikill áhugi er augljóslega á þeim tækifærum sem nú bjóðast í veitingarekstri í flugstöðinni og margir bíða spenntir eftir þeim möguleikum sem skapast við stækkun hennar. Nú er leitað tilboða í rekstur tveggja veitingastaða. Þeir sem nú standa að slíkum rekstri í flugstöðinni eiga auðvitað kost á því eins og aðrir að bjóða í nýja aðstöðu. Stærri staðurinn á að höfða til breiðs hóps viðskiptavina en sá minni, sem verður með norrænar áherslur í matargerð, á að veita meiri þjónustu. Báðir staðirnir eiga að vera spennandi í augum ferðalanga nútímans - bjóða upp á notalega upplifun Sú ákvörðun að leita tilboða í báða staðina saman var tekin eftir að gerð var könnun á veitingamarkaðnum um afstöðu til útboðsins. Þá var við undirbúning málsins stuðst við þjónustumælingar á fjölda flugvalla ásamt ítarlegum markaðskönnunum á Keflavíkurflugvelli, þar sem spurt var hvað farþegar sæktust eftir. Fram kom að fólk vildi sjá aukin gæði og meiri breidd í vöruúrvali sem og skýr áhugi á því að fanga á einhvern hátt tilfinninguna við að vera á Íslandi. Okkar markmið er að ná þessu fram í samstarfi við metnaðarfullt og vandað veitingafólk. Það útboð sem nú hefur verið kynnt er aðeins forsmekkurinn að því sem framundan er. Samningar renna út og færa þarf til þjónustusvæði vegna stækkunarframkvæmda. Fyrsti áfangi stækkunar er ný 20 þúsund fermetra austurbygging. Eftir sex ár verður flugstöðin tvöfalt stærri en hún er í dag. Það er því mikill hugur í flugvallarsamfélaginu á Keflavíkurflugvelli. Markmið okkar allra er að auka þjónustu við þá sem þar fara um, bæta upplifun fólks og ánægju af heimsókn í flugstöðina, um leið og við stuðlum að því að treysta samkeppnisstöðu flugvallarins í krefjandi alþjóðlegu umhverfi. Höfundur er deildarstjóri verslunar og veitinga hjá Isavia.
Styrkleiki íslensku grunnskólanna Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Styrkleiki íslensku grunnskólanna Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun