Skattastefna Reykjavíkurborgar er partur af atvinnustefnunni Ólafur Stephensen skrifar 7. apríl 2022 12:30 Ný atvinnu- og nýsköpunarstefna Reykjavíkurborgar var lögð fyrir borgarstjórn fyrr í vikunni. Í henni eru ýmsir góðir punktar. Stefnan er m.a. byggð á niðurstöðum samráðs við fyrirtæki í borginni og samtök þeirra. Á þeim fundum komst til skila – og rataði meira að segja inn í plaggið – að tortryggni og vantraust ríkir á milli atvinnulífs og borgaryfirvalda. Það er ekki ofsagt. Á fundi félagsmanna Félags atvinnurekenda með fulltrúum borgarinnar sumarið 2019 var þannig farið yfir hvernig mörg fyrirtæki upplifa þjónustu borgarinnar sem ógegnsæja, flókna, gamaldags og seinvirka og að lítill áhugi sé hjá borgaryfirvöldum að bjóða upp á gott rekstrarumhverfi, til dæmis með því að stilla skattlagningu og gjaldtöku í hóf eða tryggja að innviðir borgarinnar þjóni atvinnulífinu, meðal annars með því að leiðir til vöruflutninga séu greiðar. Í nýju stefnunni virðist leitazt við að bregðast við þessu; nú vilja borgaryfirvöld að borgin verði „spennandi staður til þess að setja á fót og reka fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum“. Þau vilja líka skapa umhverfi sem „einkennist af trausti, jákvæðni og vilja til samstarfs og þjónustu“ og að „þjónusta okkar sé auðskilin, skilvirk, stafræn og fyrirsjáanleg og að innviðir borgarinnar séu vandaðir og í takt við þarfir samfélagsins.“ Gott hjá þeim. Drög að stefnunni voru send ýmsum hagsmunaaðilum til umsagnar í febrúar síðastliðnum. Í umsögn sinni um drögin minnti Félag atvinnurekenda á að atvinnu- og nýsköpunarstefna þarf ekki endilega að snúast um aðgerðir og inngrip af hálfu borgaryfirvalda, heldur er enn mikilvægara að þau setji sér þá stefnu að þvælast sem minnst fyrir nýsköpun, einstaklingsframtaki og fyrirtækjarekstri með regluverki, skriffinnsku og skattheimtu. Hagstætt skattaumhverfi er hluti af góðu rekstrarumhverfi FA gerði síðan eftirfarandi athugasemd við kaflann um „gott umhverfi atvinnulífs og nýsköpunar“: „Að mati FA vantar alveg umfjöllun um skattaumhverfi í þennan kafla stefnunnar. Ljóst er að Reykjavíkurborg stendur höllum fæti í samkeppni við nágrannasveitarfélögin vegna hæstu fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Æ fleiri fyrirtæki hugsa sér til hreyfings eða ákveða að hefja starfsemi í nágrannasveitarfélögunum vegna þessarar stefnu borgarinnar. Það hlýtur að eiga að vera forgangsáherzla borgarinnar að bjóða fyrirtækjum upp á samkeppnishæft skattaumhverfi. Svo vísað sé til þess sem sagði hér að framan, ætti borgin að setja sér það markmið að þvælast sem minnst fyrir atvinnurekstri með háum sköttum.“ Á myndunum hér að ofan sést hver veruleikinn er í þessum efnum. Á undanförnum árum hafa nágrannasveitarfélög Reykjavíkur brugðizt við gífurlegum hækkunum á fasteignamati og lækkað álagningarprósentu á atvinnuhúsnæði. Í Hafnarfirði var hún á skömmum tíma lækkuð úr lögleyfðu hámarki, 1,65% af fasteignamati, niður í 1,4% svo dæmi sé nefnt. Reykjavíkurborg sat eftir og lækkaði ekki sína skatta fyrr en árið 2021 og þá niður í 1,6%. Skattprósentan er áfram sú hæsta á höfuðborgarsvæðinu. Álagður fasteignaskattur á atvinnuhúsnæði lækkaði til samræmis við þetta lítillega árið 2021 en sé horft á tímabilið frá 2015, þegar núverandi tekjumatsaðferð við útreikning fasteignamats var tekin upp, og fram til síðasta árs hafa fasteignaskattar fyrirtækja í borginni hækkað um sex milljarða, eða milljarð á ári að jafnaði. Það er hækkun upp á rúmlega 71 prósent! Ekki tekið mark á athugasemdum Fyrr í þessari viku bárust svör formanns borgarráðs og stýrihópsins, sem mótaði nýju stefnuna, við athugasemdum sem sendar voru við stefnudrögin. Tekið var tillit til margra, en ekki athugasemdar FA um skattaumhverfið. Það kom okkur hjá Félagi atvinnurekenda á óvart og við óskuðum skýringa. Svar kom um hæl um að ekki væri rætt um skattaumhverfi í stefnunni þar sem það væri „pólitísk ákvörðun á hverjum tíma.“ Þetta er að sjálfsögðu útúrsnúningur. Ákvarðanir um þjónustuviðmót borgarinnar, lóðaframboð, innviðauppbyggingu og fleira sem býr til starfsumhverfi fyrirtækjanna í borginni, eru allt pólitískar ákvarðanir. Það að borgaryfirvöld í Reykjavík treysti sér ekki til að segja í opinberri atvinnu- og nýsköpunarstefnu borgarinnar að þau vilji bjóða upp á hagstætt skattaumhverfi þýðir í raun að það er engin pólitísk samstaða um að snúa af braut hæstu fyrirtækjaskatta á höfuðborgarsvæðinu. Þá vitum við það. Háir skattar eru hluti af atvinnustefnunni Við þurfum samt ekki að fara í neinar grafgötur um að sú stefna að hafa hæsta skattinn á atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu er hluti af atvinnustefnu borgaryfirvalda í reynd þótt það standi ekki í nýju, fínu stefnunni. Það er stefna sem segir við eigendur, stjórnendur og stofnendur fyrirtækja: Hugsið ykkur til hreyfings. Nágrannasveitarfélögin bjóða betur. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Reykjavík Vinnumarkaður Borgarstjórn Skattar og tollar Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Sjá meira
Ný atvinnu- og nýsköpunarstefna Reykjavíkurborgar var lögð fyrir borgarstjórn fyrr í vikunni. Í henni eru ýmsir góðir punktar. Stefnan er m.a. byggð á niðurstöðum samráðs við fyrirtæki í borginni og samtök þeirra. Á þeim fundum komst til skila – og rataði meira að segja inn í plaggið – að tortryggni og vantraust ríkir á milli atvinnulífs og borgaryfirvalda. Það er ekki ofsagt. Á fundi félagsmanna Félags atvinnurekenda með fulltrúum borgarinnar sumarið 2019 var þannig farið yfir hvernig mörg fyrirtæki upplifa þjónustu borgarinnar sem ógegnsæja, flókna, gamaldags og seinvirka og að lítill áhugi sé hjá borgaryfirvöldum að bjóða upp á gott rekstrarumhverfi, til dæmis með því að stilla skattlagningu og gjaldtöku í hóf eða tryggja að innviðir borgarinnar þjóni atvinnulífinu, meðal annars með því að leiðir til vöruflutninga séu greiðar. Í nýju stefnunni virðist leitazt við að bregðast við þessu; nú vilja borgaryfirvöld að borgin verði „spennandi staður til þess að setja á fót og reka fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum“. Þau vilja líka skapa umhverfi sem „einkennist af trausti, jákvæðni og vilja til samstarfs og þjónustu“ og að „þjónusta okkar sé auðskilin, skilvirk, stafræn og fyrirsjáanleg og að innviðir borgarinnar séu vandaðir og í takt við þarfir samfélagsins.“ Gott hjá þeim. Drög að stefnunni voru send ýmsum hagsmunaaðilum til umsagnar í febrúar síðastliðnum. Í umsögn sinni um drögin minnti Félag atvinnurekenda á að atvinnu- og nýsköpunarstefna þarf ekki endilega að snúast um aðgerðir og inngrip af hálfu borgaryfirvalda, heldur er enn mikilvægara að þau setji sér þá stefnu að þvælast sem minnst fyrir nýsköpun, einstaklingsframtaki og fyrirtækjarekstri með regluverki, skriffinnsku og skattheimtu. Hagstætt skattaumhverfi er hluti af góðu rekstrarumhverfi FA gerði síðan eftirfarandi athugasemd við kaflann um „gott umhverfi atvinnulífs og nýsköpunar“: „Að mati FA vantar alveg umfjöllun um skattaumhverfi í þennan kafla stefnunnar. Ljóst er að Reykjavíkurborg stendur höllum fæti í samkeppni við nágrannasveitarfélögin vegna hæstu fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Æ fleiri fyrirtæki hugsa sér til hreyfings eða ákveða að hefja starfsemi í nágrannasveitarfélögunum vegna þessarar stefnu borgarinnar. Það hlýtur að eiga að vera forgangsáherzla borgarinnar að bjóða fyrirtækjum upp á samkeppnishæft skattaumhverfi. Svo vísað sé til þess sem sagði hér að framan, ætti borgin að setja sér það markmið að þvælast sem minnst fyrir atvinnurekstri með háum sköttum.“ Á myndunum hér að ofan sést hver veruleikinn er í þessum efnum. Á undanförnum árum hafa nágrannasveitarfélög Reykjavíkur brugðizt við gífurlegum hækkunum á fasteignamati og lækkað álagningarprósentu á atvinnuhúsnæði. Í Hafnarfirði var hún á skömmum tíma lækkuð úr lögleyfðu hámarki, 1,65% af fasteignamati, niður í 1,4% svo dæmi sé nefnt. Reykjavíkurborg sat eftir og lækkaði ekki sína skatta fyrr en árið 2021 og þá niður í 1,6%. Skattprósentan er áfram sú hæsta á höfuðborgarsvæðinu. Álagður fasteignaskattur á atvinnuhúsnæði lækkaði til samræmis við þetta lítillega árið 2021 en sé horft á tímabilið frá 2015, þegar núverandi tekjumatsaðferð við útreikning fasteignamats var tekin upp, og fram til síðasta árs hafa fasteignaskattar fyrirtækja í borginni hækkað um sex milljarða, eða milljarð á ári að jafnaði. Það er hækkun upp á rúmlega 71 prósent! Ekki tekið mark á athugasemdum Fyrr í þessari viku bárust svör formanns borgarráðs og stýrihópsins, sem mótaði nýju stefnuna, við athugasemdum sem sendar voru við stefnudrögin. Tekið var tillit til margra, en ekki athugasemdar FA um skattaumhverfið. Það kom okkur hjá Félagi atvinnurekenda á óvart og við óskuðum skýringa. Svar kom um hæl um að ekki væri rætt um skattaumhverfi í stefnunni þar sem það væri „pólitísk ákvörðun á hverjum tíma.“ Þetta er að sjálfsögðu útúrsnúningur. Ákvarðanir um þjónustuviðmót borgarinnar, lóðaframboð, innviðauppbyggingu og fleira sem býr til starfsumhverfi fyrirtækjanna í borginni, eru allt pólitískar ákvarðanir. Það að borgaryfirvöld í Reykjavík treysti sér ekki til að segja í opinberri atvinnu- og nýsköpunarstefnu borgarinnar að þau vilji bjóða upp á hagstætt skattaumhverfi þýðir í raun að það er engin pólitísk samstaða um að snúa af braut hæstu fyrirtækjaskatta á höfuðborgarsvæðinu. Þá vitum við það. Háir skattar eru hluti af atvinnustefnunni Við þurfum samt ekki að fara í neinar grafgötur um að sú stefna að hafa hæsta skattinn á atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu er hluti af atvinnustefnu borgaryfirvalda í reynd þótt það standi ekki í nýju, fínu stefnunni. Það er stefna sem segir við eigendur, stjórnendur og stofnendur fyrirtækja: Hugsið ykkur til hreyfings. Nágrannasveitarfélögin bjóða betur. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun